Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1951, Side 24

Freyr - 01.08.1951, Side 24
260 FRE YR að veikja viðnámsþrótt þeirra, sem útnes- in og afdalina byggja, ef þeir fá hvergi nærri sannvirði fyrir vöru sína, sem þó er af þeim tekin með valdboði. Á þessum tímum togstreitunnar, um hvern eyri, verður hver sá, sem ekki gæt- ir sín, troðinn undir, jafnvel af sínum eig- in stéttarbræðrum, því félagshyggjan og hinn sanni félagsandi, sem hin mikla þátt- taka í frjálsum samtökum samvinnu- manna gefur til kynna að þroskuð sé á meðal vor, er oft af skornum skammti er á reynir, jafnvel hjá þeim sem bezt byggja upp samvinnufélögin. Er sýnt var, að hlutur seljenda við fjár- skiptin var fyrir borð borinn af verðlags- ráði, athugaði ég þau gögn sem ég hafði og taldi að kæmu að notum í rökræðum við verðlagsráð um leiðréttingu og verðlags- ákvörðun í framtíðinni. Af eðlilegum ástæðum hefi ég nú ekki þau gögn í hönd- um, en ég sendi þá nokkur plögg til fram- leiðsluráðs, máli mínu til stuðnings, ásamt bréfi, sem ég læt hér fylgja afrit af, svo menn geti glöggvað sig á þeim kröfum, sem ég setti fram. Gögn þessi eru enn í fullu gildi og grundvöllurinn hefir ekki breytzt. Fleiri en ég munu hafa sent verðlagsráði kvörtun. Hverjum rökum þeir hafa stutt mál sitt er mér ekki kunnugt, en hér með fylgir afritið af bréfi mínu. Goðdal í Strandasýslu 19. nóv. 1948. Hr. framkv.stj. Sveinn Tryggvason, Reykjavík. Haustið 1947, og nú á s.l. hausti (1948) voru bændur hér um slóðir skyldaðir, samkvæmt lög- um um fjárskipti, að láta af hendi öll gimbrar- lömb er þeir ekki hugðust ala sjálfir. Verðið var ákveðið af framleiðsluráði landbúnaðarins; voru seljendur því ekki hafðir þar með í ráðum. Oánægja varð strax meðal seljenda bæði með flokkun lamba i verðflokka og eins sáu þeir að mikið vantaði til að jafnvel hæsti verðflokkur nálgaðist sannvirði miðað við verð á sláturafurðum. Síðastliðið sumar skrifaði ég herra Sæmundi Friðrikssyni framkvæmdastjóra bréf, og fór í því fram á, að greidd yrði verðlagsuppbót á hin seldu líflömb, svo bændur fengju sannvirði, þ. e. sama verð og þeir hefðu fengið með því að slátra lömb- unum og fela Kaupfélagi Steingrímsfjarðar sölu af- urðanna. Sæmundur tók þessu vel og á fundi mæðiveikinefndar um mitt s.l. sumar var samþykkt ályktun til framleiðsluráðs um að verða við þess- urn tilmælum, sem og að fella niður hina mörgu verðflokka og hafa hann aðeins einn. Eftir þessar undirtektir mæðiveikinefndar, sem og auglýsingar framleiðsluráðs um einn verðflokk og uppbætur á verð líflamba, töldum við málið á góðum vegi og vonuðumst eftir að fá greitt sann- virði. Eg leyfi mér að sundurliða verðið hér á eftir. Meðallamb tel ég leggja sig miðað við 40 kg lif- andi vigt: 17,5 kg kjöt á 8.80 kr. 154.00 4,0 — gæru á 5.25 — 21.00 1,8 - mör á 8.00 - 14.60 1 slátur — 12.00 Eða samt. kr. 201.60 Er það nær fimm krónur hvert kg í lifandi vigt, eða kr. 1.10 hærra hvert kg en greitt var á fyrsta verðflokk haustið 1947 og kr. 1.00 hærra en greitt var haustið 1948. Eg geri kröfu á hendur verðlagsráði um, að það hlutist til um að þessi mismunur verði greiddur til bænda hér í Kaldrananeshreppi. Ég læt hér með fylgja samandregið yfirlit Sauð- fjárræktarbúsins á Svanshóli yfir kjöt gimbrar- lambra s.l. 11 ár. Meðaltalið „óvegið" er 43.63% eða á þann veg að 40 kg lamb hefir 17.45 kg kjöt, 1.8 kg mör, 3.8 kg gæru. Með slátri verður þetta kr. 200.11 eða réttar kr. 5.00 pr. kg í lifandi vigt. Þá fylgir hér útdráttur úr fjárbók og afurða- skýrslum Vermundar Jónssonar, bónda, Sunnudal. Meðalútkoma frá 1940—1948 er þungi á fæti 38.2 kg, meðal kjöt 16.5 kg, gæra 3.9 kg, mör 1.97 kg; með slátri leggur meðal lambið sig á kr. 193.43 eða rúmar kr. 5.00 pr. kg lifandi þunga.- Þá fylgja hér haustskýrslur áranna 1947 og 1948 frá Olafi Sigvaldasyni, Sandnesi og haustskýrsla árs- ins 1948 frá Guðmundi Guðmundssyni, Kleifum, er sýna að það er rangt, sem haldið hefir verið fram, að féð á Selströndinni sé léttara en í Bjarn- arfirðinum. Þá hefi ég dregið saman útkomuna hjá sjálfum mér um allmörg ár, en felli niður árið 1943 vegna þess hve sérstætt það var. Útkoman er á 39.7 kg þungt lamb, 16.56 kg kjöt, 3.88 kg gæra, 1.8 kg mör

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.