Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2005, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚU2005
Fréttir DV
Páfacjaukur
uppljóstrar
Páfagaukur nokkur í E1
Salvador hjálpaði lögreglu
við að koma upp um ræn-
ingja á dögunum. Ræningj-
amir tóku páfagaukinn
ásamt öðm þýfi þegar þeir
bmtust inn í hús í San
Salvador. Þegar lögreglan
stöðvaði bfl innbrotsþjóf-
anna við venjubundið eftir-
lit heyrðist í páfagauknum:
„Rán, rán." Talsmaður lög-
reglu sagði að þessi köll
páfagauksins hefðu fyllt
lögreglu gmnsemdum sem
leiddu til þess að hún fann
þýflð og tók þjófana hönd-
Nakinn
maður
öskrarátré
Dieter Braun, fjörutíu
og þriggja ára Þjóðverji,
var handtekinn lýrir
skömmu. Ástæða hand-
tökunnar var sú að hon-
um hafði verið ráðlagt af
hjónabandsráðgjafa að
fara út í skóg og öskra á
tré til að fá útrás fýrir
reiði sína. Nektin var hins
vegar ekki að ráði ráð-
gjafans, heldur tjáði Diet-
er lögreglu að hann slak-
aði betur á ef léttur and-
vari fengi að leika um
nakinn likama hans. Lög-
reglan sagði hins vegar
að þetta uppátæki virkaði
ekld róandi á aðra gesti
skógarins og lagði fram
kæm á hendur honum.
Amma hættir
ívændi
Sextíu og
þriggja ára þýsk
vændiskona, hefur
tilkynnt blaðinu
Bild að þegar sex-
tugasta og fjórða
árið banki upp á
sé tímabært að hætta í
bransanum. Konan, sem
hefúr allan sinn starfsaldur
unnið í stjómmálahverfi
Berlínarborgar, segist enn
hafa mikinn Ijölda
fastakúnna. Eftir fall Berlín-
armúrsins var vændiskon-
um hverfisins gert að flytja
sig í önnur hverfi borgarinn-
ar en vændisamman fékk
sérstakt leyfi til að halda
iðju sinni áfram óhindrað.
Með þokuljós
í engri þoku
Á sunnudagskvöldið
hafði lögreglan í Keflavík
afskipti af ökumanni
sem var með ólöglegan
ljósabúnað á bifreið
sinni. í stað stöðuljósa
var hann með blá ljós og
jafnframt var hann með
þokuljósin á. Engin þoka
var þetta kvöld og þess
vegna algjörlega ónauð-
synlegt að hafa þokuljós-
in kveikt, auk þess sem
óleyfilegt er að nota þau
í þéttbýli. Að sögn lög-
reglunnar aftengdi öku-
maður bifreiðarinnar
bláu ljósin og slökkti
þokuljósin. Hann má
búast við sekt.
Menningarlegur arfur íraks er í stórhættu eftir margra mánaða stríðsrekstur
Bandaríkjamanna í landinu. Sérfræðingar telja að óbætanlegt tjón hafi verið unnið
í þessari fornu vöggu siðmenningar í heiminum.
Mushin Hasan Safn-
stjóri íraska þjóðarsafns■
ins niðurbrotinn innan
um rústir safnsins.
Engin rúða brotnaði í olíumálaráðuneyti íraks á meðan glæpa-
menn létu greipar sópa um þjóðargersamar íraks. Bandarískir
hermenn töldu mikilvægara að vernda olíuna en menningar-
verðmæti.
Þegar Íraksstríðið hófst árið
2003 var stjórn Bush yngri ítrekað
bent á mikilvægi þess að verja
fornleifar írösku þjóðarinnar fýrir
ránum og skemmdarverkum. f
fröskum fornmunum skilað Bandarískir
embætismenn skoða fornmuni sem komið
hafa i leitirnar.
kjölfarið var öllum æðstu yfir-
mönnum bandaríska hersins í írak
sendur listi yfir sextán mikilvæg-
ustu stofnanirnar sem þeim bæri
að verja, ofar öllu. Efst á þessum
lista voru Þjóðarbankinn í írak og
Þjóðarsafnið í frak. í sextánda sæti
á þessum sama lista var svo olíu-
málaráðuneytið sem var svo eini
staðurinn sem bandarískar her-
sveitir raunverulega vörðu, enda
brotnaði þar ekki ein rúða á meðan
á átökum stóð.
Tjónið gífurlegt
John Curtis hjá breska þjóðar-
safninu sagði á ráðstefnu í fyrra,
þar sem listaverkaglæpir voru
teknir fyrir, að ekki einu sinni
helmingurinn af fjörutíu mikilvæg-
ustu gripunum sem stolið hefur
verið hefðu skilað sér aftur. Einnig
væri ennþá verið að reyna hafa
upp á um átta þúsund gripum sem
voru hluti af fimmtán þúsund hlut-
um sem stolið var úr sýningarsöl-
um safna víðsvegar um írak. Ljóst
er að stór hluti þessara gripa, sem
talist getur óbætanlegur menning-
Ekki einu sinni helm-
ingnum affjörutíu
mikilvægustu gripun-
um sem stolið hefur
verið hefurskilað sér
aftur.
arlegur arfur mannkynsins í heild,
mun aldrei skila sér að nýju.
