Freyr - 01.09.1952, Síða 5
FREYR
287
um við enga tilhneigingu haft til þess að
auka ágóðann. Starfsmennirnir fá sitt
taxtakaup og viðhald verkstæðis og véla
tekur ágóðann ef einhver er. f vetur urð-
um við að fá lán úr Iðnlánasj óði til þess
að geta fengið nýja skaftavél.
— Og þið hafið þá ekki einu sinni aura
til þess að halda upp á tvítugs afmælið?
— Jú, upp á afmælið viljum við halda, en
ekki með veizluhöldum né sóun fjármuna.
Þegar fyrirtækið var 15 ára fórum við í
Vaglaskóg með fáeina vildarvini þess og
borðuðum þar venjulegan íslenzkan sveita-
mat.
— Og það sama ætlið þið svo að gera
á tvítugsafmælinu?
— Tvítugsafmælið ætlum við að marka
með því að fara í Svarfaðardal. Þaðan er
ég ættaður eins og þú og ég held tryggð við
frændur og vini þar. Þar ætlum við að
borða venjulegan miðdagsmat og hafa með
okkur þar fáeina vini, eins og t. d. Glsla á
Hofi, þennan áttræða öldung, sem alla tíð
hefir verið einn af mestu bændasmiðum
þessa lands. Hann befir manna bezt kunn-
að að gera við amboð og verkfæri öll og
vélar. Hann á ennþá fyrstu sláttuvélina,
sem kom í dalinn —- Deering vélina, sem
nú er fertug og enn er nothæf.
En nú er eiginlega ekki fleira að segja
af þessari starfsemi okkar Lárusar annað
en að við viljum halda Iðju í horfinu úr
því að hún náði tvítugs aldri.
G.
Lerkiskógur á Austurlandi
Eins og skáldið segir, var landið fagurt
og frítt. Þá í upphafi íslandsbyggðar klæddi
björkin allt láglendi landsins. Nú er megn-
ið af þeim skógi horfið. Mikið af frjósömu
landi hefir eyðilagzt um leið, sem sá gróð-
einn getur bætt upp aftur. Af því að í ljós
er komið, að loksins níunu brátt bætast við
í tegundahóp plönturíkis landsins og þau
eru með verðmætasta gróðri er til er, vakn-
ar sú spurning, hve mikið gagn þau muni
hafa fyrir líf okkar, sem byggjum landið.
Allir vita, að mest allt timbur á heims-
markaðinum er úr barrtrjáaviði. Til húsa-
smíða og heimilisþarfa, klæða og skæða, er
timbur ómissandi. Það er því ekki mikið þótt
margir fari að hugsa um, hve mikið beri að
gera fyrir þennan gróður.
Þeir sem hafa séð, að hann getur vaxið
hér og vita, að hann getur einnig grætt ó-
gróið land og veitt öðrum nytjagróðri skjól
og vernd, eru sannfærðir um, hvert pláss
honum ber í gróðurriki landsins. Hver sem
sér lerkiskóginn á Hallormsstað og lerki-
lundinn og lerkiblettinn á Eiðum á Héraði,
er ekki í neinum vafa um, að það getur
rækt þessi hlutverk. Þessi skógur sýnir það,
í honum eru fólgin mikil verðmæti; þar er
hann nú, eftir 12 ára aldur, farinn að gefa
af sér það er um munar.
Breyting verður það, þegar hér og hvar
gefur að líta lerkiskóg á Fljótsdalshéraði.
Þau áhrif, sem maður verður fyrir, þegar
komið er inn í þennan skóg, líkjast því að
maður komi inn í höll. Trúlegt er, að það
borgi sig betur fyrir okkur að reisa slíka
höll en nokkrar aðrar.
Tré og jurtir eru einar um að búa til líís-
nauðsynjar úr jörðu og lofti. Sjáum viö því
enn gleggra, þegar við athugum það, hve
ræktun þess er mikilsvirði. Það er því auö-
skilið mál, að bezt er að sem flestir veiti
uppbyggingunni í gróðurríki landsins li'ð,
færi það út og auki gæði þess.
Páll Guttormsson
á Hallormsstað.