Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1951, Side 30

Freyr - 01.08.1951, Side 30
266 PRE YR stórfellcl árás gerð í haglský. Var eytt sprengj- um fyrir 1200 krónur og annar kostnaður var nokkur, en talið er líklegt að él það, sem annars hefði komið, mundi hafa eyðilagt verð- mæti fyrir margfalda þá upphæð, sem til vai kostað. Frá H vanneyti i. Búfræðikandídatar útskrifaðir frá Hvanneyri 1951. Laugardaginn, hinn 9. júní, var slitiö framhaldsnámsskeiði í búfræðum, sem staöið hefir undanfarnin tvö ár á Hvann- eyri, og brottskráðust þaðan 6 kandídatar, eftirtaldir: Ingi Pétur Konráðs Hjálmarsson, Reykjavík Jón Ólafur Guðmundsson, Hvanneyri Kristinn Jónsson, Þverspyrnu Páll Sigmar Sigðjörnsson, Hjaltastað Sigfús Þorsteinsson, Sandbrekku Stefán Halldórsson, Hlöðum. Hæsta einkunn hlaut Páll Sigbjörnsson, 8,51. Við þetta tækifæri flutti skólastjórinn, Guðmundur Jónsson, ræðu og gerði grein fyrir tildrögum að framhaldsmenntun bú- fræðinga, en það mál kom fyrst til umræðu fyrir 30 árum, var til umræðu á Búnaðar- þingi og Alþingi, en af íramkvæmdum varð fyrst árið 1947. Fyrsti hópurinn útskrifað- ist vorið 1949 og annar í þetta sinn. Á Hvanneyri var allmargt manna saman komið þennan dag. Fóru skólaslit fram með virðulegri viðhöfn og töluðu þar ýmsir, auk skólastjórans, og báru fram óskir um vegsauka og velgengni þeirra, sem búa sig undir æfistörf á vettvangi landbúnaðar. Af kandídötum þeim, er brottskráðust í þetta sinn, hefir einn þegar fengið atvinnu, tveir fara utan til framhaldsnáms en hinir hafa enn eigi fengið föst framtíðarstörf. Frá vinstrr Páll- •^igbjörnsson, Kristinn Jónsson, Sigfús Þorsteinsson, Pétur Konráðsson, Jón Olafur Guðmunds- son, Stefán Halldórsson. II. Útskrifaðir búfræðingar frá Hvanncyri vorið 1951. Eftir tveggja vetra nám: Alfreð Pétursson, Fagurhól, Vopnafirði Birgir Bjarnason, Bolungavík Einar Eylert Gíslason, Reykjavík Geirmundur Finnsson, Geirmundarstöðum, Skarðsströnd, Dal. Halldór Jónsson, ísafirði Haukur Sveinbjarnarson, Snorrastöðum, Kolbeinsstaðahr., Hnapp. Hörður Jónsson, ísafirði Ingi Andrés Trausti Karlsson, Hala, Rang.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.