Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2005, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2005, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST2005 Fréttir DV Hryðjuverk í Kína 42 ára gamall kínverskur bóndi sprengdi sjálfan sig í loft upp með heimagerðri sprengju í Suðaustur-Kína. Maðurinn hafði áður verið greindur með lungna- krabba.Allsslösuðust31 í árásinni. Engin ástæða hefur verið gefin upp fyrir árásinni, en menn grunar að hár sjúkrahússkostnaður hafi spilað inn í, en margir í dreifbýlli héruðum lands- ins hafa ekki efni á dýrri læknishjálp. Sandstormur íírak Sandstormur geisaði í írak í gær. Loka þurfti öllum verslunum í Bagdad, höfuðborg íraks, og atvinnulífið lamaðist, en einhverjir sáu þó gróðarvon í veðurofsanum og hófu sölu á andlitsgrímum. Maturbersttil Níger Mataraðstoð barst til hins snauða Afríkuríkis Níger í gær. Alþjóðlega mat- vælastofnunin kom með mat og aðrar nauðsynjar til suðurhluta landsins. Mann- réttindasamtök hafa bent á að betur megi ef duga skal því tugir þúsunda íbúanna svelta. Kvöldferðir ídýra- garðinn Dýragarðurinn í Prag er nú opinn á kvöldin fyrir almenning og hefur þessi nýbreytni mælst afar vel fyrir. Boðið er upp á ferðir með leiðsögumanni á hálf- tímaffesti á kvöldin. Alls hafa 750 þúsund manns heimsótt dýragarðinn á þessu ári. Sahara groðrarstí Bandarísk yfirvöld hræðast uppbyggingu hryðjuverkastarf- semi í Sahara-eyðimörkinni. Talið er að eyðimörkin sé afar heppilegur staður fyrir hryðjuverkamenn vegna lítils eftirlits á svæðinu. Mikil áhersla hefur verið lögð á héraðið Sahel í suðurhluta Sahara. „Við höfum nú þegar orðið vitni að hryðjuverkum í Sahel og nú er þetta bara spurning um hversu slæmt þetta getur orðið,“ segir hershöfðinginn Charles Wald sem hefur reynt að beina augum Bandaríkja- stjórnar að Sahara. Hryðjuverkin í Sahel áttu sér stað í júni þegar ráðist var á márítaníska herstöð og 15 hermenn drepnir. Samtök Salafista sem kalla sig GSPC lýstu yfir ábyrgð á verknaðinum. Salafistamir draga nafn sitt frá arab- íska orðinu salafi og vísar til upp- runalegra múslima. Fullt nafn sam- takanna er Hreyfing salafista fyrir predikun og stríði og eiga samtökin uppruna sinn í Alsír. Boðskap þeirra svipar mjög til Whabbadistanna í al- Kaída og hafa Salafistar lýst yfir stuðningi við þau samtök. . Bandaríkin bregðast við Alríkislögreglan í Bandaríkjun- um, FBI, hyggst opna tvær skrifstof- ur í Afríku snemma á næsta ári. önnur skrifstofan verður í Dakar, höfuðborg Senegal, hin í Freetown í Sierra Leóne. , „Þeir eru svo | sannarlega andvígir Vesturlöndum." Mikil áhersla hefur verið lögð á Sahel-héraðið í suðri og þá sérstak- lega samtök Salafistanna. „Þeir eru svo sannarlega andvígir Vesturlönd- um og með sömu hugmyndafræði og al-Kaída," segir Sara Daly, starfs- maður bandarísku rannsóknarstof- unnar RAND, sem hefur unnið fyrir Pentagon á Sahara-svæðinu. Bandaríkjamenn skipulögðu jafnframt heræfingu á svæðinu í júní sem var kölluð Flintlock 2005. Rúm- lega þúsund bandarískir hermenn tóku þátt í æfingunni ásamt herjum landanna sem liggja að Sahara-eyði- mörkinni. Æfingin fól í sér að hryðju- verkasveit fór yfir landamæri Márit- aníu, Malí, Níger og Tjad. Árásin á máritanísku herstöðina var gerð aðeins degi áður en heræf- ingin átti sér stað. Allt í plati? Jeremy Keenan, breskur sérfiæð- ingur í málefnum Sahara, telur hins- vegar Salafistana ekki vera mikla ógn. Hann telur að alsírsk yfirvöld hafi staðið fyrir árásunum til þess að tæla Bandaríkjamenn á svæðið. „Enginn á Sahara-svæðinu trúir því að Salafistamir hafi verið þama að verki og það að hryðjuverkin vom framin degi áður en Flintlock hófst er bara einum of mikil tilviljun. Stærstur hluti íbúa Sahara telur að samtök Salafistanna sé skálkaskjól fyrir alsírsku öryggislögreglunna og það virðist vera mjög sennilegt," seg- ir Jeremy. Hann segir að Alsírbúar hafi ríka ástæðu til þess að standa á bakvið þessi meintu hryðjuverk. Ef Bandarflqamenn myndu fylgjast vel með svæðinu gætu Alsíringar boðið Bandaríkjamönnum aðstoð sína og fengið í staðinn vopn frá þeim. Sendiherra Bandarflqanna í Senegal, Richard Roth, telur hins vegar að Jeremy Keenan hafi ekki rétt fyrir sér. „Ég tel ekki að Alsíringar standi fyrir hryðjuverkum til þess að beina athygli heimsins að svæðinu." Hershöfðinginn