Freyr - 01.09.1952, Side 8
29Ó
FR8TR
ingu um ógleymanlega ánægjuríkt og
happasælt ferðalag.
III.
Austurferðin var farin viku seinna. Lagt
var upp frá Reykjavík 6. júlí, 112 manna
hópur í bílum.
Á Kambabrún var fyrst staðnæmst, en
þaðan er víðsýnt, eins og kunnugt er, þeg-
ar skyggni er gott, og svo var nú. Farar-
stjórinn kynnti helztu staði innan sjón-
deildarhringsins og ennfremur gaf hann, í
stórum dráttum, yfirlit um tilhögun ferð-
arinnar og lýsti leiðinni sem farin yrði.
Næst var staðnæmst á Selfossi og neytt
hádegisverðar. Síðan var haldið sem leið
liggur austur um Flóa, Holt, Rangárvelli,
Hvolhrepp og inn í Fljótshlíð að Sámsstöð-
um. Þar tók Klemenz tilraunastjóri á móti
ferðafólkinu og sýndi það helzta sem þar er
að sjá og skýrði í stórum dráttum frá hinni
fjölþættu starfsemi þar. Þar gat að líta
garðrækt, trjárækt, túnrækt, kornrækt,
frærækt og heymjölsvinnslu, og á þetta allt
er Klemenz jafnvígur. Eftir að honum
hafði verið þakkaðar fróðlegar upplýsing-
ar, var haldið áfram inn Hlið að Múlakoti.
Þar var að sjálfsögðu „gengið í garðinn“ og
þótti mönnum mikið til um fegurð hans.
Slíka heimilisprýði hefði margur kosið að
hafa við híbýli sín.
Frá Múlakoti var haldið nokkru lengra
inn Hlíðina og síðan niður „Aurana“ að
Markarfljótsbrú. Tilkomumikil þóttu
mönnum Eyjafjöllin í allri sinni fjöl-
breyttni, fegurð og hrikaleik.
Þegar kemur austarlega á Skógasand ber
enn eitt undur fyrir augu okkar vestan-
manna, en það er angi úr Sólheimajökli,
sem skríður þarna kaldur og ákveðinn alveg
niður í byggð.
Þegar kemur í Mýrdalinn þykir mörg-
um það athyglisverðast, hversu allt er vaf-
ið samfelldum gróðri allt til efstu fjalla-
brúna. Er það næsta ólíkt og hér syðra og
víðar á leiðinni austur um. Það er ein-
kennilegt, hversu landið gjörbreytist um
Hólmsá. Vestan við ána er flatt land og
sandauðn, en að austan þetta yndislega
fíngerða kjarr, sem þekur vinalegar brekk-
ur. Skaftártungan er hlýleg sveit og nú
sér til Síðufjalla. Þegar kemur austur í Eld-
hraunið blasa við okkur tveir gamlir og
góðir kunningjar úr Skaftáreldasögum
Jóns Trausta, bæirnir Holt og Skál. — Við
Skaftárbrú förum við fram hjá dælustöð-
inni, sem eys frjómögnuðu vatninu úr ánni
upp á Stjórnarsand, svo nú er hann tekinn
að gróa.*)
Á Kirkjubæjarklaustri var öllum veittur
góður beini, en þetta var svo fjölmennur
hópur, að ekki gátu allir gist þar og hafði
T ið leiðina meðfram Eyjafjöllum gncefir Nupakots- *) Um þessa merkilegu ræktunartilraun er getið í
núpur hár og hrikalegur. Frey nr. 20-21 1950. - Höf.