Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2005, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2005, Side 33
Menning DV ÞRIÐJUDAGUR 12.JÚLÍ2005 33 Kalli og sælgætisgerðin í bíó og á svið í gær var frumsýning í Los Ang- eles á fj ölskyldumyndinni Kalli og sælgætisgeröin sem gerö er eftír sögu Roalds Dahl sem komið hefur út á íslensku. Það er Tim Burton, hinn kunni leikstjóri, sem stýrir kvikmyndinni en hún sameinar þá Johnny Depp á ný. í sögunni segir af Kalla sem vinnur keppni ásamt fjórum öðr- um bömum sem hinn sérlundaði sælgætisframleiðandi Willy Wonka stendur fyrir. Kalli sker sig frá öðr- um fjórum keppendum í valinu sem allir em spiUtir af eftírlætí og síngimi en mæta örlögum sínum í höndum sérvitringsins ViilaVonka. Þetta er önnur kvikmyndin sem gerð er eftír sögunni, en Gene Wilder lék sælgætisframleiðand- ann á hvíta tjaldinu 1971. Nýja. myndin fer í dreifingu vestanhafs á föstudag. Hjálmar H. Ragnarsson tón- skáld og Böðvar Guðmundsson sömdu söngleik fyrir böm upp úr sögunni 1994 fyrir Tónmennta- skólann í Reykjavík og var hann fluttur af nemendum og kennurum skólans í Gamla Bfói. Leikfélag Reykjavíkur mun hafa tryggt sér réttinn á söngleiknum og er áætlað að hann fari á svið leikárið 2006 - 2007 fá- ist leyfi til en framleiðendur kvikmyndarinnar hafa rétt til að halda verkinu frá sviði á meðan kvikmyndin er á ferð um heiminn á hvítum tjöldum, diskum og böndum. Johnny Depp sem sér- vitringurinn Villi Wonka Imyndinni leggja þeir Tim Burton krafta sína saman á ný. Hjalmar H. Ragnars son Söngleikur eftir frægri barnasögu. Böövar Guðmundsson Leikandi söngtextar viö tónlist Hjálmars. Rúmlega hálfrar aldar kennimark í Reykjavík verður ekki rifið: Austurbæjarbíó hefur enn skipt um eigend- ur. Fasteignafélagið Nýsir keypti húsið fyrir ótilgreint verð og hyggst reka það áfram sem samkomuhús Greint var frá því í Fréttablaðinu á laugardag að fasteignafélagið Nýsir hefði gengið frá samningum um Austurbæ við Snorrabraut af verk- tökunum sem keyptu það á sínum tíma af Sambíóunum, en í byrjun júm' greindum við frá viðræðum einkaaðila við eigendur hússins. Kaupandinn, fasteignafélagið Nýsir, hefur lýst því yfir að húsið verði rek- ið sem samkomuhús áfram en þar eru fyrirhugaðar tvær sviðsetningar á næstu mánuðum. Söngleikurinn um munaðarleysingjann Annie er þar f æfingum þessa dagana og verð- ur frumsýning á fimmtudag en Ávaxtakarfan verður tekin þar á ný til sýninga í byrjun september. Þar með er lokið stríðinu um Austurbæjarbíó en hugmyndir verk- taka um að rífa húsið og reisa þar fjölbýlishús mættu andstöðu víða í fjölmiðlum. Ómar Ragnarsson benti á hina merku sögu hússins í menn- ingarsögu Reykjavíkur og fleiri tóku undir. Það var reist 1948 og var þá stærsta samkomuhús í Reykjavík, tók nær m'u hundruð gesti í sæti. Það var Ragnar Jónsson í Smára sem var frumkvöðull að byggingunni fyrir hönd Tónlistarfélags Reykjavík- ur, en það stóð jafnan fyrir tónleik- um í húsinu með innlendum og er- lendum listamönnum. Þar vom fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveit- ar íslands, þar höfðu sjálfstæðir leik, dans- og sönghópar aðsetur fram á sjöunda áratuginn þegar Leikfélag Reykjavíkur stóð þar