Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2005, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ2005
Fjölskyldan DV
Blástursmálun
Efnl:
Pappír, vatnsmálning, vatnslitir eða blek og
sogrör.
Aðferfi:
Byrjað er á að þynna málninguna með vatni
svo auðvelt sé að blása hana.
Örlítið afmálningu er sett á blað með skeið
eöa öðru áhaldi. Barnið notar rörið til að
blása málningunni út um allt blað.
Gaman er að nota marga liti og blása þá I
kross og fram og
til baka. Þessar
myndir verða oft
mjög fattegar og
auk þess þjálfar
þessiathöfn
munninn og eyk-
urtilfinningu
barnsins fyrirþví
að blása og þvl að beina ioft-
inu út um munninn.
Heimagerðir
laufstimplar
EM:
Þekjulitir, pappír, þurrkuð
laufblöð, penslar eða svampur
og undirskálar.
Aöferð:
Setjið málninguna í undir-
skálamar. Bömin mála svo lauf-
blöðin með pensli eða svampi en
það þarf að gera það varlega svo
laufin brotni ekki.
Laufblaðið er svo lagt ofan á
pappfr eða efnisbút (eða öfugt)
og þrýst létt á svo myndin skili
sér. Síðan er hægt að mála og
skreyta í kringum myndina.
Þetta föndur hentar bömum
fjögurra ára og eldri.
Eyrnapinna leit
Hér er leikur sem er sniðugur
í afmælið og það er eymapinna-
leikurinn. Maður tekur slatta af
eyrnapinnum og
felur þá í garðin-
um. Það má iíka
vera eitthvað ann-
að smádót eins og
hnetur eða bréfa-
klemmur.
I Eyrnapinnar I Síðan fara
| Góðir í afmælisleiki. | krakkamir allir
út með h'tinn
plastpoka hver og á fimm eða tíu
mínútum eiga þau að reyna að
finna sem flesta pinna. Þegar
tíminn er liðinn skila krakkarnir
pokunum og sá sem hefur
fundið flesta pinna fær verðlaun.
Pez til að hætta
að reykja
Pez var framleitt fyrst í Aust-
urríki árið 1927 og var nafnið
stytting á pfefferminz, sem er
þýska orðið yfir piparmyntu.
Myntan var geymd í lítiili dós og
seldist frekar vel fýrstu 20 árin.
Upprunalega var hún auglýst
sem bragðgóður valkostur fyrir
þá sem vom að hætta að reykja.
Fyrsti pez-baukurinn kom til
sögunnar árið 1948 og ijórum
ámm síðar var bætt við hausum
af teiknumyndafígúmm.
Baukarnir urðu afar vinsælir hjá
bömum sem skiptu á þeim sín á
milli. Þessir gömlu pez-baukar
em eftirsóttir í dag af söfnumm.
Ár hvert em seldir yfir þrír
milljarðar pez-pakka í 60 lönd-
um. Sælgætið er þó aukaatriði
því það em baukarnir sjálfir sem
em vinsælastir.
Hæ, Valgerðurí
Ég er 19 ára
gamall og í
framhalds-
skóla. Mér hef-
ur gengið al-
veg þokkalega
en veturinn í vetur var
mjög erfiður.
Pabbi drekkur mik-
ið og vill ekki fara i
meðferð. For-
eldrar mínir tal-
ast varla við og
senda mig með
skilaboð á milli.
Ég geri það
auðvitað en
þau láta það
bitna á mér. Ég
er orðin svo þreyttur á þeim en
ég get ekki flutt að heiman.
Hvað get ég gert?
Komdu sæll,
framhaldsskólanemi!
Aðstæður þínar eru ekki öfunds-
verðar en því miður em margir í
svipuðum spomm og þú. Alkóhól-
isminn setur mark sitt á fleiri en
þann sem drekkur í óhófi, hann set-
ur mark sitt á alla fjölskylduna.
Meðvirkni
Flestar fjölskyldur ráða við tíma-
bundið álag, þ.e. ef góðu stundirnar
yfirskyggja þær slæmu. En drykkju-
sýki getur valdið langvarandi álagi
og togstreitu. Ástvinir drykkjusjúkl-
ingsins laga sig oft að ástandinu til
að forðast sffelld átök. Það nefnist
meðvirkni og í hennar skjóli þrífst
vandamálið.
Mér kemur ekki á óvart að þú
sért þreyttur. Þú hefur gerst eins-
konar málpípa eða millistykki í
samskiptum foreldra þinna. Þeir
eiga greinilega við mikla erfið-
leika að etja sem kunna að eiga
rót í óhóflegri áfengisneyslu
pabba þíns. Ef til vill kemur fleira
til.
Hvernig sem á það er litið nær
það engri átt að börn og ungmenni
séu gerð að einhvers konar sendi-
boðum milli foreldra sinna þegar
þeir gefast upp á að leysa sín
vandamál sjálfir. Skiptir engu þótt
þú sért orðinn 19 ára og þvf lögráða
(sjálfráða og fjárráða).
