Freyr - 01.08.1951, Qupperneq 27
FRE YR
263
Þetta er í rauninni stórmál og það er
ekki hægt að afgreiða það á jafn auðveld-
an hátt og höf. vill vera láta. Það eru ekki
allir höf. sammála um það, að öll þessi
gömlu nöfn séu svo ósmekkleg og vitlaus,
sem honum sjálfum finnst vera. Þau geta
oft haft málssögulega eða atvinnusögulega
þýðingu, þótt einstöku menn geti ekki fellt
sig við þau. Og sumum finnst ljótt það
sem öðrum finnst fallegt. Og nýju nöfnin
eru ekki æfinlega betri en þau gömlu. Og
ég fæ ekki séð, að núlifandi kynslóö standi
forfeðrum okkar framar í því að mynda
góð og falleg bæjanöfn. Og hvaðan kemur
höf. sú vissa, að nöfnin, sem hann er óá-
nægður með, hafi orðið til á niðurlæging-
artímabili þjóðarinnar? Ég hygg að hann
hafi ekki rannsakað þetta neitt að ráði.
Hitt mun sanni nær, að flest lökustu bæja-
nöfnin okkar urðu ekki til fyrr en eftir
móðuharðindin eða síðustu 170 árin, eink-
um á fyrri hluta síðustu aldar, og slíkum
nöfnum má gjarnan breyta ef þurfa þykir.
En að ráðast á gömlu nöfnin og afnema
þau með öllu, er vitanlega hrein fjarstæða.
Hins vegar má oft laga þau til stórbóta,
þegar þau hafa afbakast, sem því miður
oft hefir átt sér stað. En slíkt er ekki
fært öðrum en þeim, sem hafa staðgóða
þekkingu á málinu. Og hvað segir svo
reynsla okkar um þetta? Síðan um alda-
mót hefir verið nokkuð gert að því að leggja
niður gömul bæjanöfn og taka ný í stað-
inn, og hefir það vægast sagt tekizt mis-
jafnlega. Átakanlegasta dæmið, sem ég
þekki, er úr Suður-Þingeyjarsýslu, þegar
lagt var niður bæjarnafnið Fótaskinn, en
upp tekið „Helluland“ í staðinn. Gamla
nafnið er eitt af hinum beztu, en nýja
nafnið ósköp sviplaust. Þegar nefnt er
bæjarnafnið Fótaskinn, er sem maður heyri
fótatak kynslóðanna í margar aldir, sem
þar áttu leið um, þá er farið var heim á
„Staðina“ (Grenjaðarstað og Múla). Mað-
ur harmar það stórlega, að jafn dásam-
legt bæjarnafn skuli hafa verið lagt niður.
Það eru spjöll, sem ekki er hægt að fyrir-
gefa. En mundi hið sama ekki koma fyrir
aftur og aftur, ef nú ætti að fara að leggja
niður tugi eða hundruð gamalla bæja-
nafna og taka upp ný í staðinn, sem mynd-
uð væru af mönnum, er ekki þekkja lög-
mál tungu vorrar? — Já, vel á minnst.
Hvað segir nú P. G. um þetta? Ég spyr
vegna þess, að mér virðist maðurinn vera
vel greindur, þótt hann sé nokkuð fljót-
fær í ályktunum sínum.
Af þeim 100 bæjanöfnum, sem hann til-
nefnir og virðist ætla að leggja niður, eru
að minnsta kosti 38, sem að mínu áliti er
ekkert athugavert við. Sum eru beinlínis
fögur eða hafa málssögulegt og atvinnu-
sögulegt gildi. Slík nöfn mega fyrir engan
mun hverfa. Hvað er nú t. d. að athuga
við nöfnin Heylækur og Hrífunes? Er nokk-
ur vanvirða að því að kenna bæinn við að-
alatvinnuveg þjóðarinnar? Eða Hrosshagi
og Hænuvík? Hví má ekki kenna bæina við
búpening landsmanna? Einnig má nefna
Jarðlangsstaði og Spóastaði eða Tyrðil-
mýri. Hví má ekki kenna bæina við spóa
eða haftyrðil eins og rjúpu og örn? Ætti
þá ekki að leggja niður Rjúpnafell og Arn-
arholt, þar sem þessir bæir eru líka nefnd-
ir eftir fuglum? Meðal þeirra bæjanafna,
er höf. fordæmir, eru „holtin“: Digurholt,
Dufþaksholt, Bolholt, Nefsholt og Raft-
holt. Ég sé ekkert athugavert við þau. Síð-
asta nafnið finnst mér alveg sérstaklega
viðkunnanlegt, af því að það minnir á, að
þarna hafi verið raftskógur til forna, og
er það mun tilkomumeira en t. d. Skógar-
holt, sem höf. mundi sjálfsagt ekkert hafa
við að athuga. Og hvað um jafn ágæt nöfn
eins og Þurá og Þröm? Og ekki má gleyma
Ketu, sem kennd er við tröllkonu, en höf.
setur í sama flokk. — Nei. Hér er alltof
langt gengið af glöggskyggnum manni.
í II. flokk hefi ég sett 35 nöfn (af þessum
100), sem eru fullkomlega viðunandi, þótt
þau séu ekki eins góð og hin, er ég hefi
sett í íyrsta ílokk. Þá eru aðeins eftir 27
nöfn af þeim sem höf. nefnir. Þetta eru
ílest nöfn, sem ýmist eru of löng og óþjál
eða hafa verið úr lagi færð á síðari tím-
um. Mörg þeirra þurfa umbóta við, án þess
að um nafnaskipti sé að ræða. En slíka
breytingar þarf að gera með fyllstu var-
kárni og af kunnáttumönnum. Aðeins örfá
nöfnin eru svo Ijót, að ekki er viðunandi,