fyrir samfelldri starfsemi á svokölluðum miðnætur- sýningum. Vegur hússins sem kvikmynda- húss tók að dala eftir tilkomu nýrra sala við kvikmyndahús úthverfanna í Reykjavík. Sambíóin höfðu lagt í nokkrar breytingar á húsinu, meðal annars komið þar fyrir ljósabúnaði á kolröngum stað og reyndu að endur- vekja daga þess sem leik- og tón- leikahúss, en allt kom fyrir ekki. Bfla- stæðaskortur við húsið hefur lengi háð starfsemi þar og valdið nágrönn- um ónæði. Þá rak Ottar Felix Hauks- son húsið um tíma. Nú er því enn komið að hlut borgaryfirvalda að styrkja stöðu hússins sem samkomuhúss fyrir borgarbúa sem hafa skemmt sér þar í hálfa öld, en borgarfulltrúar voru flestir tvístígandi í málinu en máttu minnast hvernig svipuð afstaða kostaði Reykjavík elsta kvikmynda- hús í Evrópu þegar Fjalakötturinn var rifmn. Austurbæjarbíó vantar bílastæði svo það megi þrífast sem samkomu- hús. í vinnslu er í borgarkerfinu nýtt deiliskipulag fyrir svæðið umhverfis Hlemm og verður að ætla að þar verði tekið á stöðu þessa húss. Fasteignafélgið Nýsir hefur ein- beitt sér að fjármögnun og rekstri húseigna, skóla og leiksskóla, auk annarrar starfsemi í byggingariðnaði. Það reisti og rekur Egilshöll sem er skyldust starfsemi þeirri sem Austur- bær mun geta hýst, en nafnið Austur- bæjarbíó undanskildu Sambíóin í sölu hússins þótt það eigi sér hálfrar aldar sögu i málvitund Reykvíkinga og sé bundið þessu húsi, og því hefur það verið kallað Austurbær. Nýr söngleikur eftir höfunda Vesalinganna Söngleikur um sjóræningjakonu Höfundar söngleiksins Vesal- inganna vinna nú að nýju verki sem frumsýnt verður í Dyflinni á næsta ári. Colm Wilkinson sem fór með hlutverk strokufangans Jean Valjean í hinni vinsælu sýningu af Vesalingunum í upphafi, bæði í London og New York, mun fara með aðalhlutverkið í nýja söng- leiknum, sem byggir á heimildum um Grace O’Malley, ævintýrakonu frá írlandi á sextándu öld sem var reyfari á hafinu umhverfis írland. Höfundar Vesalinganna, Alain Boublil og Claude-Michel Schon- berg, áttu fyrir aldarljórðingi að- eins eitt verk að baki, söngleik sem byggði á lögum Abba. Það var framleiðandinn og leikstjórinn Ro- bert Houssein sem réði þá til að semja verk sem byggði á róman Hugo um örlög fólks á tímum bylt- ingarinnar 1870. Houssein er hér á landi þekktur fyrir leik sinn í Ang- elique-myndunum. Breskir aðilar tóku síðan Vesal- ingana til þróunar eftir konsert uppfærslu verksins í Olympiu-höll- inni í París og gerðu úr sýningu sem fór víða um lönd og var meðal annars leikin hér í Þjóðleikhúsinu 1987. Boubil og Shoenberg sömdu í framhaldi af Vesalingunum söng- leikinn Miss Saigon og síðar Martin Guerre sem báðir áttu nokkrum vinsældum að fagna á sviðum stór- borganna. Litið er á ráðningu Wilkinson sem yfir- lýsingu þess að verkið um sjóræn- ingja- drottning- una fari á svið í London og New York eftir frumsýninguna í Dyflinni, en hann nýtur mikils álits sem flytjandi og hefur átt farsælan feril á sviðum beggja borga, auk sýninga í Ástrafi'u og í Kanada þar sem hann er bú- settur. Á næsta ári verða tuttugu ár lið- in frá frumsýningu Vesalinganna í Barbican leikhúsinu í London.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.