Charles Wald er heldur ekki sammála þeim sem segja hættuna á hryðjuverkum í Sahara vera ofmema. „Við þann sem telur hættuna á hryðjuverkum á svæðinu ofmetna segi ég að væri hann einn af þeim sem létust í árásinni á Máritan- íu þá fyndist honum hættan ekki of- metin." Demantaviðskipti hryðju- verkamanna Erfitt er að staðfesta vem hryðju- verkamanna í Sahara og hversu stór starfsemin er í sniðum, sé hún ein- hver á annað borð. Bandarísk yfir- völd hafa bent á árásina á márit- anísku herstöðina og ráni á 32 evr- ópskum ferðamönnum sem sannan- ir fyrir því að hryðjuverkastarfsemi sé umtalsverð á svæðinu. Einnig benda Bandaríkjamenn á að hryðjuverka- menn noti demanta við peninga- þvætti. Nóg er til af demöntum í löndum eins og Sierra Leóne þar sem eftirlit með glæpa - og hryðjuverka- mönnum er ekki nægilegt. Yfirvöld í Sierra Leóne staðfesta að háttsettir meðlimir al-Kaída hafi stimdað dem- antaviðskipti í landinu fyrir árásina frægu á Bandaríkin þann 11. septem- ber 2001. í liði með eiturlyfjasölum Óstjómin í Sahara dregur ekki aðeins hryðjuverkamenn að svæð- inu heldur hafa eiturlyfjabarónar einnig rennt hým auga til eyðimerk- urinnar stóm. Suður-amerískir eit- urlyfjahringir em taldir hafa fært að- setur sitt til Sahara og þar em þeir taldir starfa með hryðjuverkamönn- um. Talið er að báðir aðilar hafi hagsmuni af samstarfinu, hryðju- verkamennimir geta veitt eiturlyfja- hringjunum ákveðna vemd og eitur- lyfjabarónamir geta fjármagnað hryðjverk að einhveiju leyti. „í undirheimunum starfa aðilar mjög oft saman séu þeir ekki í beinni samkeppni," segir Antonio Mazzi- telli yfirmaður glæpa- og eiturlyfja- deildar Sameinuðu þjóðanna. Hann segir hryðjuverkamenn og eiturlyfja- innflytjendur eiga samleið. „Það er engin samkeppni á milli glæpasam- taka sem em í gróðaleit og hryðjverkasamtaka sem em að leita að ójafiivægi í stjómkerfum." Hann telur að árásimar á Madríd í mars 2004 sem drápu 194 hafi verið fjár- magnaðar með eiturlyfjasölu að ein- hverju leyti. kjartamadv.is S Kjöraðstæður Hryðju- verkamenn sækja ÍSahara vegna þess að fáir aðrir vilja vera þar. Þetta fámenni og óstjórnin í löndunum i kring eru kjöraðstæður fyrir þá sem vilja starfa ífriði. SflHARfl (eyðimörkinni Margt bendir til þess að hryðju- verkamenn megi nú þegar fínna I stórum stil I Sahara-eyðimörkinni. STÆRSTA EYÐIM0RK i HEIMI -> 8.600.000 FERKÍLÓMETRAR 0RÐIÐ SAHARA ER FENGIÐ ÚR ARABÍSKU 0G ÞÝÐIR EYÐIMÖRK 2,5 MILLJÓNIR BÚA í SAHARA - FLESTIR Í MÁRITANÍU, MAROKKÓ OG ALSÍR Cindy Sheehan leitar svara hjá forsetanum við sonarmissi Móðir mótmælir stríði við búgarð Bush „Mig langar að spyrja forsetann af hveiju hann drap son minn," segir Cindy Sheehan, móðir eins af þeim rúmlega 1800 hermönnum sem hafa farist í stríðinu í írak. Hún ætlaði sér að komast að búgarði George W. Bush Bandaríkjaforseta í Texas og mótmæla stríðsrekstrinum í írak en var stöðvuð af lögreglu. Bush mun dvelja á búgarði sínum næstu fimm vikumar. Cindy er afar ósátt með stríðsreksturinn í írak og krefst svara frá Bush. „Hann sagði son minn hafa dáið fyrir mikilvægan málstað og mig langar til að vita hvaða mikilvægi málstaður þetta er." Cindy fékk, ásamt fjölskyldu sinni, að hitta Bush í júm' síðastliðnum. „Hann vildi ekki líta á myndir af syni mínum, hann vissi ekki einu sinni hvað sonur minn hét. í hvert skipti sem við reyndum að tala um hann og hversu mikið við söknuðum hans reyndi Bush að skipta um umræðu- efhi," segir Cindy. Hún segir sér hafa verið mikið niðri fyrir þá og hún hafi verið svo utan við sig að hún hefði ekki getað spurt þeirra spuminga sem hún vill nú fá svör við. Cindy er einn af stofnendum sam- taka fjölskyldna sem beita sér gegn stríðsrekstri. Um helgina hugðist Cindy mótmæla í grennd við búgarð Bush ásamt öðmm félögum í sam- tökunum. Fyrirhuguð mótmæli vom Brjáluð Cindy Sheehan sættir sig ekki við aö lögreglan stöðvaði mótmælin. hinsvegar stöðvuð af lögreglunni þegar hópurinn gekk í átt að búgarð- inum. Yfirmaður lögreglunnar á staðnum sagði fólkið hafa verið stöðvað vegna þess að einhverjir mótmælendanna hefðu gengið á veginum en ekki meðfram honum. Mótmælendur hafa nú slegið upp tjaldbúðum í talsverðri fjarlægð frá búgarðinum og bíður Cindy enn eftir því að hitta Bush. kjartan@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.