Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2005, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST2005 Sport DV ENSKA KNATTSPYRNAN Stofnað: 1878 HeimavölluriThe Hawthorns Sæti í fyrra: 17. sæti r: 20 sæti Titlar Meistari: 1 sinni (1920) Bikarmeistari: 5 sinnum (1968) Deildarbikarmeistari: 1 sinni (1966) Evrópumeistari: Aldrei. Va\» Darren Purse, Jason Koumas, Rob Hulse Darren Carter, Steve Watson, Diomansy Kamara, Chris Kirkland (I láni). Horsefield Campbell Gera Greening Carter • • Wallwork Clement Watson • • Gaardsoe Albrechtsen • • Kirkland Samkvæmt Spá DV verður botnbaráttan jöfh og spennandi og má búast við því að fjögur lið - Sunderland. Portsmouth, Wigan Athletic og West Bromwich Albion - muni berjast fyr- ir því að halda sæti sínu í deildinni. jjaröur slagur .. þarf liðið aðsýna jafn mikla baráttu og leik- menn félagsins sýndu á lokaspretti slðustu leik- tíðar. Aðkoma Bryans Robson að félaginu á miðri síðustu leiktíð var ævintýraleg og stóð hann uppi sem hetjan er liðið bjargaði sér frá falli á elleftu stundu. WBA er lítið félag, saman- borið við risana í úrvalsdeildinni, en með ágætan hóp leikmanna. LYKILMAÐURINN Eins og íslenskir áhorfendur fengu að sjá slðastliðið vor er ungverski landsliðsmaðurinn Zoltan Gera frábær miðjumaður sem getur stjórn að leiknum eins og herforingi. Hlutverk hans hjá WBA er stórt enda var hann með betri leikmönnum liðsins á sfðustu leiktíð eftir að hafa gengið til liðs við WBA frá Ferencvaros I heimalandi sínum þar sem hann var aðalstjarnan. Gera er ekki ólikur Eiði Smára Guðjohnsen, fram- sækinn miðjumaður sem lætur spilið ganga hratt og örugglega fyrir sig. Og rétt eins og Eiður var hann gerður að landsliðsfyrirliða þegar nýr þjálfari tók við liðinu og hefur það hlutverk greinilega haft góð áhrif á hann. Botnbaráttan í ensku úrvalsdeildinni hefur verið virkilega spennandi undanfarin ár og hefur það ekki ráðist fyrr en í síð- ustu umferðinni hvaða lið falla, þar sem jafnt hefur verið á mun- um. Spá DV: 19 sæti Stofnað: 1932 Heimavöllur: JJB Stadium Sæft (fyrra: 2. sæti (l.deild) Titlar Meistari: Aldrei. Bikarmeistari: Aldrei. Deildarbikarmeistari: Aldrei. Evrópumeistari: Aldrei. lan Breckín. Mike Pollitt, Pascal Chimbonda, Ryan Taylor, Stephane Henchoz. Ellington Roberts Mahon Frandsen Kavanagh Bullard Líklegt má telja að sama staða verði upp á teningnum á næstu leik- tíð, þar sem fjögur félög, og jafnvel fleiri.munu berjast um að halda sæti sínu í deildinni. Sunderland sterkasti nýlið- inn Lið Sunderland vann 1. deildar- keppnina í fyrra með tölUverðum yf- irburðum, en liðið náði efsta sæti deildarinnar á miðju tímabili og hélt því alveg til loka, með stöðugri frammistöðu. Sunderland hefur bætt hóp sinn með ágætum leik- mönnum eins og framherjanum Jonathan Stead og varnarmannin- um sterka Alan Stubbs, og því má vel búast við því að varnarleikurinn verði betri á komandi leiktíð, en hann verður að vera góður í ensku úrvalsdeildinni og sérstaklega þegar lið berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Jewell hefur haldið sér uppi Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan Athletic, var áður við stjórn- völinn hjá Bradford City og hann náði þeim ágæta árangri að halda liði.félagsins uppi í úrvalsdeildinni á sínu fyrsta ári í úrvalsdeildinni, þá aðeins þrjátíu og þriggja ára gamall. Sú reynsla á örugglega eftir að reyn- ast Wigan dýrmæt þó leikmanna- hópurinn sé reynslulítill. JeweO er þekktur fyrir að vera ástríðufullur knattspyrnuunnandi eins og svo margir Bretar, en hann lætur lið sín iðulega leika hefðbundna breska knattspyrnu þar sem baráttan er í fyrirrúmi. Framherjarnir Nathan Ell- ington og Jason Roberts eru báðir líkamlega sterkir og voru báðir með markahæstu leikmönnum 1. deild- arinnar í fyrra og verða að leika vel ef Wigan ætlar að halda sér í deildinni. Robson ætlar sér stóra hluti Eftir ágætan árangur West Bromwich Albion í fyrra - en engu öðru liði sem hefur verið í neðsta sæti í desember hefur tekist að bjarga sér frá falli í úrvalsdeildinni - má búast við því að meiri Icröfur verði gerðar til WBA. Lið félagsins sýndi mikla baráttu og samstöðu í síðustu umferðum deildarinnar í fyrra, en spurningin er hvort það sé hægt tvö ár í röð. Leikmannahópur- inn er ekld stór og má liðið ekki við því að missa marga leikmenn í meiðsli og leikbönn. Spennandi verður að sjá hvort Chris Kirldand, lánsmarkvörður frá Liverpool, nær að komast í leikform en meiðslasaga hans gefur ekld tilfefni til þess að hægt sé að treysta á að hann standi milli stanganna í hverjum einasta leik. Barist til síðasta manns Þó athyglin sé meiri á liðunum á toppi úrvalsdeildarinnar, er spenn- an og kappið í leilonönnum liða í neðri hlutanum ekki minni. Það skiptir félögin ótrúlega miklu máli að verá áfram í úrvalsdeildinni, þar sem það tryggir milljónir punda í tekjur vegna sjónvarpsréttar sem fé- lögin njóta góðs af. Á síðustu leiktíð tókst WBA að bjarga sér frá falli með eftirminnilegum hætti, en fyrir síð- ustu umferðina höfðu þrjú lið möguleika á því að halda sæti sínu í deildinni. Það má því búast við mik- illi baráttu frá upphafi til enda á botninum í úrvalsdeildinni. magnush@dv.is Þó athyglin sé meiri á liðunum á toppi úrvals- deildarinnar, er spennan og kappið í leik- mönnum liða í neðri hlutanum ekki minni. Chimbonda Jackson . verður framherjaparið Nathan Ellington og Jason Roberts að skora mikið af mörkum, en þeir voru bestu menn liðsins á slðustu leiktíð. Skrefið upp Thome Henchoz • • Filan í úrvalsdeildina er oft stórt, sér- staklega í tilviki Wigan sem hefur aldrei áður leikið í deild þeirra bestu. Bæði Ellington og Roberts eiga eftir að sanna sig I úrvals- deildinni. Ein skærasta stjarna Afríku til liðs við Portsmouth: Atvinnuleyfi Mbesumi þvingað í gegn LYKILMAÐURINN Paul Jewell er goð (augum aðdáenda Wigan Athletic. Hann hefur náð frábærum árangri með þessu félagi og á allan , heiður skilinn enda hefur hann komið félaginu upp I slag í þeirra bestu á einungis fjórum árum. Þar að auki var félagið " (2. deildinni er hann tók við þvl og hefur hann því skilað lið- inu upp um tvær deildir á þessum tíma. Wigan Athletic hóf ekki keppni I ensku deildakeppninni fyrr en árið 1978 er félagið var koslð til að fá keppnisrétt I gömlu 4. deildinni. Liðið hefur jafnt og þétt unn- ið sig upp á við síöan þá og er nú komið í úrvalsdeildina (fyrsta sinn. Það mun mikið mæða á Paul Jewell I vetur, þv( að það þarf Ktið minna en kraftaverk til aö halda liðinu uppi I vetur. Fá lið hafa verið |«- ■ ts-nyv::;.-.. jafn dugleg á leik- mannamarkaðnum og Ports-mouth í sumar. Nú síðast gekk Zambíu- maðurinn Collins Mbesumi, sem hefur verið lýst sem einni skærustu stjömu affískrar knattspymu, tU liðs við félagið en hann skoraði 35 mörk fyrir lið sitt Kaizer Chiefs sem varð meistari f Suður-Afr- íku. Mörg stórlið Evrópu vom orðuð við Mbesumi, eins og Real Madrid og Chelsea, og hann var nálægt því að semja við Bolton. AUt útlit var reyndar fyrir að ekkert yrði af fé- lagaskiptum Mbesumi en honum var synjað um atvinnuleyfi. For- ráðamenn Portsmouth áfrýjuðu þeim dómi og fengu atvinnuleyfið í gegn, eins og þeir urðu að gera með Níg-eríu- manninn Yakubu á sínum tfma. Mbesumi er sjö- unda viðbótin við hóp Portsmouth í sumar en aUir koma leik- mennimir nýju ffá út-löndum. Fé- lagið seldi í sumar Yakubu tU Midd- lesbrough fyrir 7,5 miUjónir punda. Mbesumi fengu þeir á útsöluverði, 500 þúsund pund, en honum er ætl- að að taka við hlutverki Yakubu hjá félaginu. Að fá atvinnuleyfi í Englandi fyrir knattspyrnumenn utan Evrópusam- bandsins er háð því hversu marga landsleiki viðkomandi leikmenn hafa leikið og hversu ofarlega lands- Uð þeirra landa sem þeir em ffá er á styrkleikafista FIFA. Ef Uðið er ekki á meðal efstu 70 þjóða er beiðninni um atvinnuleyfi hafnað nánast sjálf- krafa. En þökk sé átta mörloim Mbesumi í fimm landsleikjum Zambíu í undankeppni HM 2006 skaust landsliðið upp í 62. sæti list- ans sem var nóg tU að geta veitt hon- um atvinnuleyfið eftirsótta. eirikurst@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.