Freyr - 01.08.1951, Síða 22
258
FRE YR
Hvert er sannvirði Síflambanna
á fjárskiptasvæðin?
Líflambasalan á fjárskiptasvæðin hefir
orsakað það að menn hafa, meir en áður,
reynt að gera sér ijóst hver hin raunveru-
legu verðmæti kindarinnar væru. Þeir hafa
lagt niður í hundraðs hluta kjöt, mör og
gærur, síðan reiknað lifandi lambið út, en
útkoman hefir ekki ávallt verið hin sama
hjá kaupanda og seljanda.
Eitt hið fyrsta, sem um þessi mál birtist
á prenti, eftir að fjárskiptin hófust, var
grein í Tímanum, eftir, að því er virtist,
kjötmatsmann á Norð-Austurlandi. Úthúð-
ar hann í greininni byggingarlagi vest-
firzku lambanna, sem flutt höfðu verið í
hans byggðarlag. Hinn mæti búnaðarfröm-
uður, Jón H. Fjalldal bar nokkru síðar,
einnig í Tímanum, hönd fyrir höfuð vest-
firzka fjárins. Við svar Jóns virtist mats-
manninum vaxa ásmegin. Bauð hann Jóni
austur, en á þann hátt, að Jón elti ekki ól-
ar við hann opinberlega né svaraði hon-
um. En mörgum vestfirzka bóndanum
gramdist hin ómaklegu ummæli.
Haustið 1947 heimilaði Sauðfjársjúk-
Það mætti vitanlega gera víðtækari sam-
anburð á landbúnaði og iðnaði, eða á iðn-
meisturum og bændum, og má telja víst,
að hann mundi að flestu leyti verða bænd-
um hagstæður. Iðnaðarmenn eru nú að
verða ein fjölmennasta stéttin, enda á
seinni árum mikið studdir, einnig af þeim
stofnunum, sem bændur hafa byggt upp,
svo sem kaupfélögunum og S.Í.S. Gerist nú
það sama hér og áður í öðrum löndum,
að iðnaðurinn er mjög byggður upp af
fólki og fjármunum sveitabænda.
Vinnutími bænda hefir lengi verið van-
metinn. Hann er áætlaður fullar 9 stund-
ir á dag, 300 daga á ári, en þá 65 daga árs-
ins, sem þá eru eftir, er ætlað að bændur
vinni ekkert, sem er launavert. Allir vita
þó að bústörf geta engan dag niður fallið.
Þau þarf ætíð að vinna á kostnað bænd-
anna. Aðrar stéttir heimta sitt sumarfrí
á fullu kaupi, en hærra kaup á kvöldum,
nóttum og helgidögum, og fá það allt. Ég
er ekki að kvarta yfir því, þó að við bænd-
ur séum flestum bundnari við okkar störf.
En er það réttlæti að við fáum þess vegna
lægra kaup?
í Árbók landbúnaðarins 1. hefti II. ár
eru „Verðlagsathuganir“ um ýmislegt verð-
lag hér á landi frá 1939 til 1950. Þar eru
leidd rök að því, að á þeim árum hafi „raun-
verulegt kaup bóndans hækkað hlutfalls-
lega minnst“. Síðan sú athugun var gerð
hefir þó enn sigið á hina sömu hlið.
Þá er enn eitt atriði, sem virðist ofurlít-
ið broslegt, sérstaklega af því að hagstofu-
stjórinn er við það kenndur. Bændur mega
ekki fá vexti af því fjármagni, sem þeir
eiga í sínum atvinnurekstri. Hagstofustjór-
ar eru ef til vill mjög kristilega þenkjandi
menn, sem vita að biblían ætlast til að
menn taki ekki vexti af fé, og vissulega
væri að ýmsu leyti gott að losna við vext-
ina. En það þarf þá að ganga jafnt yfir
alla. Iðnaður, útvegur, verzlun og sigling-
ar mega þá ekki heldur reikna sér vexti af
skuldlausum eignum, — og því ekki að
hætta þá líka að borga vexti af skuldum og
innstæðum? Slík breyting þyrfti bara að
ná í einu yfir allan heim. Getur hin mátt-
uga Hagstofa íslands ráðið við það?
Hafi hins vegar ekki legið neinn sérstak-
lega kristilegur tilgangur að baki þessa á-
kvæðis er efalaust bezt fyrir hlutaðeigandi
dómara að sem minnst sé um tilgang þeirra
talað.
20.7. 1951.