Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2005, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2005, Blaðsíða 47
DV Sport LAUGARDAGUR 9. JÚLl2005 47 .. — $ : ; I í kjölfar hins sögulega sigurs Skagamanna á KR-ingum í Frostaskjóli á fimmtudags- kvöld var fyrirliði Skaga- manna, Gunnlaugur Jónsson, valinn leikmaður umferðar- innar. DV-Sport náði tali af Gunnlaugi, sem var enn kampakátur eftir sigurirm daginn eftir leik. „Já, það var svo sannarlega kominn tími á þennan sigur,“ sagði Gunn- laugur. „Þetta var minn fyrsti sigur á KR-vellinum í meist- araflokki og Skagamenn höfðu ekki sigrað þar síðan 1993, svo auðvitað var þetta mjög langþráður sigur.“ Líð Skagamanna hefur átt £ basli framan af móti í ár og hefur verið í þeirri óvenjulegu stöðu að vera í botnbaráttu, en í undanförnum leikjum hefur gæfan snúist hjá lið- inu og sigurinn á KR bar þess glöggt vitni. Byrjuðu ekki vel „Við byrjuðum ekki vel í sumar og vorum í vandræðum stóran hluta af fyrri umferðinni. Það hafa svo sem alveg komið niðursveiflur hjá liðinu á undanfömum árum, en við vissum fyrir mót að þetta gæti orðið dálítið erfitt vegna þess hve marga menn við misstum úr liðinu J&B, BÁIi’ l ' \ •**».* v ,V I frá því í fyrra, sem að mínu mati var mjög sterkt. Ég held samt að þetta tiltölulega nýja Skagaiið sem við höfum í dag verði ekki álitið eitt af slökustu liðunum sem við höfúm haft þegar mótið verður gert upp í haust. Þetta leit ekkert vel út um miðbik fyrri umferðarinnar, en það hefur verið mikill stígandi f liðinu í undanfomum umferöum og sjálfs- traust manna er að aukast, þannig að vonandi eigum við eftir að halda áfram á þessari braut," sagði Gunn- laugur. Vonbrigði í fyrra Blaðamaður spurði Gunnlaug næst hvort hefði komið til greina hjá honum að yfirgefa Skagaliðið á einhveijum tímapunkti þegar ljóst var að liðið væri búið að missa svo marga lykilmenn. „Eg er nú samningsbundinn lið- inu út þetta ár, svo að það kom ekki til greina í ár, en ég viðurkenni fús- lega að ég fékk fullt af tilboðum í hittifyrra þegar ég var með lausa samninga, en þá vorum við nýbak- aðir bikarmeistarar og vomm með virkilega spennandi Uð þannig að ég ákvað að vera áfram á Skagan- um. Það lið var að mínu mati eitt sterkasta Uð ÍA síðustu ár, þannig að árangurinn í fyrra var mjög mik- U vonbrigði. Eins og ég sagði gerum við okkur grein fyrir því að það gæti bmgðið tíl beggja vona og að við mættum ekki við því að missa lykU- menn í meiðsU. Það em margir ungir strákar í þessu liði, en ég trúi því að við séum að komast á beinu brautina í þessu." Aðspurður segist Gunnlaugur búast fastlega við því að meistara- titilUnn verði áfram í Hafnarfirði, en bendir á aö aUt geti gerst í botn- baráttunni því mótið í ár sé tíltölu- lega opið. FH best, KR slakt „Ég á mjög erfitt með að sjá að FH-ingar missi af titlinum í ár, þeir virðast vera með yfirburðalið og þótt ég trúi nú ekki að þen vinni aUa leikina í sumar sé ég þá ekki missa af titlinum. Valsliðið spUar vel, en hefur sýnt að það getur tap- að lUca, en þar fyrir utan virðist þessi deUd vera algjörlega í lausu lofti og aUir virðast geta unnið aUa. Það Utur út fyrir að lokaspretturinn verði Uðum eins og ÍBV, Þrótti og Fram nokkuð erfiður, en það em mörg stig í boði enn. Annars er það eiginlega slakt gengi KR. sem hefúr komið mér mest á óvart í sumar, ég hef ekki séð KR-liðið svona slakt í mjög mörg ár og það er ljóst að þeir verða að at- huga sinn gang verulega ef ekki á Ula að fara," sagði Gunnlaugur, sem segist vera þokkalega sáttur við eig- in spUamennsku í sumar. „Ég hef átt í erfiðum meiðslum á læri síðan um páska, en ég vona að það fari að jafiia sig, því við eigum erfiða leiki framund- an við Þrótt í deUdinni og svo er það stórleikurinn við FH í bikamum," sagði Gunn- laugur að lokum. baldur@dv.is ■ . - - - . . * ’ ■' ■ ■ ■■ ; '■• ''.. - - .' V„;yrr ‘ ... : Guðmundur Sævarsson (2) Atli Sveinn 1 Þórarinsson (3) Aðeins 1 KR-sigur í síðustu 6 leikjum Gunnlaugur Jónsson Branislav Milicevic (2) \ Halldór Igor Pesic ! Hilmisson KR-ingar hafa aðeins unnið einn af síð- ustu sex deildarleikjum sínum og hafa nú ^ tapað tveimur slðustu leikjum sínum fyrir Val og lA með marktölunni 0-5. KR hefur ekki skorað (fjórum af níu leikjum sfnum I sumar og aðeins Eyjamenn skoruðu færri mörk I fýrri um- ferð Landsbankadeildarinnar. Baldur Aðalsteinsson (3) Viktor Bjarki Arnarsson © Björgólfur Takefusa (2) Allan Borgvardt (5) FH-ingar unnu sinn 12. leik I röð 19. umferðinni og eru nú fjórum leikjum frá þvl að jafna met Valsmanna frá 1978 sem unnu þá 16 fyrstu leiki tímabilsins. FH-ingar hafa ennfremur leikið 25 leiki í röð án þess að tapa leik eöa sfðan þeir töpuðu fyrir Fylki upp í Árbæ (2. umferð f fýrra. FH-ingurinn Allan Borgvardt skoraði f fjórða leiknum í röð f 3-1 sigri FH á Fram og erbúinnaðnáfélagasínumTryggva ^ Guðmundssyni í baráttunni um markakóngstitilinn en báðir skoruðu þeir átta mörk f 9 fyrstu umferðunum. Borgvardt hefur skorað 6 mörk í sfðustu fjórum leikjum og er orðinn þriðji markahæsti FH-ing- urinn (efstu deild með 25 mörk. Skagamenn enduöu markaleysi sitt á útivelli með þvf að skora tvfvegis á KR-vellin- ^ um en þegar Hafþór Ægir Vilhjálmsson ^ kom lA f 1 -0 höföu þeir spilað fyrstu 298 mínútur tfmabilsins á útivelli án þess að ná að skora. Skagamenn skoruðu auk þess jafn- mörg mörk f leiknum og (síöustu nfu helm- sóknum sfnum í Vesturbæinn þar á undan. Framarar töpuðu slnum þriðja lelk f J röð og hafa ekki unnið leik sfðan þeir ^ unnu 3-0 sigur á Þrótti f 3. umferð. Sfö- an þá hefur Framliðið aðeins náð í tvö stig af 18 mögulegum út úr jafnteflum við lA og Fylki. Framliðið var aðeins með tveimur stigum færra fyrir ári sfðan en þá sat liðið á botni deildarinn- ar og nýbúið að skipta um þjálfara sinn. m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.