Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1952, Qupperneq 7

Freyr - 01.09.1952, Qupperneq 7
FREYR 289 Jochumssonar) og jafnvel víðar, og var það nú gert og meira til. Um morguninn var farið um Barmahlíð að Reykhólum og var skemmtilegt að lit- asfc þar um. Sigurður Elíasson, tilrauna- stjóri, tók á móti ferðahópnum og gaf glöggt yfirlit yfir helztu framkvæmdirnar, sem þar hafa verið gerðar og það sem fram- undan væri á næstunni. Fallegt er á Reyk- hólum og enn staðarlegra verður þar, þeg- ar þær framkvæmdir, sem þar eru áætlað- ar, eru komnar lengra á veg. Þegar komið var frá Reykhólum var sezt að dagverði í Bjarkarlundi og var þá til- kynnt, að þeir sem það vildu ættu kost á að fara vestur yfir Þorskafjarðarheiði að ísafjarðardjúpi. Var það þakksamlega þeg- ið af öllum þorra ferðafélaganna, eða um 100 manns. — Þorskafjarðarheiði er um 500 m yfir sjó og var lengi erfiður fjallveg- ur. Á síðustu árum hefur vegurinn yfir hana verið stórum endurbættur og er nú mjög greiðfær þegar snjóalög torvelda ekki umferðina. Útsýnin af Þorskafjarðar- heiði var dásamleg og þó var skyggn- ið qkki sem ákjósanlegast. Sást allt með Snæfjallaströnd í fjarsýn og virtist hún nú bera nafn með réctu. Farið var til Arngerðareyrar, dvalið þar nokkra hríð og litast um. Þótti mörgum þetta einna skemmtilegasti áfangi ferðarinnar, þótt all- ir væru þeir hver öðrum ánægjulegri. Sunnudaginn 1. júlí var lagt af stað heimleiðis eftir að morgunverðar hafði verið neytt og þeim Bjarkarlundarhjónum þakkað fyrir ágæta aðbúð og umhyggju- semi á allan hátt. Á suðurleið var farið heim að Ólafsdal og litið yfir það helzta, sem þar var að sjá. Þegar komið var í Saurbæinn, var farin hin vanalega leið um Svínadal og áfram allt til Búðardals, en þar var numið staðar og drukkið kaffi. Frá Búðardal var farið upp að Hjarðarholti og dvalið þar nokkra hríð, m. a. var kirkjan skoðuð og þótti öll- um hún sérstaklega falleg og sérkennileg. Hjarðarholt stendur hátt og er víðsýnt þaðan og fallegt um að litast. í Dölum vestra er sérstaklega mikið um fornfræga sögustaði eins og kunnugt er og þótti mörgum mikill fengur að fá tækifæri að sjá marga slíka staði, þótt ekki væri nema í svipleiftri skyndiferðar. En marg- ur hefði kosið að geta „komið við“ á fleiri stöðum en gert var, en slíkt hlýtur að vera takmörkum bundið á svona ferðalögum. Annars hafði þessi vesturferð sér það til ágætis, meðal margs annars, að þar sem hægt var að koma því við var ekki farin sama leið til baka og því meira séð og víðar komið við en vanalegt er í slíkum lang- ferðum. Brátt voru Dalirnir að baki, en Bratta- brekka fram undan, sem nú þótti ekki leng - ur brött, a.m.k. ekki samanborið við Þorska- fjarðarheiði og suma aðra vegarkafla, sem farnir höfðu verið. Þegar komið var suð- ur yfir var „efri leiðin“ farin, yfir Norð- urárbrú og Stafholtstungur, yfir Hvítá um Kláffossbrú, fyrir framan Borgarfjarðar- dali og niður að Hvítárvöllum og staðnæmst þar. Eftir nokkra viðdvöl hjá Hvítárbrú var haldið til Hvanneyrar, en þangað hafði Guðmundur Jónsson, skólastjóri, boðið öllu ferðafólkinu. Skólastjóri tók á móti öll- um af alúð og mikilli rausn og voru gest- unum sýnd hús og helztu mannvirki stað- arins. Var þar margt að sjá. Skólastjóri skýrði frá mörgum framkvæmdum, sem þar hafa verið gerðar og hverja raun ýms- ar nýjungar hafa gefið, sem þar hafa ver- ið reyndar. Einnig gat hann um helztu verkefni, sem framundan væru. Yfir borð- um voru fluttar nokkrar ræður og þakkað fyrir góðar móttökur, en íslenzkum land- búnaði og forsvarsmönnum hans árnað allra heilla. — Þessi kvöldstund á Hvann- eyri var öll hin ánægjulegasta og minnis- stæð. Þegar komið var móts við Saurbæ á Hvalfjarðarströnd var staðnæmst og kvaðzt, því nú dró brátt að leiðarlokum. Fararstjóri þakkaði þar ferðafólkinu fyrir ánægjulega samveru og ágæta framkomu í hvívetna, en honum var þökkuð ágæt fararstjórn og umhyggja á þessu ánægju- lega og örðulausa ferðalagi. Öllum var skilað til síns heima og næsta dag gengu menn hressir og heilir til sinna vanalegu starfa, með ferska endurminn-

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.