Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2005, Blaðsíða 8
8 LAUCARDAGUR 9. JÚLl2005 Fréttir DV í gær féll dómur yfir Magnúsi Einarssyni sem myrti eiginkonu sína, Sæunni Pálsdóttur. Hann kyrkti hana með því að bregða þvottasnúru um hálsinn á henni og herða að. í vitnaleiðslum í málinu sagði Magnús að Sæunn hafi beðið um hjálp við að deyja. Dómurinn hafnar þeirri fullyrðingu. Faðir Sæunnar segir dóminn vera skandal fyrir íslenskt réttarkerfi. „Hann drepur dóttur ___f._____________________IÍUH mina og sleppur lett Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær Magnús Einarsson í níu ára fangelsi. Hann varð Sæunni Pálsdóttur, eiginkonu sinni, að bana. Faðir Sæunnar undrast dóminn. Hann telur að beita hefði átt fullum refsiheimildum og dæma Magnús í 16 ára fangelsi. „Ég skil ekkert í þessum dómi,“ segir Páll Einarsson, faðir Sæunn- ar, sem telur að Magnús hefði átt að fá 16 ára fangelsi. Magnús hélt því fram fyrir dómnum að Sæunn hefði verið honum ótrú. Hann hafi því verið í slæmu andlegu ástandi, örvinglaður og gripinn ofsahræðslu þegar hann framdi verknaðinn. Dómurinn metur hið sálræna ástand honum til refsilækkunar. „Ég held að þetta hljóti að hræða margar eiginkonur landsins; að hvað sem er geti verið gert við þær, bara ef maðurinn segir þær vera ótrúar. Skandall," segir Páli. Dómurinn er skandall Páll var nýkominn úr fru frá Ólafsvík með bömum Sæunnar þegar DV færði honum tíðindin af dómnum. Á Ólafsvík hafði Páll farið Þrfr dómarar við Héraðsdóm Reykjaness kváðu upp dóminn yfir Magnúsi Einarssyni. Einn dómar- anna er Guðmundur L. Jóhannes- son. Dómar Guðmundar hafa áður verið umdeildir. Árið 2004 refsaði hann ekki manni að nafni Kjartani Gunnarssyni sem fundinn var sekur um að hafa beitt eiginkonu sfna of- beldi. Kjartan var ákærður fyrir að hafa ráðist að eiginkonu sinni, tekið hana hálstaki og hrint henni til og frá. Sjálfur játaði Kjartan að hafa „tuskað hana tll." Kjartani var hins vegar ekki refsað. Ástæðan var sú að Kjartan hélt því fram fyrir dómn- um að eiginkonan hefði haldið framhjá sér. Þvf hafi konan verið völd að barsmfðunum. Niðurstaðan var skilorðsbundinn dómur. Dómurinn vakti mikla reiði. Hæsti- réttur komst sfðar að því að þegar gögn málsins væru skoðuð „er hvorki f Ijós leitt að konan hafi gefið að veiða og siglt á kajak með böm- um Sæunnarheitinnar. „Mér finnst þetta einfaldlega vera skandall fyrir íslenskt réttarkerfi," sagði Páll og bætti við. „Hann drepur dóttur mína og sleppur létt." í ójafnvægi Það var aðfaramótt mánu- dagsins 1. nóvember 2004 að lög- reglan í Kópavogi fékk tilkynn- ingu um manndráp að Hamra- borg 38. Lögreglumennirnir tveir sem fyrstir vom á vettvang segja að Magnús hafi beðið þeirra á stigapallinum, greinilega í upp- námi. Áður en Magnús hringdi í lögregluna hafði hann hreinsað burt vegsummerki. Hann hringdi í prest áður en hann hringdi í lög- regluna. í vitnaleiðslum í málinu þann 25. maí sagði Magnús að um nótt- ina örlagaríku hafi Sæunn skyndilega komið upp í rúm til hans í miklu uppnámi. Að sögn Magnúsar var hún í sjálfsmorðs- hugleiðingum og hafi í sífellu ver- ið að biðja hann um að hjálpa sér að deyja. Skyndilega hafi hún brostið í grát og sagt honum allt af létta af meintu framhjáhaldi sínu. Magnús sagði hræðslutilfinn- ingu hafa gripið um sig og þegar Sæunn bað hann enn einu sinni að Ofbeldismönnum ekki refsað ákæröa tilefni til árásarinnar né að til átaka