Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2005, Page 21
I
Robson vill
táninga til
WBA
Bryan Robson, knattspymu-
stjóri West Bromwich Albion, hef-
ur mikinn áhuga á að fá til sfn tvo
unga leikmenn frá Stockport
County, þá James Spencer og
Michael Raynes. „Þetta eru strákar
sem eiga eftir að verða virkilega
góðir, ef rétt er á öllu haldið. Ég hef
áhuga á að fá þá til WBA og mun
reyna eftir fremsta megni að
kaupa þá til félagsins. Báðir þessir
strákar eru reynslumiklir miðað
við aldur og hafa spiiað með aðai-
liði Stockport í langan tíma. Best
væri að fá þá til reynslu til þess að
sjá hvemig þeir passa inn í vinnu-
umiivertið sem við höfum skapað
hérna. Þá fyrst sér maður hvort
þeir myndu gefa eitthvað af sér."
Robbie Blake
á leiðinni til
Leeds
Robbie Blake, leikmaður
Birmingham, er á leiðinni til Leeds
United fyrir um ÖUO þúsund pund,
en hann var keyptur tii Birming-
harn City frá Burnley í janúar fyrir
rúmlega eina milljón punda.
Kevin Blackwell, knattspymustjóri
Leeds United, telur öruggt að
Blake myndi standa sig vel hjá
Leeds. „Blake mun færa okkur
fleiri möguleika í sóknarleiknum
sem hafa ekki verið til staðar
héma lengi. Blake hefur lengi ver-
ið uppáhaldi lijá mér og á skilið að
fá að láta ljós sitt skína í hverri
viku. Hann hefur ekki fengið tæki-
færi til þess að gera þetta hjá
Birmingham og því vona ég irtni-
lega að hann komi til Leeds
United, því hér mun hann fá að
spila í hverri viku.“
Newcastle
gæti mætt
Deportivo
Newcastle tekur þátt í
Intertoto-keppninni í sumar og
vonast eftir því að komast í evr-
ópukeppni félagsliða, með góðum
árangri í þerri keppni. Graeme
Souness, knattspymustjóri
Newcastle, ætlar sér að nota aÚan
hóp sinn í keppninni og vonast
eftir því að þurfa ekki að mæta
Deportivo. „Ef Deportivo vinnur
sinn leik, og við vinnum okkar, þá
munum við mætast. En þetta eru
erfiðir leikir. Mörg stór félög taka
þátt í keppninni og þess vegna
munum reyna mikið á leikmanna-
hópinn okkar. Því miður getur
Scott Parker ekki verið með okkur
í þessum leikjum en hann or enn-
þá að ná sér af
/ V meiðslunum
Msem hann
* iilaut í fyrra
hjá Chelsea."
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ2005 21
20 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ2005
Róberti Marshall líst ekkert á að spila fótbolta í 4380 metra hæð
Þetta yrði hreinn viðbjóður
„Þetta yrði hausverkur, maga-
verkur, niðurgangur og uppköst.
Hreinn viðbjóður," segir hinn
kunni fjölmiðlamaður Róbert
Marshall um hvemig það væri að
spila kappleik í 4380 metra hæð.
Róbert er mikill áhugamaður um
fjallasport og hefur meðal annars
náð upp á tind Kilimanjaro í Afríku,
sem er hæsta fjall þeirrar heims-
álfu, 5895 metrar á hæð.
„Þú ert farinn að finna vel fyrir
þunna loftinu í 3000-3500 metra
hæð. Þá ferðu að finna fyrir mæði
og þreytu við minnstu áreynslu. I
4380 metra hæð ertu farinn að
finna fyrir verulegum óþægindum
jafnvel á fyrsta eða öðrum degi f
þeirri hæð. Að vera nýkominn í
þessa hæð og spila strax heilan fót-
boltaleik er einfaldlega hættulegt,"
segir Róbert.
