Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2005, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ2005
Fréttir DV
Borgarleikar
í Reykjavík
Fyrir helgi var gengið
frá því að Borgarleikamir
fara fram í Reykjavík árið
2007. Borgarleikarnir eru
alþjóðleg íþróttakeppni
fyrir þrettán til sextán ára
ungmenni og hafa verið
haldnir árlega frá því árið
1960. Á leikunum taka
þátt keppendur frá 35
borgum og má búast við
allt að tvö þúsund kepp-
endum. Borgaryfirvöld
geta ráðið því í hverju er
keppt og fer það eftir að-
stöðu hveiju sinni. Meðal
greina sem keppt verður í
í Reykjavík er knatt-
spyrna, handbolti og
sund.
Þrír Rússar
handteknir
Þrír rússneskir sjómenn
voru handteknir í Hafnar-
firði í fyrrakvöld vegna ölv-
unar og óspekta. Mennimir
vom handteknir í Fomu-
búðum, en það er gata ná-
lægt höfninni. Sjómennimir
em í áhöfn erlends togara
sem liggur um þessar
mundir í Hafn;irfjarðarhöfn.
Lögreglan færði mennina í
fangageymslur þar sem þeir
vom látnir sofa úr sér. í
gærdag var þeim svo sleppt.
Fyrir athæfi sitt þurftu þeir
að greiða sekt.
Skútaívanda
Neyðarkall barst til
Landhelgisgæsl-
unnar í gegnum gervi-
hnött síðdegis í gær.
Kallið kom frá breskri
skútu sem lent hafði í
vandræðum suðaustur af
landinu. Flugvél Landhelg-
isgæslunnar, TF-SYN var
send á staðinn. Samkvæmt
upplýsingum Landhelgis-
gæslunnar náði flugvélin
sambandi við skútuna og
kom í ljós að stýri hafði
brotnað eftir að hún fékk á
sig brotsjó. Innanborðs-
menn unnu að viðgerðum.
Skútan er nú á leið til
Skotlands.
„Menn eru mjög kátir almennt
hérá Stykkishólmi. Hér er allt I
uppsveiflu. Menn eru kátir og
brosa aftur fyrir eyru þó rigni
afog
til,"
Landsíminn
segir
Pétur Ágústsson hjá Sseferð-
um.„Hólmarar eru löngu búnir
að jafna sig eftir hrun skeljar-
innar fyrir um tveimur árum.
Menn bitu í skjaldarrendur og
fóru í aðra hluti. Hér er mikil
gróska og allir sem nenna
hafa næga vinnu. Ásókn er
mikil í húsnæði í Stykkishólmi
enda eitt allra fallegasta bæj-
arstæöi landsins.“
Nýtt vegaskilti um leiðbeinandi hraða var afhjúpað fyrr í sumar. Merkið getur ver-
ið hættulegt túristum enda sýna erlendir ferðabæklingar að skiltið þýðir það sama
og aðreinarnúmer í öðrum löndum.
\SLANO
vantar"
Merkingar við vegi em oft handa-
hófskenndar og rangar" segir Stefán
Ásgrímsson hjá félagi íslenskra bif-
reiðaeigenda. Stefán segir þetta sér-
staklega eiga við vega- og gatna-
framkvæmdir.
Rangar og villandi vegamerk-
ingar
Stefán segir furðulega algengt að
umferðar- og leiðbeiningaskilti séu
staðsett þannig að þau skyggi á út-
„Merkingar við vegi
eru oft handahófs-
kenndarograngar"
sýni og auki slysahættu. „Það rfldr
kæmleysi í sambandi við umferðar-
merkingar og bráðbirgðamerki eru
ýmist vitlaus eða ólögleg." Sem
dæmi um vitlausar merkingar nefnir
Stefán skilti á Miklubraut sem sýnir
að gatan þrengist. Gallinn er bara sá
að skiltið sýnir að hún þrengist frá
hægri en hún þrengist frá vinstri.
Annað dæmi er við bygginga-
framkvæmdir á mótum Ægisgötu og
Mýrargötu, þar stendur vinnupallur
út í götuna við umferðarljós. Þar
hefur verið látið duga að mála „var-
úð" á krossvið-
arplötu sem
hengd hefur
verið á vinnu-
pallana.
imsson FÍ:, „Umferöar-
ríöa rangar eða þaer
,/egt skilti um vegavmnu.
