Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2005, Blaðsíða 10
70 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST2005 Fréttir DV Gisli Marteinn er gríðarlega skemmtilegur og hress ná- ungi. Hann er mjög bjartsýnn og almenntjákvæður ein- staklingur sem á auðveltmeð að tileinka sér nýjungar. Gisli er harður stuðnings- maður Liverpool sem þykir mikill ókostur meðal vina hans. Hann þykir eyða full löngum tíma í að taka sig til ásamt því að tónlist- arsmekkur hans þykir ekki góður. „Kostirnir eru margir en gallarnir fáir. Hann er alveg ákaflega skemmti- legur maður. Hann er svona bjartsýnn og hvetjandi náungi. Hann er ákaf- lega traustur og úrræðagóður vinur. Það er alltafgaman að vera með honum vegna þess að hann er alltafí góðu skapi. Hann hefur aðeins einn lykilókost, hann erpúlari. Sigurður Kári Kristjánsson, Alþingis- maður og vinur. „Stærsti kostur Gísla er sá að það er óskaplega gaman að vera i kringum hann. Hann er afskap- lega góður sögumaður og hann sogar athygli til sín á jákvæðan hátt. Gfsli er eldklár og hann er fljótur að greina aðalatriði frá aukaatriðum. Hann á það til að vera örlítið kærulaus, en aldrei í alvarlegum verkefnum. Svo er hann með óheyrilega lélegan tónlist- arsmekk. Sigmar Cuðmundsson, fréttamaður á RÚV. „Kostirnir eru þeir að hann ergríðarlega skemmtilegur og hress náungi sem hefur já- kvæð viðhorf varðandi allt sem snýr aðhonumog um- hverfi hans. Hann er mjög skarpur á nýja hluti og fljótur að tileinka sér þá. Hann er mjög fylginn sér. Hans helstu ókostir eru þeir að hann er Liverpool- maður og annar ókostur sem pirrar mig óstjórnlega er það hvað hann er lengi að hafa sig til. Gfsli er llka rosalega óskipu- lagður í eldhúsinu þótt hann eldi góðan mat." Kristinn Vilbergsson, forstjóri Pennans- Eymundssonar og skólabróðir úr Versló. Gísli Marteinn Baldursson er fæddur 26. febrúar 1972. Hann er fyrrum þáttastjórn- andi á Rikissjónvarpinu en ernú varafull- trúi í borgarstjórn fyrir hönd D-listans. Hann er afmörgum talinn líklegasta borg- arstjóraefni Sjálfstæðisflokksins I komandi kosningum. Heljarmenni kom lögreglu til aðstoðar þegar ökuníðingur var yfirbugaður á þriðju- dagskvöld. Lögreglan er bjargvættinum þakklát en hann er fyrrverandi dyravörður og segist mörgu vanur. Sá sem hann yfirbugaði var ofurölvi og reyndi að flýja undan lögreglu eftir að hafa ekið aftan á bíl. Yfirbugaði ökuníðing með aðstnð lögreglu „Það er gott að það er til gott fólk,“ segir Ágúst Svansson, varð- stjóri hjá lögreglunni, en hjálpsamur borgari kom til bjargar á þriðjudag þegar ökuníðingur veitti mótþróa við handtöku. Um tíuleytið á þriðjudagskvöld barst lögreglu tilkynning um að ekið hefði verið aftan á bifreið. ökumað- urinn sem var ölvaður ók á brott og veitti lögreglan honum eftirför. I fyrstu sinnti ökumaður bifreiðarinn- ar tilmælum lögreglu um að nema staðar, en ók skömmu síðar inn á bílastæði við söluturn í Mosfellsbæ. „Ég var þarna á leiðinni í sjopp- una þegar sá bfl koma inn á bfla- stæðið og lögreglubfl á eftir," segir Leifur Guðjónsson verktaki, en hann átti eftir að koma mikið við sögu í at- burðarásinni sem á eftir fylgdi. Brást ekki kalli lögreglunar Þegar lögreglumennirnir hugð- ust taka ökumanninn út úr bflnum streittist hann á móti. Upphófust þá nokkur átök milli ökumannsins og lögreglumannana. Reynt var að koma handjárnum á ökumann- inn en það gekk erfiðlega. „Ég sá að það var eitthvað ströggl í bflnum á milli löggunnar og ökumannsins. Ég gekk að bflnum og var um leið kallað- ur til aðstoðar af lögreglu- mönnunum,“ segir Leifur, sem er mikill