Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1952, Side 18

Freyr - 01.09.1952, Side 18
300 FREYR Fiðurskiptin. Það er lífeðlislegt fyrirbrigði að búfé gangi úr hárum og fuglar skipti fiðri með reglulegu millibili. Við þekkjum öll að hrossin ganga úr hárum á vorin. Kýrnar skipta jafnan hárum síðari hluta vetrar. Sauðfé gengur úr reifi á vordögum. Um fugla er það að segja, að þeir skipta líka um fiður og hér á norðurhveli heims virð- ist fiðurfelling tilheyra síðsumri og hausti, eða með öðrum orðum fara fram þegar starfinu í þágu viðhalds stofnsins er lokið. Fiðurfelling hænsnanna er venjulega í september eða október. En eins og þeir þekkja, sem hafa hænsni undir höndum eða kynni af þeim, ber það einatt við að hænsn- in fella á öðrum tímum. Snögg skipti á fóðri og aðbúð geta haft þau áhrif, að hæn- an fellir fiður að verulegu eða miklu leyti og á þessu er hætta á flestum tímum árs þó sjaldgæft sé íraman af vetri og um miðj- an vetur. En úr því kominn er marzmán- uður er algengt að hænur felli fiður. Sum- ar þeirra fella einnig aftur að hausti. Það er óheppilegt að hænur felli tvisvar á ári, því það leiðir til verulegs taps fyrir þann aðila, sem hefir hænsnin sér til nytja. Fiðurfelling er hreint lífeðlislegt fyrir- brigði, eins og að ofan greinir, og fyrir- brigði þessu fylgir annað, sem sé það, að eggjastokkar hænunnar starfa óreglulega, þeir verða fyrir áhrifum hormóna, sem verka þannig, að eggjamyndun takmarkast mjög. Það virðist sem sé liggja í eðli fugls- ins, að fiðurmyndun geti ekki átt sér stað þegar kynkirtlar starfa af fullum krafti, enda ekki óeðlilegt, því að til fiðurmynd- unar þarf mikla næringu alveg eins og til eggj af ramleiðslu. Það er allra bezt ef allar hænur vildu gera svo vel að fella fiður á þeim tíma, sem menn helzt vildu. Með því væri hægt að hafa vald á varpinu og dreifa því meira og jafnara yfir árið, en þetta er ekki hægt, því að eðli hænunnar virðist vera að hafa fiðurskipti á hausti. Nú er því framundan sá tími, er fiður- skipti fara fram. Ef menn vilja láta hæn- urnar fella á sem skemmstum tíma, er þetta hægt með því að breyta snögglega um fóð- ur og samtímis breyta hitastigi í húsinu. Af öðrum ástæðum getur þetta verið var- hugavert, svo varla er hyggilegt að gera það. En hitt er vert að muna, að þegar hænur eru í fiðurskiptum, er þeim nauð- synlegt að fá gott fóður og sérstaklega að fá talsvert mikið af próteini. Sumstaðar er kennt að gott sé að gefa hænsnum brennd horn, klaufir og þess háttar, þegar fiður- skipti standa yfir. Ekki mun vera vísinda- lega staðfest að þetta sé eftirsóknarvert. Hins vegar er ekki ósennilegt að þetta geti átt sér stað, því að efnaleg uppbygging fið- urs, og horna eða klaufa á jótrurdýrum eða öðrum spendýrum, er mjög áþekk og í hvorutveggja eru viss prótein-sambönd alveg eins. Hing vegar er það víst að við bruna rofna próteinsamböndin, svo það er í hæsta lagi frumefni þeirra, sem þá koma til greina við uppbyggingu fiðurs hjá hæn- unni. En það er ekki ómögulegt að þetta geti verið. Að minnsta kosti er það víst, að hænan eyðir minnstum tíma til fiðurskipta ef vel er við hana gert og hún mætir ekki missmíðum meðan á þessu stendur. Því ber að kappkosta að hlynna vel að hænunum um fiðurskiptatímann, svo að þær komist sem fvrst í varp aftur. Alifuglarœkt í U. S. A. Eggjaneyzla Svía er 180 egg á mann um árið eða y2 egg á dag. íslendingar borða í hæsta lagi y3 úr eggi á dag og nú líklega ekki nema um 100 egg á ári. Svíinn borðar um 2 kg. hænsnakjöt á mann árlega. íslendingar framleiða nálægt 50 smálest- um af hænsnakjöti á ári, að minnsta kosti, og ef það er allt borðað, er það um 350 grömm á mann. En svo er vitað, að í sveit- unum fer enn allmargt af hænsnunum á hauginn, og það dregst frá. Furðulegt, að fólk skuli borða sjófugl, en kasta hinu ljúf- fengasta kjöti, sem völ er á, þar sem hænsnakjötið er. Vestur í U.S.A. er miklu meira borðað af eggjum og hænsnakjöti en hér er greint. Þar er neyzlan 400 egg á mann árlega og þar borðar hver einstaklingur 14 kg af hænsnakjöti um árið. Hagskýrslur sýna, að

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.