Samskiptavandi foreldra þinna
er löngu hættur að vera þeirra
einkamál. Hann kemur niður á þér,
þinni líðan og eitrar viðhorf þitt til
þeirra sem þú býrð hjá. Það er aftur
á móti engin tilviljun að málin þró-
ast með þessum hætti þegar vanda-
mál, sem brjóta niður fjölskylduna
og skemma fyrir henni, eru látin óá-
talin í langan tíma.
En hvað getur þú gert?
Mikilvægt er að þú áttir þig á
þeirri stöðu sem fjölskyldan er í og
gætir að sjálfum þér í því sambandi.
Áttir þig á hvað er á þínu valdi að
gera og hvað ekki. Þú getur ekki
stýrt drykkju föður þíns. Sam-
skiptavanda foreldra þinna leysir
þú ekki heldur. Það verða þau að
gera sjálf. Þú getur hinsvegar sagt
upp stöðu þinni sem millistykki.
Hugsanlega bregðast foreldrar
þínir reiðir við, því að þeir hafa
vanist því að láta þig sjá um hin
óþægilegu samskipti. Það væri
mannlegt. En til lengri tíma litið er
þetta eina raunhæfa lausnin. Ég
ætía alls ekki að kenna þér um
hvernig komið er, en verð samt að
benda þér á að þú sameinar ekki
foreldra þína með því að bera boð á
milli þeirra með þeim hætti sem þú
lýsir heldur frestar ef til vill að þau
taki á sínum málum.
Að kippa millistykkinu úr
sambandi
Þú ættir að reyna að ræða við
foreldra þína og koma þeim í skiln-
ing um hvað þér líður illa. Ekki er
vfst að þau hafi áttað sig á hvaða
áhrif drykkja pabba þíns og erfið
samskipti hans og mömmu þinnar
hafa á þig. Ef til vill eru þau of upp-
tekin af eigin vanlíðan. Slíkar um-
ræður gætu orðið til þess að þau
sjái þörfina á því að gera eitthvað
róttækt.
En þú hefur kannski reynt það
nú þegar án þess að það hafi borið
árangur. Það er algengt í fjölskyld-
um alkóhólista að bannað sé að tala
um óþægilega hluti og vandamál.
Sérstaklega þegar drykkjusjúkling-
ur vill ekki viðurkenna að hann eigi
við áfengisvandamál að stríða.
Kannski þarft þú að byggja sjálf-
an þig upp áður en þú ert tilbúinn
til að setja foreldrum þínum mörk. í
því tilviki ættir þú að athuga hvort
þú fáir ekki hjálp hjá t.d. skólafé-
lagsráðgjafa eða náms- og starfs-
ráðgjafa í framhaldsskólanum þín-
um. Einnig getur þú haft samband
beint við fjölskyldudeiid SÁÁ en þar
er starfsfólk sem sérhæfir sig í með-
ferð alkóhólista og í stuðningi við
fjölskyldur þeirra (www.saa.is). Þú
þarft ekki að bíða eftir því að pabbi
þinn hætti að drekka til að eiga
þangað erindi. Þið öll saman eða í
hvert í sínu lagi getið leitað eftir að-
stoð. Stuðningur við fjölskylduna er
mikilvægur hvort sem alkóhólistinn
er virkur eða ekki.
Hugleiðingar þínar í bréfinu
benda til þess að þú sért þegar
kominn af stað. Þú ert við það að
kippa millistykkinu úr sambandi.
Gangiþérvel!
Valgerður Halldórsdóttir
félagsráðgjaB.
Stúlkur frekar þunglyndar
Stúlkur eru tvisvar sinnum Ifklegri til að verða þung-
lyndar en drengir og næstum tvisvar sinnum líklegri til að
íhuga sjálfsmorð. Það er ekki auðvelt að sjá merki þessa
hjá unglingum svo hér eru nokkur atriði sem ætti að fylgj-
ast með:
1. Depurð sem stendur yflr lengur en f tvær vikur
2. Unglingurinn tárast mikið og grætur
3. Vonleysi
4. Minnkandi áhugi á athöfnum
5. Unglingnum leiðist stöðugt
6. Félagsleg einangrun
7. Lágt sjálfsmat og sektarkennd
8. Aukinn pirringur
9. Örðugleikar f samböndum við annað fólk
10. Kvartanir um höfuð- og magaverki
11. Hegðun sem gefur til kynna sjálfseyðingarhvöt
Ef unglingurinn sýnir einhver af ofannefndum ein-
kennum þá væri ráð að tala við lækni. Hafa ber samt í
huga að unglingar eru oft pirraðir og þeim leiðist oft svo
það er engin ástæða til að gera ráð fyrir hinu versta.