Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2005, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2005, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ2005 Helgarblað DV > 4%. % 18 mánaða fangelsi fyrir morð Vand- ræðaungl- ingurinn Gary Prescott var aðelns dæmdur í þriggja ára fangelsi fyr- ir morðið á fjölskyldu- manninum Thomas Noble. Málið hefur vakið upp mikla reiði í Bret- landi, þvi líklegt þykir að Prescott þurfi aðeins að afplána 18 mán- uði afdómnum. Noble, sem var 52 ára, hafði gengið upp að Prescott og félögum eftir að þeir höfðu lent í rifrildi við dóttur vin- ar hans. Vitni segja að Prescott hafi öskrað á Noble og barið hann í höfuðið er hann gekk í burtu. Noble, sem var þriggja barna faðir, féll t jörðina meðvit- undarlaus og lést tveimur dögum seinna á sjúkrahúsi. Börn látin éta skít Kona sem hafði fósturbörn á heimili sinu hefur verið kærð fyrir illa meðferð á börnum. Ung stúlka lýsti fyrir rétti að konan hafi látið hana borða kjúklinga- og rottuskit á 15 ára dvöl sinni á heimilinu. önnur börn voru barin með járnstöngum og skorin með dósalokum á meðan konan fóstraði þau. Konan lét sum börn- in éta sína eigin ælu og drekka hland og klór. Kviðdómur í Bret- landi hefur heyrt hryllilegar lýs- ingar barnanna en konan neitar öllum ásökunum. Systkini finnast á lífi Ung systkini sem höfðu verið týnd i sex vikur fundust ný- lega í Idaho i Bandaríkj- unum. Barn- aníðingur- inn Joseph Edward Duncan er talinn hafa rænt systkinunum og myrt bróð- ur þeirra, móður og kærasta hennar. Hin 8 ára Shasta Groene sást i fylgd með Duncan. Hún seg- ir að þau systkinin hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi afDuncan. Níðingurinn er talinn hafa mis- þyrmt börnum síðustu 30 ár, en hann níddist á 5 ára stúlku þegar hann var sjálfur 12 ára. Saga Peters Limone er ekki einsdæmi. Hann var fundinn sekur um morö árið 1967 og dæmdur til vistar á dauðadeild. Peter hélt allan tímann fram sakleysi sínu og 33 árum síðar fékk hann frelsið aftur. Fjölskylda hans gafst aldrei upp og hann segir stuðning hennar hafa bjargað lífi sínu. Frjáls - effir 33 ér ímyndaðu þér það! Að vera handtekinn fyrir morð sem þú framdir ekki. Þú heldur fram sak- leysi þínu en þrátt fyrir allt ertu fundinn sekur og settur á dauða- deild. Þér er kastað inn í skítugan klefa og þú getur ekki annað en talið niður síðustu daga lífs þíns. En þú ert saldaus! Þú hefur ekkert gert rangt! Árin líða og áfrýjun eftir áfrýjun er hafnað. Allt í einu færðu að vita að þú ert frjáls - þú hafðir rétt fyrir þér. Þú ert saklaus. Þetta voru mistök. Þú mátt fara. Fara hvert? Gera hvað? Sólin skín í augun á þér þegar þú gengur út um fangelsishliðið og þú blikkar Sakamál augunum í von um að vakna ekki upp af þessum draumi. Þetta er ekki draumur. Lífið er byrjað aftur en verður það einhvern tímann eins? Martröð sem þessa hafa meira en 100 konur og karlar upplifað í Bandaríkjunum á síðustu 30 árum. Sum voru látin laus þegar DNA- rannsókn sýndi fram á sakleysi þeirra. Sumir fóru til fjölskyldna sinna, sem höfðu aldrei gefist upp á baráttunni, aðrir reyndu að byggja upp líf sitt að nýju. Enginn getur gleymt setningunni „þú ert frjáls, þetta voru mistök, þú mátt fara". Handtekinn fyrir morð Peter Limone var hinn full- komni eiginmaður og faðir sem var alltaf til staðar fyrir fjölskyldu sína. Hann lagði hluta launa sinna fyrir svo þau myndi aldrei skorta neitt. Einn daginn hvarf hann. Peter vann 12 tíma vaktir á dag sem rekstrarstjóri veitingastaðar en passaði sig á að missa aldrei af neinu sem skipti fjölskylduna máli. Þann 27. október 1967 ætlaði hann að koma eiginkonu sinni, Olympiu, á óvart í tilefni 10 ára brúðkaupsaf- mælis þeirra. Olympia beið í of- væni allt kvöldið en vissi að eitt- hvað hafði komið fyrir þegar Peter lét ekki sjá sig. Hún gat samt ekki gert sér grein fyrir alvarleika máls- ins. Mágur hennar færði henni hin- ar slæmu fréttir. „Peter hefur verið handtekinn fyrir morð." Olympia segist aldrei munu gleyma þessu kvöldi. „Ég sat og hugsaði um hvert hann ætlaði með mig í tilefni af- mælisins og fæ skyndilega þessi tíðindi að hann væri grunaður um morð. Ég var viss um að lög- reglunni hefðu orðið á mistök og að hann yrði kominn til mín um kvöldið." Dómarinn vaidi rafmagns- stólinn Peter kom ekki heim um kvöldið og ekki