Freyr - 01.08.1951, Side 25
FRE YR
261
og svo slátur. Þetta gerir í heild kr. 192.70 eða kv.
4.85 pr. kg í lifandi vigt.
Arin eru misjöfn og einstaklingarnir eru mis-
jafnir, frávik á báðar hliðar, en þegar um líflamba-
sölu er að ræða hverfa verstu einstaklingarnir úr;
það hefir mcr ætíð reynst vera hrútlömb sem ein-
hverju hnjaski hafa mætt eða kyrkingur komist í.
Meðaltal seldra lamba er því betra en þessar töl-
ur sýna. I aftasta dálkinn set ég vcrð á kg í lif-
andi þunga.
Árið meðalv. á fæti kropp- þungi U U H bc mör slátur meðal- verð kr lifandi
1931 40.4 17.15 3.65 2.0 i 4.90
1939 40.0 18.20 4.10 1.8 i 5.20
1940 40.6 17.76 3.93 1.7 áætl. 1 5.00
1941 39.0 16.40 3.60 1.7 i 4.84
1942 40.9 16.50 4.00 2.0 i 4.80
1943 39.0 14.50 3.20 1.2 i 4.25
1944 40.0 17.30 4.10 1.7 i 4.97
1945 39.0 15.64 3.80 1.7 i 4.70
1946 39.0 15.70 3.80 2.0 i 4.77
1947 38.8 15.20 3.60 2.0 i 4.62
Meðaltal: 39.7 16.3 3.8 1.8 i 4.80
Árið 1943 var sérstætt eins °g ég mun benda á
síðar; dreg ég það út úr ■ yfir' litinu. Veiður þá út-
koman: 39.7 16.56 3.88 1.8 1 4.85
Við þctta er það að athuga að haustið 1947 er
aðeins slátrað hrútum, sem gera á blóðvelli mun
lakari útkomu en gimbrar. Þá er það einnig at-
hugavert, að 10 skárstu hrútarnir eru ekki þarna
með.
Árið 1943 vóg ég féð 21. sept., en þann 23. s. m.
gerði aftaka stórhríð; fennti þá allmargt fé, en ann-
að hraktist. Er útkoman þetta haust því mjög lé-
leg, og sem betur fer einsdæmi. Við sláturfé í kaup-
stað vorum við ekki lausir fyrr en 7. okt. eða hálf-
um mánuði eftir að hríðina gerði.
Þá er rétt að geta þess, að sum árin hafa allt að
s/4 hl. ánna minna verið með tveim lömbum; téð
hefir því ekki versnað í heild eins og heildarþung-
inn bendir til, heldur hefir kveðið meira að því
að lömb hafa villst frá, og þá helzt hrútar, lagt af
og skitið á þann hátt í meðaltalið.
Ég læt hér með nokkur plögg, sem sýna að töl-
ur mínar eru ekki tilbúningur út x bláinn.
Hér er gæðamat á kjöti, en ekki eingöngu miðað
við þunga. Vigtarnóturnar sýna flokkunina. Ég hefi
ætíð látið lélegustu lömbin í kaupstað; er því ekki
til lélegri útkoma en þessar tölur sýna.
Ég læt hér með yfirlitsblöð úr gamalli fóður-
skýrslu, um vænleika fjárins 1939—1942;" eitt blað
úr gamalli ættbók, þar sem skráð er kjötprósenta
árið 1931, annað blað úr yngri bók, þar sem skráð
er yfirlit áranna 1910 til 1943. Þá læt ég hér með
heildarreikning um kjöt og gærur 1942. Hann sýn-
ir heldur betri útkomu á gæruvigt en yfirlitið; þá
innleggsnótu yfir kjöt 1944, yfirlitsreikninga haust-
in 1945, 1946 og 1947, en þau ár ná aðeins yfir
mín lömb, en nóturnar frá 1944 sýna, að útkoman
er ekki lakaii þó öll lömb heimilisins væru tekin
með.
Ég vona fastlega að framleiðsluráð geti fallist á
rök mín, en þar sem gögn frá okkur hafa ekki bor-
izt fyrr en nú, legg ég til að í þetta sinn verði það,
sem á milli ber um verð liflambanna frá fyrra
hausti, greitt af hinu sameiginlega fé, sem ríkið
leggur til fjárskiptanna. Þá vil ég taka fram að
ég álít að sömu réttlætiskröfur gildi um verð fyrir
Kaldrananeshrepp og Hiófbergshrepp í Stranda-
sýslu.
Virðingarfyllst
Form. Búnaðarfél. Kaldrananeshrepps
Jóhann Kristmundsson, Goðdal.
(sign.)
Til Verðlagsráðs landbúnaðarvara, Reykjavík.
Endanlegt verð á sláturafurðum varð
nokkru hærra en hér var reiknað með. Mið-
að við sama hundraðshluta kjöts, mörs og
gæru, reyndist það jafngilda kr. 5.24 pr. kg í
lifandi vigt. Eftir þeim upplýsingum, sem
ég hefi fengið, um verð á sláturafurðum
næstu ár, reyndist það árið 1948 jafngilda
kr. 5.34 pr. kg í lifandi þunga, árið 1949 kr.
5.66 og árið 1950 kr. 6.65. Að vísu er ekki bú-
ið að fastákveða verð á kjöti fyrir árið 1950,
en frávik frá því verði, sem ég reikna með,
mun ekki valda teljandi breytingu.
Það er óhrekjanleg staðreynd, að gimbrar
leggja sig mun betur til frálags en hrútar;
reynsla mín hefir verið sú, að 40 kg gimbur
hafi ca. 17.5—18 kg kjöt, að vísu með nokkr-
um frávikum á báðar hliðar. Með gærur og
mör er erfiðara að slá föstu. í sláturhúsum