Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2005, Síða 39
DV Síðast en ekki síst
FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST2005 39
Sigurjón Kjartansson fór til
London til að kanna ástand-
ið. Hann er kominn heim
og spyr: Hvaða ástand?
Falun gong Ætli
þeir séu snargeð-
veikir líka?
Allir bara f góðu
djóki? Erég örugg
lega I réttri borg?
Sigurjón
Kjartansson
skrifar í DV mánudaga,
þriðjudaga,
miðvikudaga og
fimmtudaga.
Hætti mér til hinnar hættulegu
borgar London meðan aðrir Is-
lendingar hættu sér á útihátíðir.
Spurning hvort er hættulegra.
Hvernig er ástandið í London?
Ótti? Eru Lundúnabúar hvekktir?
Hvernig líður hinum venjulega
Lundúnabúa?
Sem sannleiksleitandi blaða-
maður varð ég að fara á staðinn og
finna það út. Hafði séð frétta-
myndir af sundurtættum strætis-
vögnum og löggum með vélbyssur.
En viti menn. Þegar til London
kom sá ég að ailir voru í góðu djóki.
Grínistar gerðu grín að þessu.
Einn sagðist þekkja marga breska
múslima og þeir væru bölvaðir
nískupúkar. „Þeir hafa örugglega
kvartað yfir fargjaldinu í strætó
áður en þeir sprengdu sig í tætlur."
Ja, það er aldeilis grínað! Maður á
bara ekki roð í þessa kaldhæðnu
Breta sem hlæja að öllu.
verk voru Falun gong-menn. Sett-
ist með þeim og fann friðinn um-
lykja líkama minn og sál. Ætli þeir
séu snargeðveikir líka? Kannski
eiga þeir eftir að fremja fjölda-
sjálfsmorð einhvern tímann. Pant
ekki vera með.
í Soho var haldið Gay pride.
Fullt afhommum og lesbíum. Eng-
inn hræddur við reiði Allah. Allir
bara stoltir. Allir bara hressir.
Velti því fyrir mér hvort ég hefði
farið í vitlausa borg. Var þettta ekki
örugglega London, þar sem allt var
brjálað bara fyrir nokkrum dögum?
Eða var það einhver önnur borg?
Æi, best að slaka á. „Shit happens."
Eina sem minnti mig á hryðju
É til Gay pride Eng- V
inn hræddurvið |
reiði Allah?
iili |i ir iliM—
■. .sSSJi.sísSaáftWftíiftíjAá
i*gn
- > ■ .
‘ £ rrtcrgun I ■
»*
Q
Það verður gott veður f
bænum alveg fram á
laugardaginn, þannig að
fólk hefur enga afsökun
fyrir því að fara ekki (Gay
Pride skrúðgönguna. Á
sunnudaginn verður
eitthvert leiðindaveður en
það skiptir okkur
litlu í dag. Næstu
dagar verða
sólríkir og
skemmtilegir.
y ~ 11 **
Kaupmannahöfn 20°C París 22°C Alicante 30°C
Ósló 21°C Berlfn 22°C Milano 28°C
Stokkhólmur 17°C Frankfurt 22°C NewYork 34°C
Helsinki 20°C Madrid 34°C San Francisco 20°C
London 24°C Barcelona 29°C Oriando/Flórída 35°C
ióé> „Ei
** i 11
C', f' þfjj £%
12Ö3 12^
</ ■ [*£
|'—: 11
iaQ2> 14Q3
% ^ .'SíiivíiSI
f
f-r > '• v» • |i' ■ ® .. - 1 5
■■■■■■■■ ■■■ I | ■■
með Andra Ólafssyni
• Gísli Marteinn
kom sterkur út úr
Gallupkönnun á
dögunum. Mældist
töluvert hærri en
Vilhjálmur oddviti
Vilhjálmsson. SUS-
klíkan hugsar sér
gott til glóðarinnar
og er staðráðin í að
koma sínum manni
alla leið á toppinn.
Karl Pétur Jónsson,
tengdasonur forset-
ans og góðvinur
Gísla, ætlar ekki að
láta sitt eftir liggja.
Brást snöggt við og
setti sína menn hjá
PR-fyrirtækinu Inn-
tak í að snara fram
fjölmiðlapakka sem
tíundaði yfirburði
Gísla í könnun-
inni...
• Gunnar Ingi Birgisson hefur
blásið á sögusagnir um að klíku-
skapur hafi ráðið för
í nýlegum lóðaút-
hlutunum Kópa-
vogsbæjar. Máli
sínu til stuðnings
bendir bæjarstjór-
inn á
Auð-
björgu dóttur sína -
sem sótti um lóð en
fékk ekki. Segja
margir að pólitísk
klókindi Gunnars
skíni þarna í gegn.
Dóttirin hafi aldrei ætlað að sækja
um en Gunnar hafi fengið hana til
verksins, svo hægt væri að benda á
Auðbjörgu og segja: Sko, engin
spilling...
• Forsprakki Fazmo klíkunnar,
Ingvar „bleiki" Gylfason eða Bleiki,
þykir ótrúlegt
kvennagull. Hann
hætti nýverið með
Bryndísi kærustu
sinni og kveikti um
leið vonarneista í
brjósti fjölda fljóða
um gjörvalla
Reykja-vík. Bleiki stoppaði hins
vegar stutt á markaðnum og nældi
sér í nýja píu á mettíma. Sú heitir
Sara og er vinkona strákanna í
Fazmo. Sara þessi þykir þrusu-
skutla - sem kemur engum á óvart
enda Bleiki smekkmaður á konur
eins og aðra hluti...
• Fátt kom á óvart í
tekjublaði Frjálsrar
verslunar. Allir vissu
að bankastrákarnir
taka inn milljónir á
mánuði. Athyglis-
verðast er ffekar
hverjir eru með
lægstu launin. Ómar R. Valdimars-
son, upplýsingafulltrúi Impregilo,
gefur upp hundrað þúsund á mán-
uði. Er þá örugglega á lægsta
tímakaupi landsins, miðað við
hversu oft hann þarf að koma í
fjölmiðla og svara fýrir ítalina...
• Frosti Bergsson er skattakóngur.
Það þýðir að hann er heiðarlegasti
milljarðamæringur landsins. Borg-
ar rausnarlegan skatt til ríkisins og
kvartar ekki. Annar
sem kvartar ekki er
stjúpsonur Frosta,
sem er á leið í ljós-
myndaskóla í Santa
Barbara. Skólinn
þykir fi'nn og afar
dýr. Verðið verður
samt væntanlega engin hindrun
fyrir milljarðamæringinn Frosta
enda er stjúpsonurinn sagður einn
efnilegasti ljósmyndari landsins...