„Þetta er öðmvísi þegar farið er
upp í þessa hæð hægt og rólega. Ég
get nefnt sem dæmi að upp
Kilimanjaro er mögulegt að fara til-
tölulega auðvelda leið upp á topp
sem er í raun bara aflíðandi
brekka upp fjallið. Hins vegar
deyja árlega um tfu manns
þegar þeir fara þá leið ein
faldlega vegna þess að
þeir fara sér of hratt og
veikjast mjög illa," segir
Róbert og bendir á að
gmnnbúðirnar á
Mount Everest, hæsta
fyalli heims, em í tæp-
lega 5000 metra hæð.
„Og þar em menn í
um þrjár vikur að venj-
ast loftinu áður en þeir
fara hærra og það segir
sitt. Ef það væri ekki fyr-
ir 2-3 vikna undirbúning
myndi ég halda að það
yrði viðbjóðslegt að spila
fótbolta í þessari hæð. Einfald
lega kvöl og pína," segir
Róbert.
Sport DV
DV Sport
Þar sem súrefnisgríman er
mikilvægari en takkaskúrnir
í 4380 metra hæð í Andesfj öllunum í Perú liggur sá knattspyrnuvöllur sem
er staðsettur hæst yfir sjávarmáli, Daniel A. Carrion-völlurinn. Það er þar
sem smáliðið Unios Minas spilar heimaleiki sína og þar sem súrefniskútar og
öndunargrímur eru nauðsynlegir til að halda heilsu - og jafnvel lífi.
Andstæðingar Union Minas vita
hveiju þeir eiga von á þegar keppn-
isrútan flytur þá um sanddrifnar
fjallshlíðarnar á leið í smábæinn
Cerro de Pasco. Þar er ekki eitt tré að
finna - aðeins mold og stöku strá.
Þar búa 70 þúsund manns sem hafa
lífsviðurværi sitt af fjölda kopar-
náma sem staðsettar em allt í kring-
um bæinn. Það þykir verðug áskor-
un að taka göngutúr f ölpum Perú
svo það virðist nánast óhugsandi að
spila 90 mínútna knattspymuleik.
Engu að síður er það vikulegur við-
burður hjá leikmönnum Union
Minas.
Súrefni en ekki vatn
Rannsóknir tengdar knatt-
spymuheiminum hafa sýnt að um
leið og farið er yfir 1500 metra
gmnnhæð yfir sjávarmáli minnkar
framlag og úthaíd leikmanna. Svo
einhvern tölfræðilegan samanburð
sé hægt að hafa má nefna að við
hveija 1000 metra sem bætast ofan á
gmnnhæðina minnkar hámarks-
framlag meðalmanns um 10%. f
4380 metra hæð, þeirri sem Daniel
„Loftið er svo gríðarlega þunnt að íhálfleik er
það ekki vatnið gamla og góða sem er for-
gangsatriði hjá leikmönnum heldur er byrjað
á því að dreifa á þá súrefniskútum"
A. Carrion-völlurinn er staðsettur í,
er loftið svo gríðarlega þunnt að
leikmenn geta að algjöru hámarki
spilað af 75% krafti. Minnsta hreyf-
ing getur valdið því að leikmenn í
toppformi taki andköf og langur
sprettur getur beinlínis verið lífs-
hættulegur.
í hálfleik er það ekki vatnið gamla
og góða sem er forgangsatriði hjá
leikmönnum heldur er byrjað á því
að dreifa til þeirra súreftiiskútum.
Súrefnisinntakan f svona þunnu
lofti er svo lítil að lungun geta auð-
veldlega fallið saman ef ekki er aðgát
höfð og allskyns bjúgsöfnun getur
átt sér stað. Þá er það undantekning
ef einhverjir leikmenn þjást ekki af
miklum öndunarerfiðleikum á ein-
hveijum tímapunkti í leiknum. Ekki
má gleyma kuldanum sem er í svona
mikilli hæð en meðalhitinn á hefð-
bundu keppnistímabili er rétt um -3
gráður.
