Freyr - 01.09.1952, Qupperneq 6
GUÐMUNDUR ÞORLÁKSSON:
Hópf erðir
Mjólkurfélags Reykjavíkur 1951
i.
í janúarblaði Freys þ. á. segir Ragnar
Ásgeirsson frá bændaför Borgfirðinga aust-
ur um Suðurlandsundirlendið síðastl. sum-
ar, og einnig frá annari ferð, sem Mikla-
holtshreppsbúar fóru til Norðurlands í til-
efni af 40 ára afmæli Búnaðarfélags
hreppsins.
Ragnar segir svo í upphafi greinar sinn-
ar: „Á síðastliðnu sumri var aðeins farin
ein kynnisför bænda og voru það Borg-
firðingar, sem lögðu land undir fót að
þessu sinni.“ — Hér er þannig frá sagt, að
ekki er ástæðulaust að bæta nokkru við frá-
sögn Ragnars, þótt það verði ekki eins ít-
arlegt og vera mætti.
Þótt þessi Suðurlandsferð Borgfirðing-
anna hafi verið eina hópferðin, sem farin
var á vegum Búnaðarfélags íslands, voru
um sama leyti farnar tvær aðrar hópferð-
ir, sem engu síður mega teljast bændaferð-
ir, en það voru hópferðir Mjólkurfélags
Reykjavíkur vestur og austur um land.
Ferðir þessar voru farnar síðast í júní og
fyrst í júlí og voru þátttakendur í hvorri
ferð mun fleiri en í Borgfirðingaförinni.
í báðum þessum ferðum tóku þátt 232
menn samtals, karlar og konur. Að lang-
mestu leyti voru þetta bændur og húsfreyj -
ur á félagssvæði Mjólkurfélags Reykjavík-
ur, en það nær yfir Borgarfjarðarsýslu,
sunna.r Skarðsheiðar, Kjósarsýslu alla og
Gullbrii.gusýslu. Hvor þessara ferða var því
fyrst og Jremst „bændaför“ og báðar tók-
ust þær með þeim ágætum, að vert er að
þeirra sé að einhverju getið í „stéttarblaði"
bændanna.
Frumkvæðið að þessum ferðalögum átti
stjórn Mjólkurfélagsins, en allan undir-
búning og fararstjórn annaðist Oddur
Jónsson, forstjóri félagsins, og var það allt
svo vel af hendi leyst, að betur verður varla
gert.
Að sjálfsögðu voru ekki sömu þátttak-
endur í báðum ferðunum. Menn máttu
velja um, hvort þeir kysu fremur að fara
austur eða vestur, og varð nokkurn veginn
jöfn þátttaka í báðum, þó aðeins fleiri í
vesturförinni. — Þátttaka varð nokkuð
jöfn úr hreppunum (miðað við tölu félags-
manna), nema Borgfirðingar voru fámenn-
astir og var það að sjálfsögðu vegna Bænda-
farar B. í., þeirrar, sem Ragnar segir frá.
II.
Vesturferðin hófst að morgni þ. 29/« 1951
og voru farartækin 5 langferðabílar. Ekið
var sem leið liggur um Mosfellssveit, Kjal-
arnes og Kjós, fyrir Hvalfjörð, út fyrir
Hafnarfjall og staðnæmst við Hvítárbrú,
en þar var framreiddur hádegisverður. —
Þaðan var haldið í einum áfanga til Búð-
ardals og drukkið þar kaffi. Áfram var
haldið fyrir Hvammsfjörð að Ásgarði og út
Fellsströnd, með stuttri viðkomu að Stað-
arfelli, „fyrir Klofning“, sem kallað er, og
inn Skarðströnd. Leiðin fyrir Klofning er
mjög falleg, en að þessu sinni naut ekki
útsýnisins sem skyldi. — Staðnæmst var
að Skarði á Skarðströnd sem talið er elzta
óðal á landi hér. Frá Skarði var haldið við-
stöðulaust að Bjarkarlundi, þar sem öllum
var búinn góður beini. — Ekki var hægt að
hýsa allan þennan stóra hóp í Bjarkarlundi
og hafði því nokkrum verið útveguð gisting
á næstu bæjum.
Næsti dagur var bjartur og fagur. Ráð-
gert hafði verið að fara þennan dag um ná-
grenni Bjarkarlunds, að Reykhólum, Kolla-
búðum, Skógum (fæðingarstað Matthíasar