FÍB
fær
kvart-
anirfrá
erlend-
um
ferða-
mönnum
„Ef við
bemm vega-
merkingar hér
á landi saman
við það sem
gerist annars-
staðar, t.d. í
Þýskalandi, sést
hversu illa við
stöndum okkur,"
segir Stefán. Hann
segir kvartanir berast
frá erlendum ferðamönnum sem
kvarti yfir ónógum merkingum við
þjóðvegi ekki síst á fjallvegum þar
sem engar merkingar em um beyjur
og blindhæðir, t.d. á Kjalvegi.
Mismunandi vegamerkingar
eftir löndum
Jón Rögnvaldsson vegamála-
stjóri segir vegamerkingar mismun-
Ólöglegt
um vegavinnu.
'.skilti
innu.
:
FÍB hefur borist fjölda kvartana frá erlendum ferðamönnum
vegna ónógra vegamerkinga hér á landi. Stefán Ásgrímsson,
talsmaður FÍB, segist einnig undrandi á röngum og ólöglegum
vegamerkingum í tengslum við gatnaframkvæmdir í Reykjavík.
andi eftir
löndum. Þannig þekkj-
ast t.d merkingar eins og „ein-
breið brú“ og „malbik endar" hvergi
nema hér á landi. „Leiðbeinandi
hraðaskilti finnst ekki í öllum lönd-
um og það getur kostað rugling þeg-
ar fólk fer á milli landa," segir Jón.
Jón segir að fyrsti áfangi skiltanna
hafi verið sett upp í sumar, á þjóð-
vegi eitt. Afgangurinn verður settur
upp á næsta ári. Jón segist ekki hafa
fengið mikið af kvörtunum um
vegamerkingar frá erlendum ferða-
mönnum.
OgVodafone opnar síma samkeppnisaöilans
Samkeppnin harðnar á farsímamarkaðinum
Þegar keyptur er GSM-sími hjá
Símanum er honum í ákveðnum tÚ-
vikum læst þannig að einungis er
hægt að nota símakort frá Símanum.
OgVodafone, stærsti samkeppnisað-
ili Símans, hefur hins vegar opnað
þessa síma í baráttu sinni við mark-
aðsráðandi stöðu Símans.
Erlendis er ólöglegt að opna
GSM-síma og er það einungis gert
undir borðum í skuggalegustu raf-
tækjaverslununum.
Samkvæmt upplýsingum DV eru
engin lög hérlendis sem banna þetta
athæfi. Þegar blaðamaður spurðist
fyrir um þetta i verslun OgVodafone
var honum sagt að það eina sem
hann þyrfti að gera væri að mæta í
einhverja af verslunum þeirra og
þetta væri gert á meðan hann biði.
„Já, við höfum opnað læsingar á
símunum hjá fólki." segir Sverrir
Hreiðarsson, markaðsstjóri
OgVodafone. „Sjálfir seljum við ekki
læst símtæki. Við erum á móti því að
fólk sé læst í einhverjum viðskiptum
sem það sækist kannski ekki eftir. Ef
fólki líkar ekki þjónustan ætti það að
geta verslað þar sem það vill. Það er
okkar sýn á þetta. Þeir niðurgreiða
símana og læsa þeim síðan í von um
að viðskiptavinurinn geti bara notað
þá í þeirra kerfi."
Eva Magnúsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Símans, segir þetta eðlilegan
gang viðskiptanna. „Þetta er bara
þjónusta sem er í boði hjá báðum
fyrirtækjum. Það eru tilboðssímar
sem eru læstir. Símarnir eru ódýr-
ari ef þeir eru keyptir með þjón-
ustu. Þetta er bara eðli sam-
keppninar."
Sverrir segir aflæsingarnar leið
OgVodafone við að berjast gegn
ósanngjamri samkeppni „Þeir hafa
markaðsráðandi stöðu á farsíma-
markaði. Það skekkir samkeppnina
ef fyrirtæki sem hefur mun dýpri
vasa en við getur ausið peningum í
að læsa símtækjum.
Við trúum bara á
frjálsa sar
keppni."
sverrir Hreiðarsson hjá OgVoda-
fone Starfsmenn fyrirtækisins hafa
opnað læsingar á simum fólks.
Eva Magnúsdóttir upplýsingafulltrúi
Símans Segirþetta eðlilegan gang viö-
skiptanna.