Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.08.1951, Qupperneq 18

Freyr - 01.08.1951, Qupperneq 18
254 FREYR Reynitrén, i Skriðu i Hörgárdal, voru gróðursett á árunurn 1820— 30, af Þorláki Hallgrimssyni og sonum hans. Garða Gullhumall. Liöm eru nú fimmtíu ár síðan sá mark- verði atburður gerðist, að Stefánsson Stef- ánsson, skólameistari, hafði lokið miklu starfi og út kom „Plóra íslands“ — bókin, sem greinir frá öllum æðri jurtum, runn- um og trjám, sem þá höfðu verið fundnar í náttúrunnar ríki hér á landi. Þann aldarhelming, sem liðinn er síðan, hafa margar nýjar tegundir fundizt, en þar að auki hefir íslenzki gróðurinn verið auðgaður að miklum mun, með innfluttum tegundum, sem eignazt hafa heimkynni undir húsveggjum og í skrúðgörðum. Flóra íslands hefir nú komið út í þrem útgáfum samtals og með hverri nýrri útgáfu hefir verið bætt við, á viðeigandi staði í kerfin, þeim nýjum jurtum, er fundizt hafa á víðavangi. En hinn mikli fjöldi, sem eign- azt hefir bólfestu undir handarjaðri mann- anna, í görðunum, hefir orðið þar utan gátta af því að hér er ekki um að ræða „eiginlega íslendinga“, heldur aðskotadýr, ef svo mætti að orði komast um jurtir, runna og tré, gróður, sem komið hefir hing- að til lands fyrir tilstilli mannanna. En fjöldi tegunda og magn þessa gróðurs er mikið, það sannaðist bezt á undanförnum i

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.