Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2005, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2005, Page 27
DV Fréttir ÞRIÐJUDACUR 12. JÚLÍ2005 27 Úr bloggheimum ‘'jahh þadd er svolldid mjög langd sidan eg hef skrifad eitthvaaaa þaaa er bra ragna sem buinn ad vera all- veg hellvii dugleg skohh bloggadi bra fullu kjellingin en jahh þessa dagana er eg bra bu- inn ad vera vinna og bra djamma bra a fullu og svonna buid ad vera ogedslega gaman nema bra buinn ad koma mer i sma vand- rædi stelpan er kasski bra adfra uppi sveit :S:S:S:( þad er eg bra engan veginn ad méika :S en jahh eg bra hefekkert meira segja þannig vid sjaumst bra“ folk.is/fcuk/ “Ég fékkhugljómun núna um daginn eða vitrun.... Ég er búin aðátta mig á hvað mig langar að gera.Égfattaöi skyndilega hvað mun gera mig hamingju- sama, ég hef verið að ieita hamingjunnar á röng- umstöðum.Miglangarað flytja. Setjast aðútiá landi I litlu krúttlegu þorpi eða kauptúni, gifta mig huggulegum herramanni í lítilli krúttlegri sveitakirkju og eignast svo fjögur hugguiega krúttieg börn með herramanninum og lifa svo hamingju- sömtilæviloka....“ Sólrún Lilja Ragnarsdóttir - solrunlilja.blogspot.com/ “Ég er aö lesa svo hiægilega bók frá árinu 1946 sem ber nafniðjtðiaðandi er konan ánægðusfog er handbók fyrir konur um það hvernig þær eiga að snyrta sig og lita vei út. Bókin ereftirieikkonunaJoan Bennettog hún feryfír minnstu smáatriði varðandi um- hirðu útlitsins. Bókin er stútfull afgullmolum. Kaflarnir heita t.d. lil.Fljótleg snyrting en varanleg IV. Kvenþjóðin hefur krafta i kögglum VII. Að geðjast karlmönnum VIII. Húsmóðurstarfíð ermargþætf gvelda.blogspot.com/ “Mikið iifandis skeifímgar ósköp er langt slðan ég hefritað niður orö á þessa síðu mína... Enda kannski ekkert skritið því ég hefverið norður í rass- gati síðastliðna mánuð að þykjast vera veiða sild.. Tja.. fengum nú reyndar aiveg 3 túra i mánuönum, rúmlega 4000 tonn i bræðslu.. afíaverðmæti c.a40 milljónirí mánuðnum.. því verður maður hálffúll þegar maður sér fréttina afEngey sem var! sínum fyrsta túr. 1850 tonn afunnum fískafurðum og afía- verðmæti c.a 140 milljónir i afíaverðmæti... hehe bara RUGL." Borgþór Asgeirsson - boggi.vinirketils.com/ The Rolling Stones kemurfram á sjónarsviðið Þennan dag árið 1962 kom hin víðfræga hljómsveit The Rolling stones fyrst fram. í menntaskóla stofnaði Mick Jagger ásamt friðu föruneyti hljómsveit sem var kölluð Little boy blue and the blue boys. Hljómsveitin þróaðist og fékk seinna nafnið Blues, Inc. Þegar þeirri sveit var boðið að spila í útvarpsþætti var nafninu breytt í Tbe Rolling stones. Eftir að hafa komið fram í útvarps- þættinum var hljómsveitarmeðlim- um boðið að spila fyrir áhorfendur á klúbbnum The Marquee club þann 12. júh' árið 1962. The Rolling stones. Eiiífðarrokkarar. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu smáskífu í Bretlandi árið 1963. Áður en langt var um liðið varð hljóm- sveitin þekkt sem andstæða Bítl- anna. Meðlimir The Rolling stones voru síðhærðir og villtir en Bítlarnir virtust skynsamir og öruggir. The Rolling stones hélt áfram að spila af fullum krafti og gaf út hvert lagið á eftir öðru. Hljómsveitin náði efsta sæti bandaríska vinsældarlistans árið 1965 með laginu I can’t get no satisfaction. Hljómplatan Steel wheels, sem var gefin út árið 1989, seldist í tveimur milljónum eintaka og hljómleikaferðin halaði inn 140 milljón doUara. Þegar sveitin gaf út í dag árið 1966 tók Raunvísindastofnun Háskóla íslands form- lega til starfa. Hún fæst við grunnrannsóknir og kennslu. Voodoo lounge árið 1994, fékk hún verðlaun fyrir að vera besta rokk- platan og þar með voru komin hin fyrstu Grammy-verðlaun. Flestir eru sammála um að tónlist The RoUing stones sé orðin klassík í tónlistar- sögu samtímans og hefur sveitin öðlast tryggan hóp aðdáenda. Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Mér blöskrar dómurinn yfir ökuníöingi Móðir á Vestíjörðum hringdi: Ég fylgdist með fréttum í gær og blöskrar hreinlega dómurinn sem kveðinn var upp í málinu gegn drengnum sem í fyrra ók bíl sínum eftir Bíldudalsvegi og ók á unga stúlk- Lesendur u og varð henni að bana. Af hveiju fær drengurinn bara eirrn mánuð skUorðsbundinn og sviptingu í hálft ár? Það er minna en þeir sem aka ölv- aðir fá og það er forkastanlegt að dómari skuli dæma hann svo vægt. Drengurinn var valdur að dauða hennar og við vitum það að stúlkan kemur ekki aftur. Hún er farin fráfjöl- skyldu sinni fyrir fullt og allt og drengurinn sem varð valdur að því fær einungis skilorðsbundinn dóm og stutta sviptingu. Ungi drengurinn sem var valdur að