Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2005, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ2005
DV Fréttir
Graður asni
sendur í útlegð
Graður asni í Króatíu hefur
verið sendur í útlegð eftir að
hafa áreitt kvenkyns asna í
þjóðgarði í Króatíu. Asninn
var víst vís til þess að krefja
kvenkyns asnana um kynlíf
allt að 16 sinnum á dag.
Verðir í garðinum hafa sagt
að ferðamenn hafi
kvartað undan
asnanum og sagt
að það væri ein-
Kennnegi ao asnarnir vildu bara njóta
ásta allan daginn. Ferðamenn sögðu líka að nú væru
asnarnir allir í felum vegna þess að þeir vildu
ekki hitta graða asnann. Verðirnir segja að
asnarnir séu ánægðari eftir að graði asninn
var sendur í útlegð.
Tælenskir dverg-nautgripir giftast
Tveir dvergvaxnir nautgripir í Tælandi giftust í gær. Nautgripirnir giftust
vegna þess að eigendum þeirra fundust þeir svo hentugir til undaneldis en
neituðu báðir að selja sín dýr. Það var því sameiginleg lausn að láta dýrin
giftast og svo makast. Athöfnin fór fram í gær í bænum Sa Kaew. Hún fór
fram eins og eðlilegt tælenskt brúðkaup.
Hundabúr - Hvolpagrindur
Full búð af nýjum vörum.
30% afsláttur af öllu.
Tokyo gæiudýravörur
Hjallahrauni 4 Opið: mán. til fös. 10-18
Hafnarfirði Lau. 10-16
S. 565-8444 Sun. 12-16
Stað-
reyndir
um f iska
og ketti
- Fiskar anda að sér
vatni.
- Margir fiskar lifa í
hópum þegar þeir
eru villtir. Þeir þurfa
félagsskap frá öðrum af
sömu tegund.
- Gullfiskar geta lifað í allt að 25
ár.
- Svartir kettir boða hvorki
ógæfu, gæfu né nokkuð yfir höf-
uð.
- Hjartsláttur katta er tvöfalt
hraðari en hjartsláttur meðal-
manneskju.
- Kettir eru hreinræktuð rándýr.
Það þýðir að þeir borða aðallega
kjöt.
- Kettir sofa meirihluta dagsins
og eru aðeins vakandi fjóra til
fimm klukkutíma á dag.
Hundahótel Það er
mikilvægt að hundin-
um þlnum llði vel
meðan þú ert I frli.
Yfir sumartímann þurfa hundaeigendur gjarnan aö bregöa sér meira af bæ en
vfir vetrartímann. Þá þurfa hundarnir oft að verja tíma á hundahótelum.
Björninn bankar
Dýrasérfræðingar segja að
skógarbjöm í Króatíu hafi lært
að blekkja fólk til þess að hleypa
honum inn á heimili þeirra með
því að banka á hurðina. Þeir
halda að hann hafi lært þetta
þegar hann reyndi að bijóta
niður hurð með hrömmunum.
Loknar-ijölskyldan í Gerovo í
Króatíu segist hætt að fara til
dyra. „Ég heyrði bankað á hurð-
ina og ég fór til dyra. Þar stóð
bjöm og ég trúði ekki eigin aug-
um. Hann röll-ti inn eins og
ekkert væri sjálfsagðara. Ég
stökk út um gluggan á meðan
hann rótaði til í eldhúsinu," seg-
ir Nevenka I.oknar-ijölskyldan
hefúr reynt
allt til þess
að koma í
veg fyrir að
björninn
komist að
húsinu en
allt kem-
urfyrir
ekki. „Ég
yrði ekki
hissa ef
hann
kynni að
nota vír-
klippur,"
sagði
Nevenka.
Hundaeigendur þurfa oftar en
ekki að bregða sér af bæ og liggur
leið þeirra gjarnan út fyrir landstein-
ana. Einhversstaðar verða
kjölturakkarnir að vera á meðan því
ekki em þeir æskilegir á fyrsta far-
rými Icelandair, eða Iceland Ex-
press. Þá er gott að geta geymt
hvuttana á hundahótelum sem fer
stöðugt fjölgandi hér á landi. Það
em nokkrir hlutir sem gott er að hafa
í huga.
Kynna sér starfsemina
Sum hundahótelanna hafa
heimasíður þar sem hægt er að
kynna sér þá þjónustu sem hótelin
bjóða upp á, verð og annað í þeim
dúr. Einnig er gott að ráðfæra sig við
vini og kunningja sem hafa notast
við þessi hótel og kanna þá reynslu
sem þeir hafa af viðskiptunum. Þar
færðu hlutlaust mat og getur verið
viss um að ekki sé verið að plata þig
með sölubrellum. Þú vilt að hundln-
um þfnum líði vel.
Panta tímanlega
í sumar er nánast allt uppbókað á
hundahótelum landsins. Það er því
nauðsynlegt að hringja tímanlega og
panta fyrir hundinn þinn því fjöl-
margir hundaeigendur hafa gaman
af því að skella sér til útlanda, rétt
eins og þú.
Á meðan þú sólar þig eða skoðar
framandi menningu getur hundur-
inn þinn leikið sér við aðra
hunda og liðið vel.
Leyfa hundinum að
taka dótið með
Hundurinn þinn á mjög
líklega eftir að fá einhverja
heimþrá meðan þú ert í burtu.
Hann saknar þess að geta ekki
lagst í bælið á sínum stað, og
hann saknar skarkalans á
heimilinu sem hann er vanur
að vera á. Þá er gott að leyfa
honum að vera með uppá-
haldsleikfangið sitt með sér svo
hann hafi eitthvað til að minn-
ast heimkynnana, og hlakka til
að koma heim.
Páfagaukur kemur óþokkum bak við lás og slá
Páfagaukurinn Paquita er
orðinn stórstjama í E1 Salvador eft-
ir að hann hjálpaði lögreglunni þar
að handsama ræningjagengi. Ræn-
ingjamir stálu páfagaulöium ásamt
öðmm verðmætum í innbroti á
heimili í San Salvador. Þegar bíll
ræningjanna var stöðvaður af lög-
reglu við venjubundið eftirlit
skrækti fuglinn: „Rán! Rán!"
Talsmaður lögreglu sagði „Þetta
er frábær fugl! Hann endurtók það
sem eigandi hans sagði þegar hann
kom að ræningjunum. Það vakti
gmnsemdir lögreglu-
mannanna og þeir
ákváðu að leita að þýfi í
bflnum" Gengið var
handtekið og Paquita
komst í hvert einasta
dagblað í landinu.