Pynting að spila á veilinum
En það eru ekki eintómir gallar
sem fylgja því að spila á Daniel A.
Carrion-vellinum. Þessar óbærilegu
aðstæður venjast með tímanum og
eiga flestir innfæddir ekki í miklum
vandræðum með að klára leik. Auk
þess sýnir sagan að Union Minas
tapar venjulega ekki þegar það spil-
ar á heimvelli. Völlurinn rúmar um
átta þúsund manns og er löglegur á
alþjóðlegan mælikvarða og því hefur
landslið Perú tekið upp á því að spila
á vellinum þegar það á við ofurefli
að etja. Þeir sem spilað hafa á vellin-
um líkja upplifuninni við pyntingu
og til marks um hversu mikil bilun
það er að leggja í heilan fótboltaleik
þar má nefna að það er stundum
venja hjá fjallgöngumönnum að
setja upp grunnbúðir í „aðeins"
4000 metra hæð til að venjast þunna
loftinu.
Og þessi sjúkleiki hefur haft al-
varlegar afleiðingar í för með sér.
Árið 1993 hnigu nokkrir leikmanna
Universitario, þáverandi lands-
meistara í Perú, niður í miðjum leik.
Ástæðan var einföld - ofreynsla. Ári
síðar var völlurinn notaður sem
hlutlaus í bikarkeppni og voru
Union Minas þá ekki að spila. Sá
leikur var flautaður af í síðari hálfleik
í stöðunni 0-0 þar sem hvortugt lið-
anna sem kepptu bjó yfir leikmönn-
um sem höfðu nægilega orku til að
byggja upp sókn.
Samfelld sigurganga
Það þarf varla að fara mörgum
orðum um hversu mikið forskot
Union Minas hefur á andstæðinga
sína í hverjum heimaleik. Eins og
áður segir ná leikmenn liðsins að
mynda sér þol gegn þunna loftinu
með tímanum og búa þeir þannig
FÓTBOLTAVELLIR OG HÆÐ YFIR SJÁVARMÁLI:
Völlur borg/Iand metraryfirsjó
Abuja Lagos/Nígería 3
Olympic Stadium Sidney/Ástralía 42
Guiseppe Maezza Mílanó/Italía 147
S. Bemabeu Madríd/Spánn 667
Nat. Bank Stadium Jóhannesarborg/S-Afríka 1753
Atahualpa Quito/Ekvador 2818
Hemando Siles La Paz/Bólivía 3632
Daniel A. Carron Cerro de Pasco/Perú 4380
„Tvö tímabil íröð
vann liðið hvern ein-
asta heimaleik. Bæði
tímabilin endaði liðið
hinsvegar í fjórða
sæti því útivallaár-
angurinn varskelfi-
legur."
yfir miklu meira úthaldi en mótherj-
amir. Á 8. og 9. áratugnum var félag-
ið eitt það besta í landinu og tvö
tímabil í röð (1991-92) vann liðið
hvem einasta heimaleik. Bæði tíma-
bilin endaði liðið hinsvegar í fjórða
sæti því útivallaárangurinn var
skelfilegur.
Á síðustu ámm hefur félagið hins
vegar verið í mikilli afturför. Vegna
fjárhagsvanda hmndi félagið fyrir
nokkmm árum og nú um stundir
leikur liðið í næst neðstu deild Perú
þar sem andstæðingamir em lið úr
nágrannabæjum og -borgum. í dag
spilar liðið eingöngu ánægjunnar
vegna, og hana fá leikmenn þrátt
fyrir að öndunargríman sé jafn mik-
ilvæg og takkaskómir.
vignir@dv.is
Hrikalegar aðstæður DanielA.
Carrion-völlurinn geturoft orðið
draugalegur í þokunni uppi í fjöllum
eins og sést á myndinni hér fyrir
neðan. Á myndinni hér til hægri sést
þegar ieikmaður fær súrefni frá
hliðarlínunni áðuren hann lognast
útafvegna þunna loftsins.