Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2005, Side 13
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚU2005 13
Herjólfurað
fyllast
Stemningin fyr- ^ -
ir Þjóðhátíð í ^
Eyjumstig-
um degi sem dregur nær
verslunarmannahelginni,
sem er óvenju snemma á
ferðinni í ár. Nú er svo
komið að nær allar ferðir
með Herjólfi til og frá Eyja í
kringum Þjóðhátíð eru
orðnar fullar. Laust er í
ferðir fyrri hluta vikunnar
24. til 30. júlí en síðasta ferð
fimmtudaginn 28. júlí er
næturferð og fer klukkan
tvö að nóttu til frá Þorláks-
höfn. Einnig er laust til
baka þriðjudaginn annan
ágúst klukkan fjögur að
degi til frá Eyjum.
Baggalútur
með geisla-
disk
Baggalútur.is hefur um
árabil verið ein vinsælasta
íslenska heimasíðan, en þar
má finna vitleysu um allt á
milli himins og jarðar.
Baggalútsmenn hafa und-
anfarin ár gefið út jólalag
Baggalúts, og er að alast
upp kynslóð sem finnst ekki
jólin vera komin fyrr en
Baggalútar hafa sent frá sér
jólalagið sitt. Nú hyggjast
þeir félagar gefa út heilan
geisladisk, og er hægt að
nálgast sýnishom af einu
laganna, „Settu brennivín í
mjólkurglasið vina", í gegn-
um baggalutur.is.
Vatnslekivið
Stórhöfða
Slökkvilið höfuðborg-
arsvæðisins var kallað út
í gærmorgun vegna
vatnsleka við Stórhöfða
17. Þá hafði kalt vatn
lekið af efri hæð hússins
niður á neðri hæð.
Slökkviliðið kom á stað-
inn og saug upp vatnið
með dælum en svo virð-
ist sem nokkurt tjón hafi
orðið, sérstaklega á neðri
hæð hússins. Algengt er
að fólk gleymi að skrúfa
fyrir loka og krana og
beinir slökkvilið höfuð-
borgarsvæðisins þeim
tilmælum til fólks að
vera vakandi gagnvart
slíku.
Óli Gneisti Sóleyjarson varð fyrir því að grein sem hann tók saman um sögu hljóm-
sveitarinnar Queen var stolið og hún birt á vefsvæði Símans - Huga - í leyfisleysi
og án þess að heimilda væri getið. Það telst skýlaust brot á höfundarrétti. Vefstjóri
Huga, Jóhannes Reykdal, þumbaðist lengi við áður en hann fjarlægði greinina.
hugi.is ÞegarDVfórtil
að athuga grein Óla
Gneista kom i Ijós að
búiðvar aðfjarlægja
hana.þá eftirnokkurt
stapp við vefstjóra.
„Enginn vilji virðist vera hjá þeim hjá Huga að gera neitt í þessu
höfundarréttarbroti," segir Óli Gneisti Sóleyjarson sem heldur
úti bloggsíðu á netinu. Fyrir nokkrum árum tók hann saman
grein á síðuna um sögu hljómsveitarinnar Queen. Hann varð
þess svo var að greinin var höfð til birtingar á hugi.is án þess að
nokkurra heimilda væri getið.
„Þetta voru einhverjar tólf ára
gamlar stelpur sem tóku greinina og
límdu þarna inn," segir Óli sem seg-
ist ekkert eiga sökótt við stúlkumar.
Hins vegar þykir honum furðulegt
að vefstjóri Huga skuli ekki gera
neitt í málinu.
Mikið sótt síða
Hugi.is er vefsvæði í eigu Símans
sem einkum er sótt af unglingum og
er eitt af fimm mest sóttu vefsvæð-
um landsins. Óli hefur ítrekað sett
fram athugasemdir við vefstjóra
Huga, Jóhannes Reykdal, sem tekur
erindi hans jafnan fálega. „Þeir hafa
ekkert gert í þessu þrátt fyrir ábend-
ingar. Eg hef sent Jóhannesi nokkra
tölvupósta en hann er hættur að
svara mér. Nennir ekki að ræða við
svona nöldurseggi eins og mig," seg-
ir Óli Gneisti.
Jóhannes Reykdal má ekki
svara
DV hafði samband við Jóharmes
Reykdal, ritstjóra fjölmiðilsins, en
fékk þau sérkennilegu svör að hann
gæti ekki svarað fyrir vinnubrögð á
Huga. „öll samskipti við fjölmiðla
þurfa að fara í gegnum fjöhniðlafull-
trúa Símans sem er Eva Magnús-
dóttir." Þegar DVleitaði eftir svörum
hjá Evu var því svarað til á Símanum
að hún væri í sumarfríi og enginn
væri til að svara fyrir erindi sem á
hennar borð kæmu á meðan.