dauða stúlkunnar hefur ekið um götumar síðan slysið varð. Sonur minn var, fyrir rúmlega tuttugu árum, tekinn fyrir ölvun- arakstur í sama umdæmi og stúlkan lést. Hann var með eilítið magn áfengis í blóðinu og skilaði sjálfur inn ökuleyfi sínu til hreppstjóra. Það sem hann gerði var að keyra löturhægt til þess að skila spólu, undir áhrifúm. Hann uppskar 25 þúsund króna sekt og missti prófið í hálft ár, strax eftir atburðinn. Það er ekkert sem réttlæt- ir ölvunarakstur en það sem ég er að benda á er mismunur á gjörðum þeirra. Minn ók undir áhrifúm áfeng- is og var sviptur í hálft ár. Drengurinn drap stúlku með því að keyra á ofsa- hraða og fær sömu sviptingu. Réttar- kerfið á íslandi er algjörlega bilað og ég tel það full ljóst að dómarar þurfa að taka sig saman í andlitinu. Athugasemd frá aðstoðarlandlækni í grein í DV um mál barns sem lést skömmu eftir fæðingu segir: „Landlæknir áleit síðar ekkert hafa verið óeðlilegt við vinnubrögð á Haldið til haga spítalanum..." Þar sem málið hefur nú hlotið umfjöllun dómstóla þykir rétt að birta niðurlagsorðin í ályktun embættisins: „Ritið gaf tilkynna versnandi líð- an fósturs a.m.k. 1 klukkustund fyr- ir fæðingu með keisaraskurði. Það ásamt því að vitað var um að blæð- inghafði orðið irm í vatnsbelg ásamt minnkandi hreyfíngum fósturs hefði átt að leiða tiJ skjótari viðbragða en raun varð á. Óeðlilega langur tími leið þar til barnið var tekið með keis- araskurði. Sérstaklega er gerð at- hugasemd við hversu langur tími leið frá því ákvörðun var tekin um keisaraskurð þar tilhann vargerður, eða um þrír stundarfjórðungar. “ Matthías Halldórsson, aðstoðar- landlæknir Landlæknisembættið Austurströnd 5 Matthías Hall- dórsson Að- stoðarland- tæknir segir ekki rétt að embætt- ið hafi talið vinnubrögð á fæðingardeild Landspítaians eðlileg. Hallgrímur Kúld hefur fundiö ástæð- una fyrir háu fast- eignaverði. Sundlaugavörður segir Iðnaðarmenn tala of mikið í gemsa Ég var að velta fyrir mér háu fasteignaverði á höfuðborgar- svæðinu. Ég var nefriilega að flytja inn í nýja íbúð í Vallar- hverfinu í Hafnarfirði. Víst eru bankarnir að lána til hægri og vinstri með lágum vöxtum og hafa þannig áhrif á fasteigna- verðið. En ég fann aðra ástæðu fyrir háu fasteignaverði þegar ég var á rölti um nýja hverfið mitt og þegar ég fýlgdist með iðnað- armönnum vera að byggja íbúð- ina mína. Það er gemsanotkun iðnaðarmanna. Undantekninga- laust lögðu þeir frá sér verkfræin þegar gemsinn hringdi. Við það tapast vinnustundir sem verktak- inn þarf að borga og á endanum ég. Það eru örugglega margar mínútur, jaöivel klukkustundir, sem tapast á hverjum degi vegna gemsanotkunar. I kjöifarið fór ég að velta þvf fyrir mér hvernig þetta væri hjá öðrum vinnandi stéttum. Ég er gamall sjómaður og ég sé ekki fyrir mér háseta leggja niður vinnu í miðjum netadrætti og svara í símann, og hvað þá skurðlækna. Ekki leggja þeir frá sér hnffinn til þess að svara í símann. Því segi ég við byggingaverktaka að þeir eigi að taka gemsann af iðnaðarmönn- um og lækka þannig íbúðaverð. h Invisible girl komin á markað Maður dagsins „Ég er rosalega spennt fyrir nýju plötunni og er búin að hafa svo mikið að gera undanfarið að ég hef ekki haft tíma til að borða,“ segir Leoncie, söngkonan góð- kunna. „Ég hlakka til að geta slappað aðeins af og haldið áfram að semja lög fyrir næstu plötu, en ég hef þegar samið fimm lög fyrir hana. I ágúst mun ég svo halda síðbúið útgáfupartí heima hjá mér og ætla ég sjálf að elda ofan í alla gestina. Næst á dagskrá er hins vegar að taka upp tónlistar- myndbönd og verða þau mögn- uð!" „Það er ekkert grín að gefa út plötu og liggur margra mánaða vinna að baki. Þegar ég er búin að semja nýtt efni fer ég yfirleitt til // London til að taka upp í hljóðveri. Ég er hætt að gera það á íslandi vegna slæmrar reynslu. Næstu plötu ætla ég að hljóðrita í Banda- ríkjunum því ég vil heimsækja guðföður minn sem býr þar. Hann vinnur í Pentagon og verður ef- laust skipulögð stór og mikil veisla fyrir mig, stjörnu fjölskyid- unnar," segir Leoncie glöð í bragði. „Fyrstu tónleikarnir vegna nýju plötunnar verða á þjóðhátíð í yjum. Fólk verður hissa þegar það sér í hverju ég verð á sviðinu! Ég Nvhljómplatameð LeoncieerkominámMog kallasthúnInvisiblegirl. Leoncie e^r á fullu þessa dagana við að kynna plötuna og lofar landsmonnum góðum tónleikum (kjölfarið, Það er ekkert grín að gefa útplötu og liggur margra mán- aða vinna að baki. sauma alla sviðsbúningana mína sjálf því ég vil vera öðruvísi. Ég lofa því að þetta verða magnaðir tónleikar," segir Leoncie.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.