Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst
ÞRIÐJUDAGUR 12.JÚLÍ2005 3
Enn eitt hringtorgið
Gatnaframkvæmdir
Agnar Eldberg (t.v.) og Isak
Gunnalaugsson viðstörf.
Á sumrin eru framkvæmdir á götum Reykjavíkur áberandi
og vegna þeirra þurfa bfleigendur oft að bíða í röðum eftir því
að komast leiðar sinnar. A leið sinni um borgina rakst ljós-
myndari DV á þá Agnar Eldberg (t.v.) og ísak Gunnlaugsson við
Skeifuna þar sem þeir unnu hörðum höndum að því að laga
götuna. „Við erum bara að saga fyrir skurði," segir Agnar og
mundar vélina af myndugleik. „Það á bara að búa til enn eitt
hringtorgið hérna og við erum að undirbúa það," segir Agnar
aftur. Agnari er þó fleira til lista lagt en að saga fyrir skurði því
hann er einnig tónlistarmaður.
Spurning dagsins
Er Jón Ásgeir Jóhannesson saklaus?
Ekki saklaus
„Ég veit ekki hvað þið
eruð að tala um en
hann er alls ekki sak-
laus.“
Arnþór Jökull Þor-
steinsson athafna-
maður
„Ég myndi segja bara að hann
væri saklaus,
þaðeralltof
mikið undir hjá
honum."
Sigurður
Kjartansson
smiður
„Ég veit það ekki. Ég held að
hann sé saklaus. Hann er alla
vega saklaus
uns sekt er
sönnuð."
Guðrún
Kristjáns-
dóttir hús-
móðir
„Hann ersekur,
það hlýtur að
vera ástæða
fyrirþví að lög-
reglan ákærði
hann þarsem
égheftrúá
lögreglunni."
Kristinn Guðjónsson verk-
fræðingur
„Hann er sjálfsagt ekki algjör-
lega saklaus en ég held að hann
sé ekki eins
sekur og sumir
hyggja."
Jóhann ísak
Pétursson
kennari
Nýlega hætti Baugur Group við kaup á bresku verslunarkeðjunni
Sommerfield.Ástæðan er ákærur á hendur forstjóra Baugs Group,
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, og fleirum tengdum fyrirtækinu.
Toppuðum Háskólabíó
Sigurjón við sýningarvél-
ina Greinilegt erað Sigurjón
Jóhannsson kann réttu tökin
við sýningarvélina, enda með
tíu ára starfsreynslu.
Orðið krambúlera eryfírleitt notað til að
lýsa líkamlegum áverkum. Menn tala
um að menn séu krambúleraðir eftir að
hafa til dæmis lent I bílslysi með þeim
afíeiðingum að sjáanlegir áverkar hafí
hlotist af. Orðið er talið hafa komið úr
máli Malaja en þar var
orðið karambil haft um
ávöxt karambóltrésins.
Núverandi hlutverk orðsins er talið hafa
æxlast afþví að rekast á. Orðið er talið
hafa borist til Islands frá Danmörku.
Málið
„Annars þoli ég ekki
gamalt fólk og les aldrei
upp á elliheimilum. Ég er með of-
næmi fyrir gömlu fólki, fæ útbrot og
missi röddina ef ég kem nálægt því.
Ég þoli ekki ellina. Ég er ekki maður
gamla fólksins," sagði Stefán Máni,
rithöfundur þegar hann ræddi við
DV þann 16.12.2004. Þessi orð lét
hann út úr sér þegar hann var að
kynna bók sína Svartur á leik.
„Ég man nú ekki nákvæmlega
eftir þessari mynd," segir Sigurjón
Jóhannsson rafvirkjameistari í
Hafnarfirði en á þessum tíma var
hann sýningarmaður hjá gamla
Tónabíói. „Eg var sýningarmaður
hjá Tónabíói í tíu ár. Þetta var mjög
góður tími, allar bestu myndirnar
sem komu til landsins voru sýndar
hjá okkur og við vorum með helm-
ingi meiri aðsókn en Háskólabíó,
þrátt fýrir að þeir væru með helm-
ingi stærri sal en við. Ég man að
þetta var mjög góður vinnustaður.
Já, þetta voru
mjög góðir tímar."
Greinilegt er að
Sigurjón minnist
þessara tíma af
góðu einu.
Gamla myndin
ÞEIR ERU HALFBRÆÐUR
Veðurfræðingurinn & listmálarinn
Ari Trausti Guðmundsson veðurfræðingur og Guð-
mundur Guðmundsson (Erró) eru hálfbræður. Faðir
þeirra var Guðmundur Einarsson listmálari og mynd-
höggvari. Ari Tausti erjarðeðlisfræðingur að mennt og
hefur um langt árabil fengist við dagskrárgerð á RÚV,
bæði við útvarp og sjónvarp. Ari er fyrirlöngu þekktur
fyrirað vera veðurfræðingur Stöðvar tvö. Erró ereinn
þekktasti núlifandi listmálari þjóöarinnar. Verk Errós
eru vel þekkt hérlendis sem erlendis og eru verk hans I
eigu fjölmargra erlendra safna. Flökkueðlið virðst
bræðrunum sameiginlegt en Ari hefur ferðast mikið og
kynntsérhálendiviða um lönden Erró hefurferðast
viða í tengslum við list sina enhann er búsettur i París.
Svefnsófar með heilsudýnu
Recor
I
i
—..
SEO SVEFNSÓFI160 / 209x95cm - SENSEO SVEFNSÓFI140 / 187x95cm - Margir lifir
Komdu í verslun okkar að Faxafeni 5
og sjóðu glæsilegan sýningarsal okkar
fullan af nýjum svefnsófum.
Svefnsófar með heilsudýnu og MicroFiber
áklæði í mörgum lifum og stærðum.
r *
Wimtex
4fll a m
4iyfftlJf
VW svefnsófi
184x91 cm - litir Brúnt
og svart leður.
Svefnsvaði 150x200 cm.
Kim svefnsófi
203x95 cm - Utir
Camel, hvitur, brúnn.
Svefnsvæði
143x193/215 cm. Sýningarsalur á neðri hæð fullur af nýjum
svefnsófum, glæsileg tilboð í gangi!
Wimtex svefnsófar eru allir með
rúmfatageymslu.
Faxafeni 5 • Sími 588 8477 • www.betrabak.is
Op/ð virka daga frá kl. 10-18
Lokaó á laugardögum í sumar