Brot á höfundarétti
Róbert Marshall formaður Blaða-
mannafélagsins velkist ekki í vafa
um að þarna sé um skýlaust brot á
höfundarrétti að ræða. „Samkvæmt
höfundarréttarlögum er leyfilegt að
vitna í klausur sem birtast á vefnum
líkt og þekkist í ýmsum prentmiðl-
um. En algerlega óleyfilegt er að taka
heilu greinarnar og birta án leyfis, ég
tala nú ekki um án þess að geta
heimilda," segir Róbert og vill meina
að mjög sé á reiki skilningur á höf-
undarrétti á netinu.
Greinin fjarlægð
Óli Gneisti telur ljóst að annað
hvort geri þeir á Huga sér enga grein
fyrir því að höfundarrétt beri að
virða hvort sem það er á netinu eða
ekki eða að þeim sé slétt sama þó
höfundarréttur sé fótum
troðinn. „Ég fór fram á
greiðslu fyrir greinina í
raun til að benda
þeim á að þetta væri
ekki einfalt mál, þeir
væru að hirða eign
mína. En þeir firra
sig algerlega
ábyrgð."
Þegar DV fór til
að leita að grein Óla
Gneista á Huga var
búið að taka greinina
út. En það virðist ekki
hafa gengið þrautalaust
fyrir sig að fá það í
gegn.
>*r$lÍ
O •• ♦**
Róbert Marshall Tel-
ur engan vafaáþvi
leika að i þessu tilfelli
hafi verið um brot á
höfundarrétti að ræða
Óli Gneisti Vildiekki
una því að Hugi gerði
ekkert i hinum
harðsvíraða ritstuldi.
Latibær á
breiðskjá
Um ein milljón manns
hefur skoðað Norræna
skálann á heimssýningunni
EXPO sem
haldin er í
Japan um
þessar
mundir.
Þjóðardagur
íslands verð-
ur haldinn
hátíðlegur
föstudaginn
15. júlí nk. Þá
verður sérstök áhersla lögð
á ísland og íslenska menn-
ingu á heimssýningunni.
íslenskir listamenn koma
fram og verður íslensk dag-
skrá allan daginn. Einnig
verða sýndir íslensku
barnaþættirnir Latibær og
Litla lirfan ljóta á tuttugu
metra breiðum skjá við tíu
þúsund manna útisvæði.
Stöð 2 missir dampinn
Reykjavíkurborg lokar gæsluvöllum
Strákarnir dala
í fjölmiðla-
könnun Gallup
sem framkvæmd
var í júní síðastlið-
inn kemur fram að
áhorf á fréttir
Stöðvar tvö
minnkar töluvert
frá því í síðustu
könnun sem
framkvæmd var í
apríl. Þá var áhorf
á fréttir 31,7 pró-
sent en er nú
komið niður í
25,3 prósent.
Fréttirnar eru þó
enn sem fyrr vin-
sælasti dagskrár- Áhorfið dalar Áhorfá Strákana hefur lækk-
liður stöðvarinn- að um tæp sexprósent.
ar. Á sama tíma
helst áhorf á fréttir RÚV stöðugt í staklega meðal
rúmlega fjörutíu prósentum.
Fréttir Stöðv-
ar tvö er þó ekki
eini dagskrárlið-
urinn sem lækkar
töluvert í áhorfi
frá því í apríl.
Næst vinsælasti
dagskrárliðurinn
þá var „Það var
lagið" með hinum
síhressa Hemma
Gunn. Þátturinn
er þó enn í öðru
sæti yfir dagskrár-
liði stöðvarinnar.
Þá dala Strákarnir í
áhorfi um tæp sex
prósent en þeir
hafa verið með
vinsælasta efni
stöðvarinnar, sér-
unga fólksins.
22 konur missa vinnuna
Reykjavíkurborg hefur tekið
ákvörðun um að loka öllum gæslu-
völlum borgarinnar yfir vetrartím-
ann. Frá þessu segir á fréttavef RÚV.
Vetrarlokunin mun heíjast 1. sept-
ember á þessu ári. 22 gæslukonum,
sem margar hverjar hafa unnið hjá
gæsluvöllum um áratugaskeið, er
ekki skemmt vegna ákvarðanarinn-
ar. í kjölfar hennar munu þær missa
vinnuna.
Gæsluvellir eru ekki nýlunda hjá
Reykjavíkurborg en síðustu ár hefur
þeim farið fækkandi. Eins og staðan
er f dag eru sex gæsluvellir starfandi
í Reykjavíkurborg, en þeim mun
verða lokað í haust. Ekki er ljóst hver
viðbrögð almennings eru, en lokan-
ir gæsluvalla hafa oft og tíðum verið
mikið hitamál Reykvíkinga. Það sem
einkennt hefur starfsemi þeirra er
skammtímavistun. Foreldrar geta
Gæsluvöllur Nú munu börn ekki geta sótt
gæsluvelli á vetrartíma.
komið með böm sín og leyft þeim að
dvelja í þijár klukkustundir fyrir 100
krónur.