Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2005, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚÚ2005
Fréttir DV
Björn gengur
á Þingvöllum
Á morgun, íimmtudag,
mun Bjöm Bjarnason,
dómsmálaráöherra og for-
maður Þingvallanefndar
fara fyrir göngu á vegum
nefndarinnar á Þingvöllum.
Viðburðurinn ber heitíð
Stefna þjóðgarðsins á Þing-
völlum og mun Björn því
ganga ásamt nefndinni og
almenningi frá fræðslumið-
stöðinni við Hakið og mun
hún enda við Þingvalla-
kirkju. Þá mun Þingvalla-
nefnd kynna störf nefndar-
innar og stefnumörkun
þjóðgarðsins.
Héraösdómur Vesturlands hefur dæmt Snorra Má Guðmundsson, 19 ára, í eins
mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa valdið dauða 15 ára gamallar stúlku
í júlí á síðasta ári. Snorri Már sagðist hafa verið á 150 kílómetra hraða þegar slys-
ið varð.
Dýrt kveðið
Á heimasíðu Djúpavogs-
hrepps er bent á að sveitarfélag-
ið allt býður upp á margvíslegt
myndefiii. Á heimasíðunni em
birtar nokkrar myndir af gersem-
um úr byggðarlaginu og þeir sem
eiga skemmtilegar myndir í fór-
um sínum hvattír til að koma
þeim á framfæri. Þá má finna
ljóð og skemmtefhi um sveitarfé-
lagið, til dæmis þessa stöku um
fegurð Djúpavogs: Konfekt
augna í bergi býr/ blasir ætíð
glöggum við. Margræð andlit,
menn og dýr/ „moderri' og frá
gömlum sið.
Sivtrúirá
Steingrím
Siv Friðleifsdóttír segir á
heimasíðu sinni að hún hafi
fulla trú á að Steingrímur J.
Sigfússon, nái að ljúka um
sjö hundruð kílómetra
göngu sinni þvert yfir land-
ið. Þetta segir hún á heima-
síðu sinni. Siv segir að
Steingrímur sé einstaklega
léttur á fæti, en því kynntíst
hún sjálf þegar hún fór með
honum í ferð um svæðin
norðan Vatnajökuls fyrir
tveimur árum. Steingrímur
fagnar fimmtugsaftnæli sínu
í byrjun ágúst.
Valhöll
skemmd
Rúðubrot og önnur
skemmdarverk voru unnin
í Valhöll í Tungudal
við Skutulsfjörð síð-
astíiðna
helgi. Lög-
regluyfirvöld
á staðnum
eru með
málið til
rannsóknar og
lýsa eftir vitnum sem
kunna að hafa orðið vör við
grunsamlegar mannaferðir
um helgina eða aðfaranótt
mánudags. Valhöll var eina
húsið sem varð fyrir barð-
inu á skemmdarvörgunum
þrátt fyrir að mörg íbúðar-
og sumarhús standi við
fjörðinn.
r;
■■■
„Mér finnst þetta mildur dómur," segir Hlynur Björnsson, faðir
Jóhönnu Margrétar heitinnar sem lést þegar keyrt var á hana í
Bíldudal. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í gær drenginn sem
ók á Jóhönnu í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Hann var
sviptur ökuJeyfi í sex mánuði.
Slysið sem kostaði Jóhönnu Mar-
gréti, þá 15 ára, lífið varð í júlí árið
2004. Nýkominn með ökuskírteini
keyrði Snorri Már Guðmundsson,
ungur drengur fæddur 1986, á um
150 kílómetra hraða, að hans sögn,
rétt fyrir utan bæinn. Hámarkshrað-
inn var 90 kflómetrar.
Snorri Már klessti á stúlkuna sem
kastaðist 25 metra eftir veginum.
Bifreiðin hélt um 190 metra áfram
áður en hún stöðvaðist. Stúlkan lést.
Dómur kominn
„Það er gott að þetta er búið,“
segir Guðmundur Friðriksson, faðir
Snorra Más. Sjálfur er Snorri ekki
með skráð númer. Á netinu má þó
sjá að hann er í Ford Mustang-
klúbbi. Auk þess að fá skilorðsbund-
inn fangelsisdóm missir Snorri próf-
ið í sex mánuði. Hann keyrir því ekki
Mustang í bráð.
