Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2005, Page 3
DV Fyrst og fremst
FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST2005 3
Björn Axelsson málari tekur sér pásu frá stífri vinnunni og
kikir út í blíðuna. „Við erum að mála inni í Austurbæjarskóla og
það gengur bara mjög vel. Við ætlum að klára þetta áður en
krakkarnir koma í skólann og það styttist heldur betur í það. Við
þurfum að klára þetta á innan við tveimur vikum. Við vinnum
því á fullu, alveg myrkranna á milli og ekki skortir mannskapinn
því við erum sex vanir menn í þessu,“ segir Björn. Sumrin eru
annatímar hjá málurum en veturnir eru yflrleitt hálf dauðir. „Já,
það er möguleiki fyrir þá sem vilja að fá okkur í vinnu, okkur
vantar verkefni fyrir veturinn. Sumrin eru mjög annrík því þá er
svo mikil útivinna en á veturna er náttúrlega erfiðara að vinna
utandyra."
Austurbæjarskóli breytist gjarnan lítið og svipað verður uppi
á teningnum í þetta skipti. „Þetta er friðað hús, þannig að við
getum ekki breytt miklu. Við málum allar stofumar í ljósum lit.
Það er arkítekt sem sér um það.“
Spurning dagsins
Er rétt að opinbera tekjur fólks?
Sjálfsagt mm*’ y
„Mér finnst það alveg sjálfsagt. Þeir ■
sem að vilja komast íþessar upplýsing- \
ar eiga að geta það."
Vignir Eyþórsson, starfar hjá félagi S”
járniðnaðarmanna. V .
„Það er nauð- «■ ■ „Mér finnst
synlegt. Það er það allt í lagi.
fróðlegt að sjá Það ersjálf-
mismun launa •ipNíý "1 sagtaðmenn — f§
eftir stéttum." M '1 fáiaðvita a -
Skúli Jónas- laun annarra."
son bygg- Lína Hall-
ingameistari. dórsdóttir
heimavinnandi.
„Mér finnst það „Nei mér finnst
frábært. Ég tel " > að menn sem
að þetta geti eru að gera
jafnað tekjur í góða hluti eigi
landinu." 2 L\ að geta haldið L*, p*? J)R
Hugrún Þor- f.. þessu fyrir
kelsdóttir at- X sjálfa sig." 1 iÉL
vinnulaus. Benedikt
Þorgeirsson, starfsmaður
hjá Kópsson bílþrifum.
Árlega gerir skattstjóri opinberar tölur um útsvar einstaklinga á
fslandi. Skiptar skoðanir eru um réttmætti þess að hafa þessi
gögn til sýnis fyrir hvern sem er.
Kúrekar norðursins
ekki skemmtileg mynd
Gamla myndm
Gamla myndin er frá ^
fmmsýningu kvikmyndar-
innar Kúrekar norðursins eftir
Friðrik Þór Friðriksson. Stjarna
myndarinnar, Hallbjörn Hjartarson,
sést hér með leikstjóranum og
Það erstaðreynd...
...að ÁTVR
seldi 11.277 lítra
af íslensku
brennivíni árið
2004.
Uppruni orðtaksins að lepja dauð-
ann úr skel er frá þeim tímum þegar
algengt var að fátækum varskammt-
aður matur í krákuskel.
%
Málið
Hallbjörn og
félagar Fannst
. skrýtið að sjá sig j
| á stóra tjaldinu.
^
nokkrum vfgalegum kúrek-
um.
„Þetta var skemmtilegur dag-
ur og ágætis mæting var á frumsýn-
inguna," segir Hallbjöm þegar hann
rifjar upp þann 3. nóvember 1984.
„Myndin er góð en mér fannst hún
ekkert sérstök þegar ég sá hana fyrst.
Ég var náttúrlega óvanur því að vera
svona í sviðsljósinu og það var skrýt-
ið að sjá sjálfan sig á stóra tjaldinu.
Ég er sjóaðri í dag."
Tilvitnunin
„Ég er stoltur og þakklát-
ur íslensku sérfræðingun-
um fyrir þeirra stóra þátt í
þessu máli. Þetta er heimsatburður."
HalldórÁsgrlmsson eftirstóra sinnepsgas-
fundinn í írak.
ÞEIR ERU BRÆÐUR
Yfirlæknirinn & rektorinn
Páll Skúlason, fyrrverandi rektor Háskóla fslands,
og Magnús Skúlason, yfirlæknir á Réttargeð-
deildinni að Sogni eru bræður. Þeir eru syn-
ir Þorbjargar Pálsdóttur og Skúla Magnús-
sonar. Páll er heimspekingur að mennt og
lét af embætti sem rektor Hf nú í sumar.
Hann var áður prófessor við heim-
spekideild HÍ. Páll hefur ritað fjölda
bóka um heimspeki og siðfræði.
ÚTSALA!
DÖMUSKÓR-HERRASKÓR-BARNASKÓR-SANDALAR
AFSLATTUR!