Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2005, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2005, Side 3
DV Fyrst og fremst ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST2005 3 Fara hringinn sjðleiöis Bruno og Gaelle Halda áfram hring- ferð sinni um landið í dag. Bruno og Gaelle voru í óða önn að undirbúa skútuna sína þegar blaðamaður DV rakst á þau í Reykjavíkurhöfh í gærdag. Þau eru frá borginni Nantes í Frakklandi en þaðan sigldu þau hingað til lands með viðkomu Skyndimyndin í Skotlandi, á Orkneyjum og Hjaltlandi. Þau komu að landi á Seyðisfirði og ætla að sigla í kringum landið áður en þau fara aftur 4il Frakklands. Næsti áfangi ferðarinnar er einmitt frá Reykjavík til Vestmannaeyja og hugðust þau leggja af stað í dag. Bruno hefur áður lagt í langar sighngar eins og þessa en árið 1997 sigldi hann frá Frakklandi og suður fyrir Suður- Ameríku. Um þá ferð skrifaði hann bók þar sem hann lýsti ferð sinni í máli og myndum. Hann sagðis hugsanleg að hann myndi skrifa bók um íslandssiglinguna, en hún yrði líklega skáldsaga. Spurning dagsins Er rétt að krefja fólk um að kaupa ADSL-tengingu með enska boltanum? Á að greina á milli „Mér finnst að það eigi að greina á milli tækniþjón- ustu og sjónvarpsefnis." Gautur Þorsteinsson verkfræðingur. „Mérfinnstað menn ættu ekki að þurfa þess til að ná bolt- anum." Gunnhildur Gunnarsdótt- ir nemi. „Mér finnst það nú hvorki geta talist eðilegt né réttlætan- iegt." Rögnvaldur Eiríksson bif- reiðarstjóri. „Mér þykir ekki réttlátt að þurfa að vera við- skiptavinur Símans til að ná sjónvarps- efni." Katrfn Róbertsdóttir nemi. „Nei, það er ekki eðlilegt, ég mundi segja að það væri ósann- gjarnt." Óskar Páll Daníelsson heilsunudd- ari." r.- i álÉSIft ' i ■ % 1 Til að menn eigi þess kost að geta keypt áskrift að enska boltan- um þurfa menn annaðhvort að vera með ADSL-tengingu frá Sím- anum eða Breiðbandið. Almenn óánægja virðist vera með þetta fyrirkomulag enda ekki allir sem hafa þessa þjónustu. Söngvarinn sem elskar sióinn ' 4 „Ég man vel eftir þessu ári," segir söngvarinn Gylfi Ægisson þegar hann er beðinn um að rifja upp Gömlu myndina en hún er frá 1980 og sýnir hann og félaga hans Rúnar Júhusson með plötuna Meira salt sem var sölu- hæsta íslenska plata þess árs. Gamla myndin „Lagið Stolt siglir fleygið mitt var vinsælasta lag þess árs og samkvæmt könnunum var þáð næstvinsælasta lag ársins á eftir,“ segir Gylfi og sem von er gætir stolts í rödd hans. „Mér hefur verið sagt að ekkert annað lag nema Er ég kem heim í Búðardal hafi verið jafnvinsæl jafiflengi enda gerði Rúnar því mjög góð skil," bætir hann við. Hann segir þá Rúnar enn mikla og góða vini enda hafi Rúnar alltaf reynst honum vel, bæði þegar hann drakk brennivín og eftir að hann hætti. „Margir sögðu að ef ég hætti að drekka myndi ég hætta að geta samið en þessi plata var gefin út árið eftir að ég hætti," segir söngvarinn sem sjó- mannslífið hefur alltaf heillað svo mjög. Það er því greinilegt að skáld- skapargyðjan yfirgaf ekki Gylfa þó svo hann hafi sagt skilið við Bakkus því hann segist enn semja um lífið á sjón- um og mála svipmyndir af^ því. Málið Orðtakið„að koma einhverjum í opna skjöldu" þýðir að koma einhverjum á óvart. Þegar menn komu aftan að and- stæðingum sínum I bardaga snéru skildir anstæðinganna í hina áttina. Þeim var því komið í opna skjöldu. „Saman höfum við klifið hið mikla fjall. Nú sé ég niður í dalinn. Dal friðar." George W. Bush talar til bandarísku þjóðarinnar í forseta- kosningunum 2004. ÞEIR ERU MAGAR Grínistinn & leikarinn ÞeirJón Gnarr Kristinsson grínisti og Jóhann Gunnar Jóhannsson leikari eru mágar.Jón Gnarr er giftur Jóhönnu Jóhannsdóttur systur Jóhanns. Þótt aðeins annar þeirra sé lærður leikari hefurJón Gnarr ekki látið það stoppa sig enda hefur hann leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Jóhann erhvað þekktastur fyrir hlutverk sitt i Stundinni okkar þar sem hann leikur Bárð en svo mun hann leika í myndinni „Feðranna flagg". Skólaárið 2005-2006 Skráning nýnema stendur yfir. Innritun á heimasíðu JSB, www.jsb.is eða í síma 581 3730 Jazz- og nútímadansþjálfun er ríkjandi í dansnámi Jazzballetskóla Báru og lögð áhersla á dansinn sem leikhúsform. Nemendurerutekniryngst7 ára inn ískólann. Nemendaleikhús JSB: Allir riemendur skólans frá 7 ára aldri taka þátt í Nemendaleikhúsi JSB. Haldin ervönduð og vegleg sýning á stóra sviði Borgarleikhússins árlega. Dansbikarinn - árleg danskeppni JSB: Listasmiðja nemenda þar sem þeir spreyta sig með frumsamið efni. Kennsla hefst 1. september samkvæmt stundaskrá. Stundaskrá verður birt á heimasiðu JSB 25. ágúst ásamt upplýsingum um flokkaröðun nemenda. Óstaðfestar pantanir verða seldar eftir 10. ágúst. Vertu velkomin í skóiann! Kennslustaðir: DansræktJSB, Lágmúla 9 og Laugardalshöll Einnig er kennt i Grafarvogi og Kópavogi Dansráð íslands Félag íslenskra listdansara DHNSRfEKT Jazzballett Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Brófsími 581 3732

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.