Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2005, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2005, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ2005 1J DV Fréttir Sindri Sindrason Ætlar laðleikasérogláta drauma rætast með að- stoð arkitektsins sem teiknaði íslenska sendi- ráðið í Berlín. Arnarnesið Fáar lóðir eftir en Sindri tryggði sér eina I tlma. mnm afí vtfjum ems Gigtarsjúklingum vísað frá Reykjalundi vegna plássleysis Þúsundir íslendinga á biðlista „Hjá okkur bíða 1676 eftir þjón- ustu,“ segir Hjördís Jónsdóttir lækningaforstjóri á Reykjalundi. Lengstur er biðlistinn í offitu- prógram, gigtarmeðferðir og á geðdeildir. „Meðaltalsbið í gigtar- meðferð er tæp tvö ár,“ segir Hjör- dís. Á biðlista eftir gigtarmeðferð eru 276 manns en þar voru aðeins 110 teknir inn í fyrra, sem þýðir að helmingnum var vísað frá. Þá bíða um 300 manns eftir plássi á endur- hæfingardeildir geðsviðs. Reykja- lundur sér um endurhæfingu og hefur það að markmiði að koma fólki í gott ástand með sinn sjúk- dóm og gera það hæfara í þjóðfé- laginu. Hjördís segir endurhæf- ingu mikilvæga til að fólk þurfi minni aðstoð og geti unnið. Samkvæmt upplýsingum á vef- síðu Landspítalans eru yfir tvö þúsund einstaklingar að bíða eftir Þúsundir bfða eftir aðgerðum Biðlistarn- ir lengjast með hverjum deginum. skurðaðgerð þar. Alls bíða 3529 einstaklingar eftir aðgerðum eða annarri þjónustu á vegum Land- spítalans. Sem dæmi um biðtíma má nefna að bið í brjóstaminnk- unaraðgerð er tæp tvö ár og biðin eftir augnsteinaaðgerð er rúmir átta mánuðir. „Alls bíða 30 manns eftir plássi á alzheimerdeild Landakotspít- ala," segir Steinunn K. Jónsdóttir, félagsráðgjafi á Landakotsspítala. Steinunn segir fólki forgangsraðað eftir þörf og að biðin geti tekið frá viku og upp í þrjá mánuði. Steinunn segir tvo þriðju þeirra sem koma á alzheimerdeildina vera ófæra um að sjá um sig sjálfa og séu því að bíða eftir plássi á hjúkrunarheimili en sú bið tekur 3-12 mánuði. „Starfsfólk og að- standendur vilja að biðlistarnir gangi hraðar og sumum finnst biðin eftir þjónustu löng," segir Steinunn. Hún segir mismunandi hvernig aðstæður fólk búi við á meðan það bíður eftir plássi en Steinunn K. Jónsdóttir, félagsráðgjafi á segir að sumir búi einir. alzheimerdeild Landakotsspftala „Meö- altalsbið i gigtarmeðferð er tæp tvö ár.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.