Freyr - 01.08.1951, Page 33
FRE YR
269
Spurningar og svör.
Sp. 42: Hver reynsla er fengin um fyrningu á vot-
heyi og hvers ber að gæta um meðferð og frágang á því?
B. J.
Svar: Þegar hætt er að gefa úr votheyshlöðunni að
vori eða sumri, er sjálfsagt að hafa yfirborð fóðursins svo
jafnt og slétt sem hægt er og bezt er að þekja það með
einhverju efni, sem útilokar súrefni loftsins eða takmark-
ar aðgang þess svo sem unnt er.
Þegar fylla skal í hlöðuna að sumrinu, ofan á hinn
fyrnda stabba, skal fyrst taka það, sem lagt hefir verið
ofan á til varnar og þar næst það Iag, sem kann að hafa
skemmst frá því hætt var að gefa. Þetta skemmda vot-
hey, ef eitthvað er, er sjálfsagt að Ieggja til hliðar og nota
aftur sem varnarlag þegar gengið er frá yfirborði vot-
heysins í hlöðunni að haustinu. Hafi það þorrnað verður
að bleyta það rækilega áður en það er sett ofan á. Mynd-
ast þá auðveldar úr því loftþétt lag undir vatnsþéttum
pappír, torfi eða öðru, sem ofan á það kann að vera lagt
eða þetta gallaða fóður er troðið vandlega og þannig
láti ðmynda Ioftþétt Iag, sé það til þess fallið.
Sp. 43: Hvers er að gæta um vetrargeymslu diesel-
véla, t. d. þeirra, sem eingöngu eru notaðar við súgþurrk-
un •— og hvert er helzt að snúa sér um athugun og eftir-
lit með þeim, að notkun lokinni? B. J.
Svar: Aður en dieselvél er lagt um lengri tíma ber
að athuga eftirfarandi:
Láta vélina ganga þangað til hún er orðin eðlilega heit.
Taka leiðsluna frá brennsluolíugeymi, láta endan ofan
í ílát með ryðvarnarolíu þynntri í steinolíu, setja í gang
vélina og láta ryðvarnarolíuna dragast inn í kerfið.
Tappa smuroiíu af dælu og gangráð og fylla með ryð-
varnarolíu.
Taka hliðarlok af brennsluolíudælu og bera ryðvarnar-
olíu á undir lyptuarma og gorma.
1 aka úr spissa, hreinsa þá upp og smyrja með vaselíni.
Setja 2—3 matskeiðar af ryðvarnarolíu inn á hvern
cylinder.
Tappa smurolíu af pönnunni, fylla með ryðvarnarolíu
og snúa vélinni nokkra hringi.
Bera ryðvarnarolíu á ventla, gorma, undir lyftuarma
svo og alla utanáliggjandi hluta vélarinnar, sem hætta er
á að ryðgi.
Tappa vatni af vatnskassa og blokk.
Taka frá rafgeyma séu þeir notaðir.
Æskilegt er að vélinni sé snúið nokkra snúninga einu
sinni á hálfum mánuði eða svo, meðan hún er ekki í
notkun.
Sé enginn maður á staðnum fær um að búa vélina
undir geymslu ber að leita til nærliggjandi verkstæðis.
E. E.
Sp. 44: Tapar lýsi fóðurgildi við það að vera sett
saman við hey í heystæði eða hlöðu að sumrinu, um leið
og heyinu er komið fyrir? J. Olafsson.
Svar: Ekki er oss kunnugt um neinar tilraunir né
rannsóknir um þetta efni en víst má telja að lýsið tapi
verulegu eða miklu gildi við þessa meðferð. Lýsi þránar
eða harðnar við að súrefni blandast því, en þrátt lýsi
getur verið hættulegt og víst er að það hagnýtist ekki
eins vel og nýtt og gott lýsi, því að ný efnasambönd
myndast við samlögun súrefnisins. Þar að auki má gera
ráð fyrir að vitamín þau, sem í lýsinu eru, fari forgörð-
um að verulegu leyti. Við íblöndun í heyið má gera
ráð fyrir að allt þetta fari fram og má því mæla með
notkun lýsis að vetrinum í stað þess að blanda því
í hey að sumrinu.
Sp. 45: Hvað skeður þegar hið nýja ryðvarnarefni
Ferro-bet er borið á járn og umrætt efni ver það ryði
um alla framtíð? T. E.
Svar: Norðmenn segja: „Ferro-bet drepur ryð.“ Það
ummyndar ryðið í dökkgrátt efni, sem er óskaðlegt járn-
inu. Allt laust ryð skal bursta eða skafa af járninu. Bera
skal síðan Ferro-bet á með bursta eða pensli. Þegar Ferro-
bet er orðið þurrt skal mála yfir það áður en það nær
að blotna af regni. Meðan málningin er ósködduð á nú
ekki að geta myndast ryð á járninu. Til þess að hreinsa
ryð af smærri hlutum skal leggja þá í ílát með Ferro-bet.
Ryðið losnar alveg af á langri eða skammri stund eftir því
hve mikið ryð er á hlutunum. Það sem raunverulega fer
fram er, að nýtt efni myndast af ryði og Ferro-bet, það
bindzt járninu og ver frekari skemmdum.
K. G.