Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2005, Page 40
Préttcijkot Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhrínginn. Fyrir hvert fréttaskot sem
birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar
^jnafnleyndarerEgætt.j-^ (J f) (J (J (J
SKAFTAHLÍÐ24, J05REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910] SÍMI5S05000 5 690710 111117
• Stjömur sjón-
varpsstöðvarinnar
Sirkus voru allar
sem ein boðaðar í
heljarinnar mynda-
töku á þriðjudaginn
var. Mikil auglýs-
ingaherferð er í
vændum þar sem flennistórum
myndum af sirkusfólki Áma
Þórs Vigfússonar verður flaggað
víðsvegar um bæinn. Upptökum
á Kvöldþætti Guðmundar Stein-
grímssonar þennan daginn var
aflýst af þessum
sökum og eldri
þáttur Guð-
mundar, þar
sem hann fékk
Hrafn Gunn-
laugsson í heim-
sókn, endur-
sýndur. Fyrirhöfnin reyndist á
endanum öll til einskis því
myndatökurnar féliu niður af
óviðráðanlegum orsökum...
Er þetta ekki einn
allsherjar sirkus?
3
—-------------
-ý:',
Þinpaður í knattspyrnu Sigurður
Kár æfir með Hammarby
Sigurður Kári Kristjánsson al-
þingismaður er um þessar mundir
staddur í Svíþjóð í heimsókn hjá
góðvini sínum Pétri Marteinssyni,
leikmanni Hammarby og íslenska
landsliðsins. Þegar blaðamaður DV
hafði samband við hann í gær var
hann á leiðinni í sturtu eftir erfiða
æfingu með sænsku atvinnumönn-
unum. „Ég er bara héma í heimsókn
hjá Pétri Marteinssyni hinum fót-
brotna og skellti mér á æfingu með
honum," segir Sigurður Kári. „Þetta
em fagmenn, þannig að þetta tekur
á fyrir gamla jaxla eins og mig. Þeir
hafa nú ekki dregið upp samning
ennþá, Svíarnir, en ég reikna með að
ég verði settur á kantinn í leiknum á
morgun," segir Sigurður og hlær.
„Nei annars, þá verð ég bara uppi í
stúku að fylgjast með úr fjarska.
Þetta er stór leikur á móti Djurgar-
den sem ég held að séu meistararnir
hérna í Svíþjóð."
Sigurður gerði garðinn frægan á
ámm áður þegar hann lék knatt-
spyrnu með yngri flokkum Fram
ásamt Pétri Marteinssyni og Rúnari
Frey Gíslasyni leikara. Sigurður hef-
ur ekki verið viðloðandi knatt-
spyrnuiðkun undanfarið, nema þeg-
ar hann hefur dregið fram takka-
skóna og leikið með utandeildarlið-
inu Rögnunni. Það er því nýlunda
fýrir Sigurð að njóta þeirra forrétt-
inda að fá að taka þátt í æfingu hjá
atvinnumannaliði.
Sigurður er partur af gömlum
vinahóp sem hefur haldið hópinn í
mörg ár. í þeim hópi má finna þjóð-
þekkta einstaklinga eins og Gísla
Martein, Rúnar Frey, Ólaf Teit
Guðnason og Pétur Marteinsson en
þeir félagar hittast reglu-
lega og taka í spil í spila-
klúbbnum Mána.
Hammarby er um þess-
ar mundir í áttunda sæti
sænsku úrvalsdeildar-
innar, átta stigum á eftir Djurgarden
sem tróna á toppi deildarinnar.
hordur@dv.is
Pétur Marteinsson
Það er spurning h vort
Sigurðursláihann út
úrliðinu.
Sigurður Kári
tekur á þvi með
sænsku atvinnuliði
Borgin veður í geitungum
„Það eru allir svo hissa. Fólk
ruglar þessu saman. Ég er alltaf að
útskýra þetta. Stofn holugeitung-
anna hrundi í fyrra en trjágeitung-
arnir eru við góða heilsu. Þetta er
eins og ýsa og þorskur. Þorskurinn
er hruninn en ýsan við góða
heilsu," segir Ólafur Sigurðsson
meindýraeyðir.
Sá almenni misskilningur ríkir
að þökk sé raka og hita síðastliðið
haust sé landið laust við geitunga
þetta sumarið. Svo er ekki. Aldeilis
ekki. „Ég er að taka tvö, þrjú bú í
sumum görðum. Fólk er alltaf voða
hissa. En það er búið að vera fullt af
trjágeitungum. Þeir voru bara hæg-
ir í gang vegna kulda. Mér fannst
kóngulærnar líka vera seinni til,“
segir Ólafur, sem á réttinn á nöfn-
unum Geitungabaninn, Meindýra-
eyðir Reykjavíkur og Kóngulóar-
maðurinn.
Kjaftshögg Árna
til á myndbandi
Til er myndband af meintum
kinnhesti sem Árni Johnsen rak
Hreimi Heimissyni á Þjóðhátíð í Eyj-
um. Eigendur myndbandsins eru að
gera heimildarmynd um Þjóðhátíð
og segjast ekki vilja birta þetta til-
tekna myndbrot þar sem þeir telja
að það muni skaða ímynd Vest-
mannaeyja. Hreimi og Árna ber ekki
saman um tildrög kinnhestsins. Sá
fyrrnefndi telur um viljaverk að
ræða en Árni segir atvikið óhapp.
Hreimur Heimisson sagði í viðtali
við fréttastofu Stöðvar 2 í gærkvöldi
að hann vonaðist til að eigendur
myndbandsins gerðu það opinbert
þar sem það væri eina leiðin til þess
að sannleikurinn geti komið í ljós.
Verð með 20% afslætti kr. 472,-
20%
UTSALA
20% láttur af öliursn garð>
álfu m og ferðatöskum
Margar
tegundír af
garðálfum.
Verð með 20% afslætti
kr. 1.192,-
Verð með 20% Verð með 20%
afslætti kr. 316,- afslætti kr. 472,-
Ferðatöskur í
settum og í
stöku.
'S'i
5 töskur. mM áður
kr. 6.990,-,
Verð með 20% afsfættfi
kr. 5.592,-
Otrúlega búðin