næstu 33 árin. Réttað var yfir honum og hann fundinn sekur og dæmdur til að eyða því sem eftir var lífsins á dauðadeild. Síðar var þeim dómi breytt í lífstíðarfcmgelsi. Fyrrum mafíósi hafði bent lögregl- unni á hann og sagt að Peter, ásamt þremur öðrum mönnum, hefðu myrt bófann Edwart Degan. Peter þekkti ekki mafíósann og hann þekkti ekki heldur mennina þrjá sem grunaðir voru um að hafa starfað með honum. Þegar hann var handtekinn var hann fullviss um að enginn kviðdómur myndi úrskurða hann sekan, ekki með þessi sönnunargögn. En kviðdóm- urinn gerði það samt og dómarinn sagði að hann yrði tekinn af lífi í rafmagnsstól. Peter, sem í dag er 69 ára, man lítillega eftir þeim skelfi- legu fréttum. „Ég var í algjöru sjokki. Mín íyrstu viðbrögð voru að hlæja. Ég held að kviðdómurinn hafi ekki verið ánægður með það. En ég gat ekki stjórnað tilfinning- um mínum, þetta var allt svo óraunverulegt. Lögfræðingurinn minn hafði sannfært mig um að þeir hefðu ekkert mál gegn mér," segir Peter. „Ég var hlekkjaður á höndum og fótum og færður út úr byggingunni í lítinn bfl. Næsta stopp var dauðadeild. Ég sofnaði stuttu eftir komuna þangað, en vaknaði um miðnætti og skildi ekki hvar í veröldinni ég var staddur." Spilling innan lögreglunnar Fjölskylda Limone yfirgaf hann aldrei. Olympia heimsótti hann tvisvar í viku og börnin hans fjór- um sinnum á ári. „Ég vissi að þótt aðstæðurnar væru erfiðar fýrir mig þá væru þær erfiðari fyrir þau," sagði Peter, sem passaði sig á að vera sterkur þegar þau komu til hans í heimsókn. „Líf mitt hafði verið eyðilagt en ég vildi að þau gætu lifað sem eðlilegustu lífi." Fjórum árum eftir sakfellinguna var dauðarefsingunni breytt í lífs- tíðarfangelsi. „Það sem við óttuðumst mest var að faðir okkar myndi deyja í fangelsi," sagði sonur hans. Tveir af hinum þremur mönnum sem voru dæmdir með Peter létust í fangelsi. Lögfræðing- urinn John Cavicchi, sem hafði far- ið með mál eins mannanna, ákvað árið 2001 að taka mál Peters að sér í sjálfboðavinnu. í rannsókn sinni fann hann út að á þessum tíma hafði verið afar mikil spilling innan lögreglunnar í Boston. „Þetta var hrikalegt mál og götin voru allstað- ar. Höfuðvitni hafði logið upp á Limone og þrátt fyrir að lögreglan vissi vel að Limone var saklaus héldu allir kjafti." Fjölskyldan hélt mér á lífi Þann 5. janúar 2001 ákvað dóm- arinn að fella dóminn úr gildi. „Þú ert frjáls. Þú mátt fara." „Auðvitað er ég bitur. Ég missti 33 ár úr lífi mínu. Ef ekki hefði ver- ið fyrir fjölskyldu mína þá hefði ég löngu gefist upp. Að hafa samein- ast þeim aftur er það besta sem komið hefur fyrir mig og þetta er eitthvað sem ég tek ekki sem sjálf- sögðum hlut. Limone kærði FBI og krafðist 375 þúsund Bandaríkjadala í skaðabætur. Sátt tókst með bæt- urnar en upphæðin hefur ekki ver- ið gefin upp. „Peningarnir eru fýrir börnin mín og barnabörn. Hve mikið? Ja, hvað er verðið fyrir 33 ár? Ég fæ enn þá martraðir og finnst erfitt að sofa í venjulegu rúmi. Ef ég heyri í flautu frýs ég og finnst ég vera kominn aftur inn bak við lás og slá." Breskur maður hefur verið dæmdur fyrir að stinga konuna sína 112 sinnum í afbrýðiskasti. Horfði á konuna sína elskast með ókunnugum Hinn breski Christopher Willsher hefur verið dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni. Sonur hjónanna sagði frá því í réttarsal í vikunni að hann hefði sér móður sína stunda kynlíf með ókunnug- um á meðan faðir hans horfði á. Jeanette Willsher, 48 ára, átti 14 bólfélaga síðustu tvö árin. Chris sagði í réttarsal að faðir hans hefði átt hugmyndina og að hann hefði alltaf horft á bólfarimar. Einn daginn varð Jeanette ást- fangin af einum ástmanni sínum, hinum 18 ára Sean Beaver. Sak- sóknarinn heldur því fram að eig- inmaður hennar hafi ráðist á Jea- nette í afbrýðiskasti og stungið hana 112 sinnum á heimili þeirra. Christopher hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi. Eldri sonur hjón- anna sagði eftir réttarhöldin: „Pabbi fékk eitthvað út úr því að horfa á mömmu með öðrum karl- mönnum og neyddi hana til þess að sofa hjá ókunnugum mönnum. Hann fékk það sem hann átti skilið." Jeanette Willsher Eigin- maður hennar vildi horfa á hana elskast með ókunn- ugum en missti stjórn á sér þegar hún varð ástfangin afeinum ástmannanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.