Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2005, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2005, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ2005 Helgarblað DV Hansína B. Einarsdóttir keypti gamla skólabyggingu í Hvalfirði og breytti í hótel fyrir nokkrum árum. Hún segist fljótlega hafa komist að því að húsið væri byggt á krossgötum huldufólks sem væri ósátt við bygginguna. Hansína gekk til samninga við huldufólkið og segir samstarfið ganga ljómandi vel. Brúðurin vissi mikið um okkar menningu og álfana og tröllin sem við íslendingar þekkjum vel og ég áttaði mig á því síðar í bréfi frá henni að hún hafði bæði séð og orð- ið vör við ýmislegt hérna hjá okkur Hjónin Jón Rafn Högnason og Hansína B. Einarsdóttir Hamingjusöm í sambýli við huldufólkið iHvalfirði. „Já, það er alveg rétt,“ segir Hans- tna og brosir aðspnrð hvort hún hafi finidið fyrir vættum í Hvalfirðinum. „í kringum okkur er talið að mikið sé af huldufólki og álfum" segir Hans- ína einlæg og brosir blítt. „Eg sjálf er nú ekki svo vel gerð að ég sjái eða heyri þetta beint en gestir mínir hafa fjallað um þetta og eins sagt að í okkar umhverfi sé mikil og hrein og jákvæð orka.“ Álfabyggð þar sem hótel Glymur er staðsett „Stuttu eftir að hótelið tók til starfa komu hingað hollensk brúð- ' hjón. Ekki voru aðrir gestir á hótel- inu en þau,“ útskýrir Hansína þegar hún er spurð hvort hún eigi góða sögu í pokahominu því forvitnin er allsráðandi. „Við buðum þeim í grill- veislu með okkar fjölskyldu og þegar h'ða tók á kvöldið fór brúðurin að ræða um álfa og spurði, eins og þú, hvort við vissum eitthvað um þá. <brúðurin vissi mikið um okkar menningu og álfana og tröllin sem við íslendingar þekkjum vel og ég áttaði mig á því síðar í bréfi frá henni að hún hafði bæði séð og orðið vör við ýmislegt héma hjá okkur á Hótel Glym enda næm kona. Hún var okk- ar fyrsti gestur sem ræddi þessi mál- efni og eftir þetta komu allnokkrir „Einnig tjáði hún mér aðefégætlaðiað hrinda minni hugmynd í framkæmd væri best fyrir mig að semja beint við þetta fólk og fá það til að vinna með mér að hugmyndinni að starfrækja hér sælu- reit fyrir gesti." sem töldu það ráðlagt að reyna að ná sambandi við þessa aðila," segir Hansfna og heldur áfram: „Það gerði ég reyndar og fékk hingað uppeftir alveg ágæta konu sem hefur vit á þessum málefnum.Kona þessi tjáði mér að húsið væri byggt á krossgöt- um, og að huldufólkið sem þarna hefði verið fyrir væri alls ekki sátt við bygginguna eða þá starfssemi sem hingað til hafði verið í húsinu þar sem við starfrækjum hótelið Glym." Samdi við huldufólkið „Einnig tjáði hún mér að ef ég ætlaði að hrinda minni hugmynd í framkæmd væri best fyrir mig að semja beint við þetta fólk og fá það til að vinna með mér að hugmynd- inni að starfrækja hér sælureit fyrir gesti. Best væri að ganga úti og ræða framtíðarsýnina við verumar í nátt- úmnni í kring og vera jákvæð og reyna að fá alla í umhverfinu til þess að vinna með mér,“ útskýrir Hans- ína alvarleg. „Ég held að það hafi bara gengið vel eftir á að hyggja. Enda treysti ég þeim vel og þau þurfa sitt og vilja gagnkvæma at- hygli og aðstoð eins og við mann- fólkið." Frábær meðmæli á heims- mælikvarða Talið berst að hótelrekstrinum þegar Hansína útskýrir að Hótel Glymur hafi komist fyrst íslenskra hótela á skrá yfir svokölluð Great Small Hotels. „Þetta er alþjóðleg keðja og það þykir mikill heiður að komast á þennan lista." Ánægj- an leynir sér ekki þegar Hansína sýnir veglega bók sem hefur að geyma hótel alls staðar úr heimin- um og þar segir að Hótel Glymur sé frábærlega staðsett, útsýni sé stórkostlegt, veitingasalurinn mjög fallegur, maturinn alveg stórkostlegur og herbergi vel búin og þægileg. Hótel Glymur f Hvalfirði Huldufólkið hefur tekið bygginguna ísátt eftir að Hansína samdi við það. „Ég sé huldufólk einstaklega fallegt," segir Sigríður Klingenberg þegar hún er spurð um þessar ágætu verur sem fæstir eru færir um að sjá en margir skynja þó. „Ætli ég líki þeim ekki við okkur mannfálkið útlitslega séð en verurnar búa í annarri vidd," útskýrir hún. „Það er varla hægt að sjá mun nema að huldufólkið gengur i fötum sem einkennast afsterkum skærum litum. Þetta ágæta fólk fylgir ekki tískunni eins og við heldur gengur það i gamaldags, fallegum fötum, “ segir Sigriður og skellihlær. Er ástæða til að hræðast álfa og huldufólk? „Nei, nei, nei, alls ekki. Þetta eru yndislegar verur og góðar og þær vilja búa i sátt og samlyndi við okkur en sagan hefur sýnt að ef við eyðileggjum heimili þeirra þá leggja þær sig fram vlð að vernda heimilin," segir hún heldur alvarlegri i bragði og út- skýrir að huldufólkið hafí flutt sig úr stórborginni útá landsbyggðina þar sem það getur upplifað friðinn í náttúrunni. Séð yfir H valfjörð Þarna eru sagöar vera krossgötur huldufólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.