Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 9. JÚLl2005 Fréttir TSV Árekstur í göngum Vægur þriggja bfla árekstur varð í Hvalfjarðargöng unum á sjötta tímanum í gær, skammt frá Akranes hlið gangnanna. Þurfti af þeim sökum að loka göng- unum til suðurs í um hálf- tíma á meðan rétt var úr málunum og olli það nokk- uri töf á umferð um göngin. Engin meiðsl urðu á fólki samkvæmt lögreglunni í Reykjavík sem vill brýna fyrir fólki að aka varlega í umferðinni, sérstaklega þegar haldið er út á land. Afmæli á Djúpuvík Það eru mikil tímamót á Hótel Djúpavflc á Ströndum því í ár hefur það verið starfrækt í tutt- ugu ár. Einnig eru sjötíu ár síðan sfldarverk- smiðjan hóf starfsemi, en hún var á sínum tíma stærsta steinsteypta sfld- arverksmiðja Evrópu. Eva Sigurbjömsdóttir ogÁs- bjöm Þorgilsson em eig- endur hótelsins og gömlu sfldarverksmiöjunnar. Ýmislegt verður gert f til- efni afmælisins. Lífsslcrá Dagur B. Eggertsson, iæknirog borgarfulltrúi „Mér fmnst hún mjög skynsam- leg. Ég held aö þetta geti komiö I veg fyrir mál eins og kom upp I Bandaríkjunum fyrir skömmu. Þar komu upp deilur um hvaö ætti aö gera viö endalok lifs þegar manneskja, sem heföi veriö hægt aö úrskurða látna samkvæmt islenskum lögum, var haldið á lífi. Þetta leiddi til deilna milli eiginmanns kon- unnarannars vegarog foreldra hins vegar. Ég tel ekki aö þetta sé skrefí átt að llknardrápi. Þvert á móti tel ég aö llfsskráin geti stuðlaö aö upplýstari um- ræðu og ákvöröunum viö endalok líf. Markmiöiö htýtur aö vera aö viröa sjálfsákvörð- unarrétt og reisn einstaklinga. Llfsskráin geturstuðlað aö þvi efrétteraö staöiö." Hann segir / Hún segir „Mér finnst fagnaðarefni aö þaö sé settur einhvers konar rammi utan um óskir fólks hvaö þetta varöar. Efasemdir lúta helst aö því aö þetta nálgist, eöa megi túlka, sem skrefl átt aö llknardrápi. Ég tel svo ekki vera. Ég held aö þetta geti komiö I veg fýrir vanda- mál. Efþessi llfsskrá tekur inn hvort fólk vilji gefa llffæri, þvl það erýmislegt nýtanlegt fyrir aöra, svo sem lifur, nýra og hornhimna I auga, þá er þaö mjög gott. Ég sjálfvildi gjarn- an setja sllkt niöur á blaö.“ Þórólfur Halldórsson sýslumaður á Patreksfirði liggur enn á málum sínum. Dæmi eru um það að dráttur í málum hans hafi verið fimm ár. Rakin er dráttarsaga í nokkrum málum sýslumanns hér að neðan. Sýslumaður sakaður „Þegar lítið gerðist sendi ég erindi til dómsmálaráðherra og sak- sóknara og eftir tvær kærur vegna framgangs sýslumanns í málinu fengust fyrstu svör málsins." ^ 11 liSi|gjg»i semagang Samkvæmt íslenskum réttarfarslögum á brotaþoli að njóta að- stoðar í ýmsum greinum á meðan mál sem hann varðar er rekið og hann á jafnframt rétt á að fá upplýsingar um rekstur málsins og framgang. Sýslumaðurinn á Patreksfirði á sér sögu í drætti mála. Ragnar Jónsson hélt málverka- sýningu á ísafirði f ágúst árið 2002. Lögreglan gerði tvö verk eftir Mugg upptæk vegna gruns um að þau væru illa fengin. Ekkert var gert í málinu þar til í janúar á þessu ári, þegar það var látið niður falla. Ragn ar hefur sagt í j samtali við DV að aðar tilraunir. Lögmaður Ragnars, Jón Magnús- son fékk einnig lidar upplýsingar um mál skjólstæðings síns og var ósáttur við að fá ekki skipun sem verjandi Ragnars. Hann telur réttarfarslög hafa verið brotin í þessu máli. Lögmaður hissa „Ég var mjög hissa á þessu,“ segir Jón Magnús- son hæstarréttarlögmað- ur. Hann fékk ekki skipun sem verjandi Ragnars í upphafi og segir það vera einsdæmi á sínum starfs- ferli. „Það var ný reynsla fyrir mig að fá ekki skipun sem verjandi skjólstæð- ings míns,“ segir Jón. Hann segir mikla skriffinnsku til sýslumanns hafa staðið yfir frá því að málið kom upp. „Ekkert kom frá sýslumanni fyrr en málið var fellt niður," segir hann. Þurfti tvær kærur „Það var ekkert í sambandi við þetta mál sem var í eðlilegum farvegi," segir Jón. Hann seg- ir málið hafa verið fellt niður þegar hann beindi skriffinnsku sinni til æðri yfirvalda. „Þegar lítið gerðist sendi ég erindi til dómsmálaráð- herra og saksóknara og eftir tvær kærur vegna framgangs sýslumanns í málinu fengust fyrstu svör máls- ins." Málið fellt niður. Ekki náðist í Þórólf Halldórsson sýslumann á Patreksfirði. Bjöm Bjarnason dómsmálaráðherra segir í svari við