Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.08.1951, Qupperneq 26

Freyr - 01.08.1951, Qupperneq 26
262 FRE YR má heita ógerningur að fylgjast svo með, nema um lítinn hóp sé að ræða. Mér vitanlega hefir ekkert af því, sem í bréfi mínu til verðlagsráðs stendur, verið véfengt og því síður afsannað. Mér kom at- hugasemd herra Arnórs Sigurjónssonar, við svari Ingimundar á Svanshóli, við spurn- ingunni Einlembur — Tvílembur all ein- kennilega fyrir sjónir, ekki sízt vegna þess, að í „leiðréttingu“ Arnórs var nákvæmnin ekki meiri, landfræðilega, en það, að hann virðist gera slátrunarstaðinn að Gjögrum (slf. Örlygur) að næsta slátrunarstað við Kaldrananes á Ströndum. Og í verðútreikn- ingum sínum reiknar hann verð líflamb- anna hið endanlega, en verð sláturlamb- anna án uppbótar. Milli Ingimundar og Arnórs virðist allt fallið í ljúfa löð, en málið var í upphafi, hjá þeim báðum, framsett á þann hátt, að þeir munu margir, sem ekki láta sér nægja upplýsingar þeirra í síðasta tölubl. Freys. Ég heíi, á liðnum haustum, vonast eftir að sjá greinargerð frá verðlagsráði, sem skýrði fyrir mönnum þann grundvöll, sem verðlagið er byggt á. Arnór, sem er ritstjóri Árbókar landbúnaðarins, hefði sennilega haft aðstööu til þess, ef hann hefði viljað svo vel gera. Ég vonast eftir að sjá um- rædda greinargerð áður en þessu hausti lýkur. Slíks er varla vanþörf, svo bæði kaup- endur og seljendur sjái á hve réttlátum grundvelli verðstuðullinn er byggður. Reykjavík 8.7. 1951. Jóhann Kristmundsson. Hvað heitir bærinn? i Hvað er maðurinn að fara? í júlíblaði „Freys“ þ. á. er dálítill grein- arstúfur sem nefnist „Hvað heitir bær- inn?“, eftir einhvern Pál Guðmundsson, og er þar svo furðulegri kenningu haldið á lofti, að henni má ekki vera ómótmælt. Greinin byrjar formálalaust á því, að talin eru upp 100 bæjanöfn, tekin upp úr j arðamatsbókinni okkar, og veit maður í fyrstu tæplega, hvað höfundurinn er að fara, því þarna eru saman komin hin ólík- ustu nöfn, allt frá hinum fallegustu og beztu og niður í þau ljótustu og leiðinleg- ustu. En eftir þessa upptalningu snýr höf. sér að efninu og spyr lesandann, hvort hann sé sér ekki sammála um það, „að gagnger endurskoðun þurfi að fara fram á nöfnum sveitabýlanna“. Hann kallar öll þessi bæjanöfn (sem hann telur upp) „ónefni", og harmar það auðsjáanlega, að til skuli vera lög, sem koma í veg fyrir það, að bæjanöfnum sé breytt, nema með nokkrum skilyrðum. Hann segir svo: „Hversvegna er þessi hindrun í vegi, að nema burt hin afkáralegu og kjánalegu bæjanöfn, sem ómótmælanlega eru arfur frá hinum mesta niðurlægingartíma, sem þjóð vor hefir lifað?“ Svo bætir hann við: „Það er áreiðanlega misskilningur, að nokkurt menningaverðmæti fari forgörð- um, þótt numin séu burt býlanöfnin, sem eru hrein vitleysa eða misþyrming á tung- unni“. Það er nú svo....... Ég hygg að það væri nú réttara að stinga við fótum og athuga málið gaumgæfilega áður en rokið væri í það, samkvæmt till. höf., að breyta öllum þessum bæjanöfnum við næstu endurskoðun fasteignamatsins, ekki sízt þegar hann er svo æstur í mál- inu, að hann vill að breytingarnar gangi fram jafnvel án samþykkis eigendanna, ef þeir vilja ekki dansa með í þessum leik.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.