Freyr - 01.09.1952, Qupperneq 20
302
FREYR
ræða grind, sem gerð er úr vinkiljárni og
því ekki hætt við að fúna eða gisna. Ekkert
er úr tré nema fótafjalir (fótskarir) og
setan. Á útbúnaði þessum er vatnshylki,
sem fest er á grindina. Er það úr gúmmí,
gert af gömlum hjólbörðum. Striginn í
hyikinu getur auðvitað fúnað en það end-
ist lengi og gisnar ekki.
Festing vatnshylkisins er örugg og auð-
velt að skrúfa hylkið af. Að öðru leyti virð-
ist umbúnaður góður. Til dæmis má geta
þess, að öxullinn, sem liggur í gegn um
steininn, hvílir í koparlegum báðumegin,
og sömuleiðis eru koparlegur á tengilið
sveifar og hlaupastelpu.
Útbúnaður þessi kostar á framleiðslu-
stað í Reykjavík 400 krónur, en um 475
krónur ef steinninn fylgir.
Fiskimjol
og lambablóðsótt
Halldór ráðunautur skrifar í maíblað
Freys um lambablóðsótt. Hvetur hann
bændur til að nota þau meðul, sem kunn
eru, við veikinni. Er þess full þörf að bænd-
ur taki mál þetta til athugunar, því veiki
þessi mun oft gera allmikið skarð í lamba-
hópinn. Ég hef oft ætlað að skrifa um
reynslu mína af þessum kvilla. En af því
hefir ekki orðið af tveim ástæðum. Önnur
ástæðan er sú, að það er alldjarft af ólærð-
um bónda að fara að skrifa um mál, er
læröu mennirnir hafa ritað mikið um og
hljóta að hafa meira vit á en við, þeir ó-
lærðu. En hin ástæðan er sú, að tími til
að grípa penna hefir verið hjá mér all tak-
markaður. Nú hefir skipazt svo málum, að
tími minn til bréfaskrifta er nægur, en
þróttur til annarrar vinnu enginn. Greindir
og athugulir bændur ættu ekki að líða
neinn skaða við að lesa um þetta fáein orð
frá ólærðum bónda, því sjálfráðir eru þeir
um, hvort þeir fara eftir ráðum mínum. Ég
hefi, í þau rúm 30 ár er ég hef hirt sauð-
fé, gefið því mat, því að beit er hér létt og
hey oft síðslegin og létt til fóðurs.
Fyrstu árin gaf ég aðeins síld eða síldar-
mjöl, en svo fór ég að gefa með rúgmjöl eða
fiskimjöl eða þá ég blandaði þessum þrem
tegundum saman. Ég þóttist verða þess
var, að lömbin urðu stæltari og hraustari
ef ég hafði fiskimjöl í matargjöfinni um
meðgöngutíma ánna. Fór ég því að hafa það
fyrir fasta reglu að gefa af því 5—10 gr
daglega, hverri á, seinni hluta vetrar, og
stundum allan veturinn. Þó vildi svo til,
að 3 sinnum, eitt og eitt ár í senn, gat ég
ekki gefið fiskimjöl, og 2 þau vor missti ég
lömb úr lambablóðsótt. Önnur vor hefir
ekki borið á veikinni hjá mér. Þriðja vorið,
sem ég gaf ekki fiskimjöl, bar ekki á lamba-
blóðsótt, en lömbin þó sjáanlega ekki eins
hraust og venjulega. Ég er því orðinn þess
fullviss, að fiskimjölsgjöf handa ánum
gerir lömbin hraustari og ómóttækilegri
fyrir öllum kvilum og þar á meðal lamba-
blóðsótt.
Mitt ráð er því þetta: Gefið ánum gott
fiskimjöl, helzt allan meðgöngutímann, 5
—8 grömm á dag hverri á, fyrstu 10—12
vikurnar og 8—10 grömm daglega, 8—10
seinni vikurnar. Gefið mjölið daglega. —
Sérstaklega má ekki verða uppihald á gjöf-
inni 6—8 síðustu vikurnar, því öll fóður-
breyting, síðustu vikurnar, er oft mjög
skaðleg og hefir stundum orðið bændum til
stórskaða. Þetta ráð hefir ekki útgjöld í för
með sér — eða sérstaka fyrirhöfn ef matur
er gefinn hvort sem er — því fóðurgildi
fiskimjölsins svíkur ekki. Athugið svo hver
niðurstaðan verður, því reynslan er alltaf
bezti kennarinn, ef allar ástæður eru at-
hugaðar af skynsemi og hleypidómalaust.
Magnús K. Árnason,
Krónustöðum.