fýrirspurn DV að sýslu- menn beri ábyrgð á rekstri embætta sinna. Aðgerðarleysi í öðrum mál- um hjá embættinu 1. Aðgerðarleysi í rannsókn Fimmtán ára stúlka lést þegar keyrt var á hana á þjóðvegi 62 í Bfldudal. Ekið var á hana á yfir 90 kflómetra hraða þar sem hámarks- hraði var 35 kflómetrar. Slysið átti sér stað síðastliðið sumar og hefur faðir stúlkunnar, Hlynur Bjömsson, gagnrýnt störf sýslumanns á síðum DV. í samtali við blaðið í gær sagði hann enn ekki niðurstöðu komna í málið. Honum hafi þó verið tjáð að dómur myndi falla einhvem tíman áður en starfsmenn héraðsdóms fæm í sumarleyfi. Hann vildi að stofnaðuryrði sjóðurtil bygginga á félagsheimili aldraðra að honum látnum. Sigríður Guðbjarts- dóttir vissi ekki hvar málið lægi en ekkert hafði gerst í janúar. „Hann dreymdi um að eldri borgarar fengju aðstöðu út af fyrir sig," sagði Sigríður í viðtali í janúar. Hún hefur enn ekki fengið nein svör í málinu i þau fjögur og hálft ár frá því það kom upp. 3. Setið á dánarbúi Ólafur Bjamason lést í maí árið 2003. Enn hefur skiptastjóri ekki verið skipaður samkvæmt upplýs- ingum frá Héraðsdómi Vestfjarða. „Skattaskuld sem Óli skildi eftir sig hefur hækkað stöðugt. Hann vildi að málið yrði klárað eftir andlát hans," segir Rögnvaldur Bjamason, bróðir Ólafs heitins. Hann segist hafa sent ógrynni af erindum til Þórólfs Hall- dórssonar. „Mig undrar að opinber embættismaður skuli geta hagað sér svona. Þetta er komið út fyrir allt vel- sæmi." ti segir hann. Þórólfur Halldórsson Fjöldi þeirra sem leitað hafa til sýslumannsins eru óánægðir með vinnubrögö. 2. Setið á dánarbúi Kristinn Kristjánsson lést árið 2000. Honum hafði alla tíð verið mjög annt um náungann og ætl- aði að láta verðmæti sín renna óskipt til Félags eldri borgara. Jón Magnús- son Ekkert gerð- ist í máli skjól- stæðings hans i 26 mánuöi. Fimm ár frá flugslysinu í Skerjafirði Aðstandendur reisa minnisvarða Katrln Fjeldsted, heimilislæknir „Þetta er hugmynd okkar að- standenda fómarlamba flugslyss- ins," segir Friðrik Þór Guðmunds- son, sem missti son sinn í hinu hræðilega flugslysi í Skerjafirði fyrir fimm ámm síðan. „Minnisvarðinn verður afhjúpaður þann sjöunda ágúst næstkomandi, en þá verða fimm ár frá því slysið varð." Hverfisráð Vesturbæjar, menn- ingar- og ferðamálaráð, skipulags- ráð og borgarráð hafa öll samþykkt uppsetningu minnisvarðans. „Þetta hefur gengið greiðlega í gegnum stjómkerfið og ekkert nema gott um það að segja." Að sögn Friðriks em það að- standendumir sem kosta minnis- varðann en Reykjavíkurborg tekur að sér uppsetninguna. Minnisvarð- inn mun að öllum líkindum vera um tveggja metra há stuðlabergssúla með koparskildi á þar sem skrifað- ur verður við- hlítandi texti. Við súluna verður einnig bekkur þar sem fólk getur sest niður, hugleitt og minnst. Minnis- varðinn verður stað- settur við Skerjaförð til móts við slysstaðinn. Friðrik Þór Guðmundsson Missti son sinn I flugslysinu.Að- standendur hyggjast reisa minnisvarða um hina látnu. Sumarbústaðaþjófar játa Tvö innbrot í sumar^ bústaði leyst Samkvæmt lögreglunni á Selfossi teljast tvö af níu innbrotum í sumar- bústaði leyst. Innbrotsalda í sumar- bústaði í Amessýslu hefur geisað nú í sumar. Sömu innbrotsþjófarnir áttu aðild að þeim tveimur innbrot- um sem teljast leyst. Þeir játuðu brot sitt við lögreglu. Þetta em strákar á aldrinum 15 til 17 ára og em góð- kunningjar lögreglu. Að sögn lög- reglunnar á Selfossi vom þeir líklega að fjármagna neyslu. í innbrotunum var ekki mikið um bein skemmdar- verk heldur var gengið frekar hreint til verks. Strákamir stálu aðallega rafmagnstækjum og áfengi. Ekki virðast strákarnir vera vanir í sínu fagi, að brjótast inn í sumarbústaði, því lögreglan hafði orð á því að þeir hefðu átt í vandræðum með að rata Rötuðu ekki heim Samkvæmt lögreglunni áttu strákarnir sem frömdu ódæðisverkin erfitt með að rata heim. til baka til Reykjavfkur. Heimildir blaðsins benda til þess að þessir drengir séu þeir sömu og stóðu að innbroti sem DV greindi frá í júní. Þá var stolið heimabíói, hljómtækjum, 28“ sjónvarpi, geisla- spilara, áfengi og fleiru verðmæti. Innbrotsþjófarnir vom svo bíræfnir að þeir tóku kjöt út úr frystinum og hugðust grilla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.