Guðmundur vill lítið tjá sig um
afbrot sonar síns. „Nei, ég hef ekkert
meira að segja.“
Hljóp á eftir hundi
Snorri Már var með tvo farþega'í
bflnum. Þeir voru ekki í belti. Frá-
sögn farþeganna og vitna gefur
glögga mynd af slysinu. Þannig sá
Snorri Már stúlkuna ganga eftir veg-
arkantinum þegar hann keyrði út úr
bænum. Hann sneri við og átti að
vera ljóst hvar stúlkan væri. Jóhanna
Margrét var með hundinn sinn,
Perlu, sem hljóp yfir veginn. Jó-
hanna hljóp á eftír honum, beint
fyrir bfl Snorra Más sem snarheml-
aði, en of seint.
Hörmulegt slys
Frá þvf keyrt var á dóttur Hlyns
Björnssonar hefur lífhans snúist um
þetta hörmulega slys. Hann hefur
gagnrýnt vegagerðina fýrir að setja
ekki upp hraðahindranir á þessum
spotta þar sem banaslysið varð.
„Þetta er einfaldlega slysagildra,"
sagði Hlynur í samtali við DV fyrr á
árinu. íþróttasvæði bæjarins er við
hliðina á veginum og því mikil um-
ferð gangandi vegfaranda á þessum
kafla. Sérstaklega bama sem
kannski em ekki nógu vör um sig.
Mildurdómur
Hlynur var á sjónum þegar DV
náði sambandi við hann. Á vertíð.
„Ég heyrði af dómnum á sunnudag-
inn og maður hefur verið að melta
þetta síðan,“ sagði Hlynur sem telur
rétt að varast stórar yfirlýsingar.
Byggingarfræöingurinn Ágúst Þór Gunnarsson tapar
Lóðalottói vísað frá
„Þetta em vonbrigði," segir Ágúst
Þór Gunnarsson byggingarfræðing-
ur sem sendi félagsmálaráðuneyt-
inu stjórnsýsluákæm vegna lóða-
happadrættis Hafnarfjarðarbæjar á
nýja byggingarlandinu á Völlum. í
kæmnni segir Ágúst að bærinn hafi
fært yfir 100 milljónir af sameigin-
legri eign bæjarbúa á hendur fárra
útvaldra. Jafnræðisregla stjórnsýslu-
laga hafi verið brotin.
Nú liggur fyrir úrskurður í mál-
inu. Félagsmálaráðuneytið var
Ágústi ekki sammála og vísaði
kæmnni frá. Ein af ástæðum fyrir
frávísun kröfunnar var sú að Ágúst
var ekki einn af þeim sem sóttu um
lóð og er því ekki beinn aðili að mál-
inu. Hann nýtur því ekki kæruheim-
ildar. í viðtali við DV þann sjöunda
júlí sagðist Ágúst vera að kæra vegna
þess að réttíætiskennd hans var mis-
boðið. „Ég var að verja hagsmuni
heildarinnar," sagði hann.
Þeir sem vom heppnir og fengu
úthlutað lóð fengu þær langt undir
markaðsvirði. Auðvelt er fyrir þá að
selja lóðirnar aftur og græða allt upp
í fjórar milljónir. Dæmi vom um að
heilu fjölskyldurnar hafi sótt um
lóðir.
'Ég skal alveg segja þér hvað ég er að bauka núnaogþar liggur mér lífið á, “ segir Arn-
þrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Sögu. „Ég er að koma upp sendi á Suðurlandi og bíð
eftir ádsl-tengingu frá símanum. Ég er búin að fá tíðnina 99,1 á Suðurlandi og mér
finnst eiginlega aðþetta hefði þurft að gerast ígær. Ég þoli ekki að blða eftir þessu. “
Ágúst Þór Gunnarsson byggingarfræð-
ingur Segir niðurstöðuna vonbrigði og úti-
lokar ekki aö fara lengra með málið.
"Maður er allavega búinn að láta
reyna á þetta," sagði Ágúst og útilok-
aði ekki að hann haldi áfram að
vinna í málinu. „Ég er bara að skoða
þetta, ekki búinn að taka neina
ákvörðun." johann@dv.is
Jóhanna Margrét Hlynsdóttir Varmikill
dýravinur og var úti á gangi með hundinum
sinum þegarslysiö varð.
„Mér finnst þetta samt mildur dóm-
ur,“ bætti hann við.
f dómnum yfir Snorra Má er
hann sakfelldur fyrir að valda
„mannsbana af gáleysi". Foreldrar
Jóhönnu Margrétar fá þó ekki bætur.
Snorri Már er ekki sagður hafa sýnt
nógu mikið gáleysi eða ásetning til
að lagaákvæði um bótakröfu sé full-
nægt. simon@dv.is
I Hlynur Björnsson, faðir
I Jóhönnu Er hér við stað-
J inn þar sem dóttir hans lést.