Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2005, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ2005
Fréttir DV
Dóp ocj
drykkja
Lögreglan á Eskifirði lagði
um helgina hald á um það
bil fimmtán grömm af hassi
og um tvö grömm af am-
fetamíni auk neysluáhalda.
Farið var í tvær húsleitir
vegna málanna. Lögreglan
naut aðstoðar íikniefna-
hundsins Kizu og tollgæsl-
unnar á Eskifirði. Auk þessa
var mikill erill hjá lögregl-
unni vegna ýmissa annarra
mála í tengslum við mikla al-
menna ölvun samkomu-
gesta í Félagslundi á Reyðar-
firði, en þar var haldið ball
aðfaranótt sunnudags.
Bókfyrirsam-
úðarkveðjur
Hægt verður að fara í
Sendiráð Bretlands og
skrifa nafn
sitt í bók
fyrir sam-
úðarkveðjur
til aðstand-
enda þeirra
sem létust eða meiddust al-
varlega í hryðjuverkaárás-
unum í Lundúnaborg þann
7. júlí. Bókin er í Sendiráði
Bretlands, Laufásvegi 33.
Hægt er að skrifa í hana
dagana 11. til 15. júlí frá kl.
9 til 12. Allir þeir sem vilja
votta samúð sína eru hvatt-
ir til þess að skrifa í bókina.
Fasteignaverð?
Ólafur Blöndal,
fasteignasali hjá fasteing.is
„Það hefur verulega hægt á
hækkun á fasteignaverði. Við
erum að ganga inn í tímabil
núna sem mætti kalla eðlilegt
ástand, þarsem framboð og eft-
irspum eru að mætast. Ég vil
ekki taka svo djúpt I árinni að
segja að miklar lækkanir séu á
næstunni, efþað gerist þá gerist
það á löngum tfma. Það verður
llka að taka það inn í reikning-
inn að júlí er sumarfrísmánuður
og venjulega er lítið að gera á
markaðnum á þessum tírna.
Hann segir / Hún segir
„Ég sénú ekki að þaðsé að
lækka. Það hefur verið mikil sala
að undanförnu og eignir hafa
verið að seljast vel. Við sjáum
það á hverjum einasta degi að
fólk er að borga hátt verð fyrir
eignir. Þegar verðið er komið I
hámark þá er mun llklegra að
það muni standaístað I ein-
hvern tíma áðuren það lækkar.
Meðan fólk hefurgreiðan að-
gangaö lánsfé og hefur getu til
að borga þá helst verðið hátt.
Þetta er bara lögmál framboðs
og eftirspurnar.
Guðrún Árnadóttir,
fasteignasali hjá Húsakaupum.
Grétar Mar Jónsson alþingismaður segir Síldarvinnsluna í Neskaupstað svíkja bæj-
arfélög á Suðurnesjum með gylliboðum um loðnulöndun í höfnum þeirra. Björgólf-
ur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir ásakanirnar tilefnislausar.
„Það hefur ekki komið ein padda af loðnu hér í höfnina," segir
Grétar Mar Jónsson, alþingismaður og skipstjóri í Sandgerði.
Grétar segir forsvarsmenn fyrirtækisins hafa svikið hafharráð
Sandgerðisbæjar illa með gylliboðum um innkomu loðnu í bæj-
arfélagið, til vinnslu í Loðnubræðslunni á staðnum. Engin loðna
hefur komið í bæinn.
„Sveitarfélagið er mjög svekkt yfir
þessu,“ segir Grétar Mar Jónsson.
Loðnan átti að láta sjá sig með skip-
um Sfldarvinnslunnar gegn því skil-
yrði að bærinn myndi dýpka höfn-
ina. Grétar segir dýpkunina hafa
verið ósk Sfldarvinnslunnar og að
Sandgerðisbær hafi þarna hugsað
sér gott til glóðarinnar vegna loðnu-
skipa sem áttu að færa veiði sína til
Loðnubræðslunnar í bænum.
Framkvæmdir við höfnina kost-
uðu ríflega 100 milljónir króna sam-
kvæmt upplýsingum frá formanni
hafnarráðs.
Framkvæmdir skila engu
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
Sfldarvinnslunnar, segir ástæðurnar
fyrir því eðlilegar, verksmiðjur
fyrirtækisins hafi einfaldlega verið of
margar og að staðið hafi til að loka
einhvei^^emn^Ákvo^uivvaHok^
tekin um að loka í Sandgerði," segir
Björgólfur.
„Þeir vildu ekld einu sinni selja
bænum hana áður en hún var rifin,“
segir hann. „Við keyptum þessa
verksmiðju árið 1999 og það lá alltaf
fyrir að loka henni. Það þýðir ekki að
vera vitur eftir á,“ segir Björgólfur.
