Freyr - 01.09.1952, Side 9
FREYR
291
því sumum verið útveguð gisting á næstu
bæjum. Undu allir sínu hlutskipti vel, enda
voru staðirnir hver öðrum betri.
„Við Skaftárbrú fórum við framhjá dœlustöðinni, sem
eys frjómögnuðu vatninu úr ánni á Stjórnarsand, svo
nú er hann tekinn að gróa."
Á Kirkjubæjarklaustri er fagurt og til-
komumikið um að litast. Um morguninn var
staðurinn og næsta nágrenni hans skoðað
undir leiðsögn Valdimars Lárussonar gest-
gjafa. Eftir hádegi var sezt í bílana og ek-
ið austur á Síðu, allt að Hverfisfljóti, og
hafði nú séra Gísli Brynjólfsson leiðsögu.
Fyrst var staðnæmst við Dverghamra og
þeir skoðaðir. Þar lýsti séra Gísli afstöðu
sveitanna austan Mýrdalssands hverrar til
annarar. Hrikalegar og margbreytilegar eru
bergmyndanirnar víða á Síðu, en grösugt
og búsældarlegt er þar víða. Þegar komið
var austan að, var numið staðar á Stjórn-
arsandi, skoðaður nýgræðingurinn austan
við veginn og hið einkennilega „kirkju-
gólf“. Síðan var haldið yfir Skaftárbrú og
niður að Þykkvabæ í Landbroti og gengið
á einn af þessum mörgu hólum, sem ein-
kenna svo mjög landslagið þar. Þaðan sá
allvítt yfir sveitina, meðal annars höfuð-
bólið Seglbúðir, þar sem Helgi Jónsson gerði
garðinn frægan, en lézt löngu fyrir aldur
fram, öllum harmdauði, sem til hans
þekktu.
Þegar komið var úr þessu ferðalagi, var
sezt að kvöldverði og að honum loknum
var slegið upp „balli' og dansað allt til
miðnættis.
Sunnudagsmorguninn 8. júlí var haldið
af stað heimleiðis eftir að neytt hafði ver-
ið ágætis morgunverðar og þeim Klaustur-
bræðrum þökkuð hin prýðilega fyrir-
greiðsla þeirra. Komið var við í Hafursey og
gengið upp á „eyna“. Skyggni var nú betra
en í austurleiðinni og sást nú vel til Hjör-
leiðshöfða og eins til Mýrdalsjökuls. í Vík
var etinn hádegismatur og síðan haldið að
Skógafossi og staðnæmst þar. Nokkrir úr
hópnum héldu þó áfram út með Eyjafjöll-
um og hugðust klífa í Paradísarhelli, sem
ýmsar þjóðsögur eru tengdar við, en Jón
Trausti hefir gert minnisstæðastan með
sögunni af Önnu frá Stóruborg (og Hjalta)
í „Góðum stofnum". Er að berginu kom,
sem hellirinn er í, réðu þegar í stað nokkr-
ir til uppgöngu, bæði konur og karlar; gekk
það öllum vel, en þó misjafnlega. Þótti
þeim, sem á horfðu, hér vera mikil raun
af hendi leyst, en hinir, sem í hellinn kom-
ust, sögðu, að ef ekki væri torveldara að
komast í þá fyrirheitnu paradís en þessa,
væri það leikur einn, og létu lítið yfir af-
reki sínu.
Við Selj alandsfoss sameinuðust hóparn-
ir aftur og varð þar nokkur viðdvöl og m. a.
gengið undir fossinn eins og títt er.
Nú voru Eyjafjöllin kvödd og haldið vest-
ur yfir Markarfljót og fram hjá Stóra-
Dímon, og nú blasti Fljótshlíðin við í allri
sinni dýrð.
Næsti áfangi var Gunnarsholt. Þar tók
Runólfur Sveinsson sandgræðslustjóri á