að vöxtum og starfaði meðal annars um nokkurn tíma sem dyravörð- ur í Mosfellsbæ. „Það er hægt að segja að ég sé mörgu vanur,“ segir Leifur og hlær. Hann brást ekki hjálparkalli lögreglunar og j vatt sér um leið inn í bflinn þar sem lögreglumennirnir erfiðuðu við að koma hand- járnum á ökumanninn. „Löggan var búin að koma handjárnunum á vinstri hönd mannsins en hann var eitthvað stífur svo þeir áttu í erfiðleikum með að koma járnunum á þá hægri," segir Leifur. Hann greip í hægri hönd ökumannsins og snéri aftur fyrir bak og smellti járnunum á úlnliðinn. „Þeir voru búnir að koma járn- unum á vinstri hönd- ' ina og ég tók þá hægri," ' segir Leifur og það örl- ar á stolti í rödd hans. (SLN Yfirbugaður Lögreglan áttilengum vandræðum með ökuníðinginn eftir að Leifur hafði gengið til verks tg gekk að bílnum og var um leið kallaður tíl aðstoðar af lögreglu- monnunum. Leifur Guðjónsson Brást ekki kalli lögreglu. Lögreglan þakklát Ágúst Svansson varðstjóri er Leifi þakklátur fyrir snaggaraleg viðbrögð hans á þriðjudaginn og segir að mikil hjálp hafi verið að Leifi. „Stundum leitum við til borgara eftir aðstoð og hjálpin kom svo sannarlega að gagni að þessu sinni," segirÁgúst, en ökumaðurinn var færður á lögreglustöð eftir að Leifur og lögreglan yfirbuguðu hann. í bfl mannsins fundust þónokkrar bjórdósir og telur Ágúst mikla mildi að öku- maðurinn hafi ekki valdið miklu tjóni með háttalagi sínu. andri@dv.is Guðmundur Ólafsson hagfræðingur veit af hverju verðið á bensíni er svona hátt Hinsegin dag- arhefjastídag Hinsegin dagar hefjast í dag með pompi og pragt. Hommar og lesbíur fjölmenna á dívu- kvöld sem haldið verður á Nasa í kvöld kl. 21. Þarkoma meðal annars ffarn á tónleikum Carol Laula ff á Skotlandi og Eva Karlotta. Hinsegin dagar standa yfir í fjóra daga, en hápunktur hátíðahaldanna verður svokölluð gleðiganga sem gengin verður á laugar- daginn. Hún endar með tón- leikum í Lækjargötu þar sem koma fr am íslenskir og er- lendir listamenn. Allt Kínverium að kenna Blýlaust 95 oktana bensín er nú komið upp í 117 krónur með þjón- ustu. Olíutunnan kostar yfir 60 doll- ara á mörkuðum heimsins. Olíuverð er því með hæsta móti þessa dagana eins og landsmenn finna fyrir á bensínstöðvum landsins. „Ástæðan fyrir háu olíuverði er hagvöxturinn í Kína,“ segir Guð- mundur Ólafsson, hagffæðingur. Hann segir eftirspurn Kínverja eftir olíu vera stærsta þáttinn í háu olíu- verði. Kínverjar þurfi meiri olíu vegna ört vaxandi efnahagslífs. Guðmundur er þó bjartsýnn á þróun olíuverðs. „Mín skoðun er sú að olíuverð verði hátt næstu tvö til þrjú ár þangað til búið verður að fullgera olíuleiðslur frá Síberíu til Kína. Síðan koma stórar olíuleiðslur frá Aserbædjan til Miðjarðarhafs. Þetta tvennt skiptir mestu máli á næstunni hvað varðar lækkun á olíuverði," segir hann. Guðmundur hefur ekki trú á að dauðsfall Fahds, konungs af Sádi- Arabíu, breyti nokkru hvað varðar olíuframleiðslu í ríkinu „Olíu- stjórn virðist vera í höndunum á sérfræðingum og það breytir engu þó að einhverjir konungar deyi. Ekki nema þá að stefnu- breyting verði af þeirra hálfu, en ég hef enga trú á því,“ segir hann. Hann segir Sáda hafa fylgt þeirri stefnu OPEC að halda olíuverði í hærri kantinum. Þeir hafi reynt að fá Rússa til liðs við sig en þeir ekki viljað taka þátt. „Það er fyrst og fremst rússneska olían sem gæti lækk- að verð," segir hann og lítur til rúss- nesku vonarstjörnunnar í austri. saevar@dv.is Guðmundur Olafsson Von ast til að rússnesk olía lækki olíuverð í framtíðinni. m-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.