hafi komið milli þeirra." Kjartan fór þó ekki f fangelsi heldur fékk hann þriggja mánaða skilorðs- bundínn dóm. Jón Steinar Gunn- laugsson hæstaréttardómari vildi sleppa Kjartani algjörlega vegna neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um hans mál. Nú virðist Guðmundur Jóhannesson dómari hafa beitt svipaðri röksemd arfærslu um mál Magnúsar Einars sonar. Við það er Páll Einarsson, faðir Sæunnar, ekki sáttur. hjálpa sér að deyja hafi hann gripið þvottasnúru og þétt fast að hálsi hennar. Þessa frásögn telur dómur- inn vera ótrúverðuga. Andlegt ójafnvægi Áverkar á líki Sæunnar, um- merki í íbúðinni og framburður ná- granna benda til þess að átök hafi átt sér stað skömmu fyrir dauða Sæunnar og það fær stoð í krufii- ingsskýrslu. f málsniðurstöðum segir að Magnús hafi verið reiður, afbrýðisamur og niðurlægður og ekki fari á milli mála að hann hafi verið í andlegu ójafnvægi og ráð- villtur umrædda nótt. Ekki ásetningur Að mati dómsins er talið „ósannað að ákærður hafi haft fyr- irfram mótaðan ásetning til að bana konu sinni." Það er mat rétt- arins að um skyndiásetning hafi verið að ræða sem hafi mótast rétt fyrir kyrkinguna. Eins og áður hefur komið fram var ástand Magnúsar þegar hann framdi verknaðinn talið honum til refsilækkunar. Það er hins vegar talið honum til refsiþyngingar að hann brást ekki við strax eftir að honum rann reiðin. Þá fann hann ennþá Ufsmark með Sæunni. í stað þess að hringja á neyðaraðstoð af- máði hann vegsummerki. Um tíu milljónir í skaðabæt- ur Að auki við m'u ára fangelsisvist- ina var Magnús dæmdur til að greiða dóttur sinni rúmlega fimm milljónir í skaðabætur, syni sínum tæpar sex milljónir og foreldrum Sæunnar sitthvora milljónina. Að auki þarf hann að greiða veijanda sínum tæpa milljón í málsvamar- laun og annan sakarkostnað upp á tæpa eina og hálfa milljón. johann@dv.is I Kjartan Ólafsson | IBarðikonusínaen I var ekki refsað. ÓMSÁllTt „Mér finnst þetta einfaldlega vera skandall fyrir íslenskt réttarkerfi/ "■'W' t I! h < Innsýníhuga morðingja I tengslum við rannsókn máisins gekkst Magnús undir geðrann- sókn. Hana framkvæmdi Sigurð- ur Páll Pálsson geðiæknir. Sig- urður sagði Magnús ekki hafa „prófíl" afbrotamanns og taidi líklegt að andlegur veikleiki hans hafi stuðlað að því að sú staða kom upp að hann að lokum missti stjórn á sér. Það var mat Sigurðar að taka beri mark á frá- sögn Magnúsar um atburðarrás- ina að mörgu leyti. Sigurður taldi Magnús vera sakhæfan. Eftirfarandi er sáifræði- greining Sigurðar á Magn- úsi: Mjög innhverf- ur og undirlátssamur, þóknast fólki og gerir allt til að forðast deilur. ▼ Háðurkonu sinni og reynir að gera henni allt til hæfis.^ Kona vill skilnað. Grunur um framhjáhald konu. ▼ Kona segir frá framhjá- haldi og lýsir kynlifi með öðrum mönnum.V Afbrigðilega félags- fælinn. Lítil sjálfsvirðing. Erfitt að tjá tilfinningar. ▼ Kvíðinn, tortrygginn, ráðalaus, óöruggur og niður- lægður, bælir niður reiði og reyn- ir að telja sér trú um að allt sé í lagi. ▼ Reiði, afbrýðisemi og nið- urlæging. Innibyrgð reiði brýst út. Missir stjórn á reiði sinni og verður konunni að bana. . • m 8& j|| ‘ Guðmundur Jóhannes- son dómari Dæmdilmáli Magnúsar Einarssonar og Kjartans Ólafssonar. Magnús og Sæ- unn Áyfirborðinu lékallt ílyndi hjá þessum ungu hjón- um. Undirniöri voru þó vandræði ísam- bandinu sem end- uðu með morðinu á Sæunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.