Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2005, Qupperneq 13
33V Fréttir
FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST2005 13
Heimasíða um
Feðranna flagg
Stórmyndin Flags of our
fathers, eða Feðranna flagg,
sem tekin verður að hluta til
hér á landi á sér nú þegar fjöl-
marga aðdá-
endur, þrátt
fyrir að enn sé
verið að taka
hana. Fram-
takssamir að-
dáendur hafa
sett upp
heimasíðu um
myndina,
http: / /flagsofo urfathers.net,
en þar má finna ýmiss konar
upplýsingar um myndina og
staðreyndir um bardagann við
Iwo fima. Einnig er viðtal við
ónefndan aukaleikara sem lýs-
ir reynslu sinni af tökustaðn-
um. Fjöldi íslenskra aukaleik-
ara starfar við myndina.
Þrír í prófkjör
á Akureyri
Nú hafa þrír frambjóðend-
ur tilkynnt um þátttöku sína í
væntanlegu
prófkjöri
Samfylk-
ingarinnar
á Akureyri
um skipan
efstu sæta á
framboðs-
lista flokksins við komandi
sveitarstjórnarkosningar. Þeir
þrír sem þegar hafa tilkynnt
þátttöku sína eru Hermann
Tómasson sem vill leiða list-
ann, Sigrún Stefánsdóttir sem
sækist eftir öðru sæti og Jón
Ingi Cæsarsson sem sækist
eftir öðru eða þriðja sæti á
listanum. Oktavía Jóhannes-
dóttir hefur ekki gefið út til-
kynningu um þátttöku en bú-
ast má við að hún sækist eftir
að leiða listann.
Varaldrei
týndur
Víðtækri leit að Jove Migu-
el Vipond, erlendum ferða-
manni, var hætt
um hádegisbilið í
gær eftir að upp-
lýsingar bárust
um að ekkert
amaði að hon-
um. Jove hafði
ædað að ganga
frá Hrafntinnu-
skeri að Álfta-
vatni. Þegar
hann skilaði sér ekki þangað
var farið að leita að honum og
stóð leitin alla fyrrinótt. Jove
var hins vegar aldrei týndur.
Hann breytti fyrri áformum
sínum og gisti á Klaustri en
hafði þó ekki fyrir því að af-
panta gistinguna við Álfta-
vatn. Þegar leitin stóð hæst
voru leitarmenn um hundrað
auk fimm leitarhunda.
Sameining
Ölfuss og Flóa
á netinu
Nú geta íbúar I Ölfusi og
Hóa, og reyndar aðrir þeir sem
hafa áhuga
á, fylgst
grannt með
sameining-
arferlinu á
heimasíðu
um samein-
ingarkosn-
ingamar. Á heimasíðunni er að
finna fundargerðir samstarfs-
nefndar og hægt að senda fyrir-
spumir til fulltrúa í nefndinni.
Jafnframt má nálgast á síðunni
allar gagnlegar upplýsingar um
sameiningarferlið til dæmis um
hvers vegna ættí að sameina.
Hægt er að fara á síðuna ffá síð-
unni www.sunnan3.is.
> Jr~‘’
ningun
Milljarðamæringurinn Magnús Ármann hefur fengið jákvæða
umsögn frá Hafnarfj arðarbæ vegna byggingar nýrrar lúx-
usvillu í Setbergshverfinu. Húsið verður 800 fermetrar með
stórri einkasundlaug á 6600 fermetra lóð. Einbýlishús og bíl-
skúr þar sem mágkona Magnúsar býr verða rifin til að koma
lúxusvillunni fyrir.
Magnús Ármann
milljarðamæringur
Byggir lúxusvillu í
Hafnarfirði.
Húsið sem hverfur
Hér mun lúxusvillan
og sundlaugin rísa.
í rólegu hverfi í Hafnarfirði mun rísa sannkölluð lúxusvilla millj-
arðamæringsins MagnúsarÁrmann. Skipulagsráð Hafnarfjarðar
hefur gefið jákvæða umsögn um 800 fermetra hús sem mun rísa
á 6600 fermetra lóð í Setbergshverfinu. Risavaxin einkasundlaug
verður á lóðinni. Ekkert er til sparað.
íbúar í Setberginu bíða spenntir
eftir milljarðamæringnum sem
ætlar að flytja í hverfið. Magnús Ár-
mann keypti lóðina í Stekkjarbergi
í október á síðasta ári. Þetta er 6600
fermetra lóð, grasi vaxin með fal-
legum trjám sem veita skjól frá
amstri dagsins. Á lóðinni er fyrir
170 fermetra einbýlishús, metið á
yfir 30 milljónir. Það hús verður rif-
ið til að koma glæsivillu og sund-
laug Magnúsar fyrir.
Skjótur gróði
Magnús Ármann hefur auðgast
gríðarlega á síðustu árum. í félagi
við Sigurð Bollason er hann stór
hluthafi í Baugi, FL Group og Og-
Vodafon. Magnús komst í álnir fyrir
nokkrum árum þegar hann kynntist
Kevin Stanford, eiganda Karen Mil-
len. Kevin varð heillaður af frum-
kvöðlakrafti Magnúsar og Sigurðar,
bauð þeim hlut í fyrirtækinu á góðu
verði. Hluturinn óx hratt og var á
endanum seldur Baugi Group með
margfaldri ávöxtun á síðasta ári.
Allt verður að víkja
„Ég flyt bara í aðra íbúð,“ segir
Guðrún Svava Baldursdóttir, mág-
kona Magnúsar Ármanns, sem býr í
170 fermetra einbýlishúsi á íóð
Magnúsar í Setberginu. Skráður
eigandi hússins er Magnús og vílar
hann ekki fyrir sér að fórna 30 millj-
ónum fyrir draumavilluna. Guðrún
Á lóðinni er fyrir 170
fermetra einbýlishús,
metið á yfir 30 millj-
ónir. Það hús verður
rifið til að koma
glæsivillu og sund-
laug Magnúsar fyrir.
Svava segist lítast vel á hugmyndina
um lúxusvilluna. Hún veit að
Magnús lætur verkin tala og hlakk-
ar til að fá sér sundsprett í einka-
sundlauginni.
Magnús velkominn
Hafnarfjarðarbær hefur tekið já-
kvætt í hugmyndir Magnúsar.
Skipulags og byggingaráð bæjarins
fjallaði um málið á síðasta fundi
sínum. Forstöðumaður byggða-
safnsins fékk það verkefni að kanna
hvort fornleifar leyndust á lóð
Magnúsar. Ellí Erlingsdóttir bæjar-
fulltrúi segir það þó aðeins forms-
atriði. Ekki verði staðið í vegi fyrir
byggingu lúxusvillunar. „Magnús er
velkominn í bæinn," segir Ellí, enda
milljarðamæringur á ferð og mikill
fengur í formi útsvars og fasteigna-
gjalda.
simon@dv.is
www.flugger.com