Það sama að gerast í
Grindavík
„Ég get ekki betur séð en að
sama fyrirtæki sé að leika Grind-
víkinga eins grátt og það lék okk-
ur," segir Grétar. „Það sem er að
gerast í Grindavík er að það brann,
eins og allir vita, verksmiðjan sem
við keyptum í framhaldinu af því,"
segir Björgólfur, en ákvörðun hef-
ur ekki verið tekin um hvað gert
verður f framhaldinu. „Þeir skilja
okkur Suðurnesjabúa eftir með
fjárfestingar upp á fleiri hundruð
Útúrsnúningur forstjóra
„Ef hann getur lesið í glas spá-
konu væri ég til í að líta í það,“ segir
Björgólfur um orð Grétars um fram-
kvæmdir sem fyrirhugaðar eru í
Bjorgoirur Jonannsson segir
ásakanir ekki standa undir sér og v
þykir ekki nóg að vera vitur eftir á. '
Grindavík. Grétar segir orð Björgólfs
ekki svaraverð, og ef þau séu það á
annað borð séu þau einungis und-
ankomuleið frá alvarlegu málefni.
„Þetta er bara hreinn útúrsnúningur
hjá honum," segir hann.
gudmundur@dv.is
milljónir króna og gera ekkert í
staðinn."
Grétar Nlar Jónsson Stendur hér
Irústum Loönubræðslunnar. Sér
eftir Loðnubræðslunni og er ósátt-
ur við svik Slldarvinnslunnar.
Ríkissaksóknari athugar brot á tilkynningaskyldu
Lögreglan hætti rannsókn
Lögreglustjórinn í Reykjavík
mun ekki halda áffam rannsókn
á opinbem máli hjónanna Helga
Magnúsar Hermannssonar og
Bjarkar Baldursdóttur vegna
andláts bams þeirra stuttu eftir
fæðingu þess. Hinsvegar er verið
að endurskoða hvort rannsókn
verði tekin upp aftur í þeim hluta
málsins sem varðar tilkynninga-
skyldu lækna.
„Lögreglustjórinn í Reykjavík
hætti rannsókn á sínum tíma í þeim
hluta sem varðar andlátið vegna
ákvörðunar hans um að sækja ekki
til saka í þeim hluta málsins," segir
Kolbrún Sævarsdóttir hjá ríkissak-
sóknara. Lögreglustjóri hætti einnig
rannsókn í þeim hluta sem varðar
tilkynningaskyldu lækna, en lög-
menn hjónanna kærðu í kjölfarið þá
ákvörðun lögreglustjóra til embættis
ríkissaksóknara.
Ragnar Aöalttcintson scgtr enga elglnlega lögreglurannsókn hatá farið fram
„Mikil tregða til að fara að lögum í málinu"
„Við settum
fyrir Lögreglustjórann í Reykjavík að
rannsaka tilkynningaskyldu lækna.
Hennar er getið í læknalögum. Það
þarf að finna hverjum hafi borið að
tilkynna andlátið til lögreglu og
hvers vegna það hafi ekki verið gert.
Síðar ákvað lögreglan að ákæra ekki
í þeim hluta málsins og þá ákvörðun
hafa foreldrarnir kært til okkar," seg-
ir Kolbrún.
Þegar Katrín Hilmarsdóttir, full-
trúi lögreglustjórans í Reykjavík var
innt eftir svörum varðandi gang
mála, vildi hún ekki tjá sig um þau. -
„Ég ætla ekki að tjá mig um þetta á
m i í
Katrín Hilmarsdóttir Fulltrúi Lögreglu-
stjórans I Reykjavík. Vildi ekki tjá sig um mál-
iö þegar eftir því var leitað.
þessu stigi þar sem það er í kæm-
meðferð," segir hún. „Ákvörðun lög-
reglustjórans í Reykjavík um að fella
niður rannsókn á tiíkynningaskyldu
er til endurskoðunar hjá okkur og
bíðum við gagna frá lögreglu um
málið," segir Kolbrún.
gudrnundur@dv.is
Mótmæla
Rússaskipum
Samtök herstöðvaandstæð-
inga hafa sent fréttatilkynningu
á flölmiðla vegna komu rúss-
nesku herskipanna til Reykjavík-
ur. Samtökin árétta að slík her-
skip eigi ekki erindi í Reykjavík-
urhöfn. Það sé óskiljanlegt að
Reykjavíkurborg skuli ítrekað
hleypa slflcum drápstólum að
bryggju. Einnig mótmæla
samtökin fallbyssuskothnð rúss-
nesku skipanna sem að sögn var
gerð í „virðingarskyni við fs-
land". Ekki liggur ljóst fyrir hvort
von sé á aðgerðum af hálfu sam-
takanna vegna herskipanna.