Verðmæt skjöl
Fornleifafræðingar víðs vegar
halda þó í vonina um að stærri
hluti fornmunanna muni skila sér
aftur en raunin er í dag, og er það í
sjálfu sér alltaf möguleiki. Öðru
máli gegnir um hið gífurlega magn
mikilvægra skjala og bóka sem
orðnar eru að ösku. Ef marka má
Humberto Márquez, rithöfund frá
Venesúela, sem skrifaði bókina
„Historia Universal de La
Destrucción de Los Libros", má
reikna með að um milljón bækur
og tíu milljónir skjala hafi orðið
eldi að bráð þann 14. aprfl 2003.
Þar má nefna hin keisarlegu skjöl
Ottóman-veldisins og ýmis rit sem
tengjast sköpun íraks.
Endurheimtur forngripur Bandariskur
hermaður handleikur einn affáum fornmun-
um sem endurheimtir hafa verið I írak.
Of fáliðaðir
Þrátt fyrir að bandarísk stjórn-
völd hefðu heitið því að reyna með
öllum tiltækum ráðum að verja
þessa menningarlega mikilvægu
staði er raunin önnur. Yfirmenn
hjá bandaríska hernum héldu því
fram að þeir væru einfaldlega of fá-
liðaðir til að manna alla þessa
staði. Ekki gefa fornleifafræðingar
mikið fyrir þá skýringu og benda á
að bandaríkjamenn hefðu ekki átt í
erfiðleikum með að að hrista fram
úr erminni tvö þúsund hermenn til
að standa vörð um olíulindir íraka,
sem virðast vera stjórnvöldum í
Bandaríkjunum ofar í huga en
mörg þúsund ára saga mannkyns.
hordur@dv.is
Sigur Rós sendir frá sér plötu
Platan heitir Takk
Fellibylurinn Denni dæmalausi eirir engu
Tala látinna vex
Mikil flóð Gffurleg flóð
hafa orðið afvöidum
fellibylsins en þessi
mynd var tekin ÍFIórfda
í Bandaríkjunum.
Tilkynnt hefur verið um væntan-
legan útgáfudag nýjustu afurðar Sig-
ur Rósar, sem mun bera nafnið
Takk. Hljómplötufyrirtækið EMI
mun gefa plötuna út þann tólfta
september um heim allan, ef undan
er skilin Norður-Ameríka. Þar verð-
ur platan gefin út á vegum útgáfu-
fyrirtækisins Geffen daginn eftir.
Sigur Rós hefur ekki sent frá sér
plötu f um þrjú ár, eða síðan nafn-
lausa platan () kom út. Þeirri plötu
gekk mjög vel og fór hún beint í
fimmtugasta og fýrsta sæti Bill-
board-listans fyrstu vikuna, og seld-
ist í rúmlega tvö hundmð þúsund
eintökum allt í allt í Bandaríkjunum
einum saman. Lög af plötunni em
víst þegar farin að heyrast á hljóm-
leikaferð sveitarinnar sem nú stend-
ur yfir og segja gámngar flest lag-
anna sungin á íslensku. Ljóst er að
margir munu bíða spenntir eftir að
Sigur Rós Talið er að megnið afplötunni
Takk verði sungið á islensku, en ekki á von-
lensku eins og á piötunni ().
platan Takk komi í verslanir enda á
sveitin marga aðdáendur jafnt hér á
landi sem erlendis.
Tala látinna af völdum fellibyls-
ins Denna dæmalausa heldur áfram
að aukast en talan er nú komin upp
í ellefu á eyjunni Haítí. Fellibylurinn
náði ströndum Haítí síðastliðinn
þriðjudag og þurfti íjöldi fólks að
yfigefa heimili sín af hans völdum.
Mikil rigning hefur orðið á eyjunni í
kjölfar fellibylsins og hafa uppskerur
bænda þurft að þola gífurlegt tjón af
völdum flóða sem hafa skolað öllu
lauslegu á brott. Fellibylurinn var
ekki jaín kröftugur þegar hann kom
að ströndum Flórída og spáð hafði
verið, en íbúar á svæðinu höfðu bú-
ist við jafn mikilli eyðileggingu og
varð af völdum ívans grimma sem
herjaði á sama svæði síðastliðinn
semptember. Þrátt fyrir að eyðilegg-
ingin sé ekki jafn mikil og búist var
við, er ljóst að um hálf milljón við-
skiptavina raforkufyrirtækja í fjómm
fylkjum Bandaríkjana em án raf-
magns. Lúdegt þykir að svo verði
áfram næstu þrjár vikurnar á fjölda
heimila.