Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1952, Qupperneq 3

Freyr - 01.09.1952, Qupperneq 3
XLVII. ARGANGUR NR. 18 REYKJAVÍK, SEPTEMBER 1952. Orf og hrífa Á þessari öld véla og vélgengis finnst sumum það nokkuð utan gátta að minnast á handverkfæri eða önnur tæki, sem afar okkar og feður — og meira að segja við sjálfir, margir hverjir — notuðum og skoð- uðum sem afbragðs hjálparmeðul til þess að skila viðunandi eða góðum dagsverk- um í hversdagsstörfum. En þó að vélaöldin sé almenrl getur það ekki talizt utan gátta að minnast á orf og hrífu. Ennþá eru þessi tæki í tízku og verða það um langa stund, þó að afrek þeirra séu ekki svo víðtæk sem áður var. En þessi tæki hafa tekið endurbótum all- miklum frá því, er áður gerðist. Stærsta stökkið í þeim efnum hefir eflaust gerst þegar fyrirtækið „IÐJA“ á Akureyri hóf framleiðslu á amboðum úr aluminium, eða alumini, eins og málmur þessi jafnan er nefndur á íslenzku. í tilefni af að Iðja er tvítug á þessu ári átti Freyr tal við upp- hafsmann og uppfinningamann alúmínam- boðanna, Sveinbjörn Jónsson, til þess að grennslast um athafnir Iðju í þágu ís- lenzkra bænda. —• Það eru nú 20 ár síðan þessi fram- leiðsla hófst, tjáir Sveinbjörn. Frumkvæð- ið að því, að alúmínamboðin urðu til, átti eiginlega bóndadóttir úr Vatnsdal, Stein- unn Frímannsdóttir, er síðar gerðist hús- freyja á Möðruvöllum. Hún hafði svo oft kennt í brjósti um veslings stúlkurnar, sem þráfalt hlutu að raka með vatnsósa tréhríf- um. — Og þú lagðir heilann í bleyti til að ráða bót á þessu? — Ja-á, ég gerði það og það tók mig tvö ár að finna út, hvernig bezt mundi að gera haus og skaft úr rörum. Lengst vafðizt það fyrir mér hvað rörin ættu að vera sver og úr hvaða alúmini. — Léztu ekki prófa þær fyrstu áður en eiginleg framleiðsla hófst? — Jú, við vorum að reyna þetta, en fram- leiðslan var ekki mikil í byrjun. Það var ár- ið 1932 að ég hafði tvær alúminhrífur á iðnsýningunni í Miðbæjarskólanum hér í Reykjavík. Ég átti þá heima á Knararbergi við Akureyri, en á leiðinni suður sýndi ég Halldóri heitnum skólastjóra á Hvanneyri, I

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.