Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST2005
Fréttir DV
Stjórnarkona í KEA ósátt við stjórn félagsins
Segir fráleitt að hafna fæðingarorlofi
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir,
stjórnarmaður í stjórn KEA, hefur
sent frá sér fréttatilkynningu þar
sem hún lýsir sig ósátta við stjórnina
vegna yfirlýsingar hennar um starfs-
lok Andra Teitssonar fráfarandi
framkvæmdastjóra. Hún segir að
skoðun stjórnarinnar um að fæðing-
arorlof eigi ekki að gilda um stjórn-
endur á háum launum í lykilstöðum
sé röng og endurspegli ekki skoðun
hennar. Enda sé skýrt kveðið á um
rétt fólks til fæðingarorlofs í lögum.
„Þessi afstaða mín var sérstaklega
bókuð á fundi stjórnar KEA vegna
starfsloka Andra og því ekki rétt að
gera efasemdir um réttmæti um-
ræddra laga að skoðun stjómarinnar
í heild sinni," segir hún í fréttatil-
kynningunni. „Ég tel þvert á móti að
lög um aukinn rétt feðra til fæðingar-
orlofs séu stórt skref í jafnréttismál-
um kynjanna. Ekki má heldur
gleyma í þeirri umræðu að lögin em
fyrst og fremst sett til að tryggja rétt
bama til að eiga umönnun beggja
foreldra sinna vísa fyrstu misserin og
væri að mínu mati fráleitt að gera
greinarmun á þessum rétti barna eft-
ir því hver staða eða tekjur feðra
þeirra eða foreldra em, eða hvernig
innra skipulagi einstakra fyrirtækja
er háttað," segir hún.
Andri Teitsson Þurfti að segja starfi sfnu
lausu vegna afstööu stjórnar KEA til fæð-
ingarorlofs.
Andri Teitsson sagði í samtali við
DV í gær að hann hygðist taka sér
níu mánaða fæðingarorlof. Að því
loknu ætlar hann að leita sér annars
fjölskylduvænna starfs.
Ögmundurum
Feðranna flagg
ögmundur Jónasson alþingis-
maður segir á heimasíðu sinni að
mikil tengsl séu á milli kvik-
myndaiðnaðarins og hergagna-
iðnaðar í Bandaríkjunum. Svo
hafi ávallt verið í gegnum tíðina.
Þetta ritar ögmundur af því tii-
efni að tökur heflast á myndinni
Feðranna flagg innan skamms.
Ögmundur segir þá staðreynd að
bandaríski herinn í Keflavík verði
kvikmyndagerðarmönnum innan
handar sýni augljóslega hags-
munatengsl aðilanna tveggja.
Sigurður Strandeng, íslenski athafnamaðurinn sem gat ekki keypt sér fasteign í
Tyrklandi þar sem hann er íslenskur ríkisborgari, átti fund með starfsmönnum
utanrikisráðuneytisins fyrir helgi. Hann er bjartsýnn að á málið leysist farsællega.
Vilja leggja
niður Rás 2
Samband ungra sjálf-
stæðismanna hefur sent
Páli Magnússyni, nýskipuð-
um útvarpsstjóra, áskorun
þess efiiis að
hann taki
Ríkisút-
varpið af
auglýsinga-
markaði. Þetta
vilja ungir sjálf-
stæðismenn gera tO
að auka svigrúm
einkarekinna fjöl-
miðla til að afla sér tekna.
Jafnframt skora ungir sjálf-
stæðismenn á nýjan út-
varpsstjóra að skera niður í
rekstri stofnunarinnar. Þeir
vilja að hann leggi niður
Rás 2, og hafni hugmynd-
um um fleiri ríkissjón-
varpsstöðvar.
Drengurinn
sem festvið
Reykhóla
Drengurinn sem lést í
umferðarslysi við Reyk-
hóla fyrir ofan Miðhúsa-
brekku aðfaranótt
sunnudags hét Máni
Magnússon. Hann var
fæddur 2. nóvember árið
1988 og var til heimilis
að Lækjarhjalla í Kópa-
vogi. Hann var við störf í
Reykhólasveit í sumar.
Máni heitinn ók mótor-
hjóli og lenti í árekstri
við bfl. TF-LIF, þyrla
Landhelgisgæslunnar,
var kölluð út vegna
slyssins en var snúið við
þegar læknir frá Búðar-
dal hafði úrskurðað
drenginn látinn. Tildrög
slyssins eru enn óljós og
eru í rannsókn Lögregl-
unnar á Patreksfirði.
Gripnir
glóðvolgir
Lögreglan í Reykjavík
fékk tilkynningu frá íbúum
í Vesturbæ Reykjavíkur á
fimmta tímanum í gær-
morgun vegna gruns um að
verið væri að brjótast inn í
hús þeirra. Þegar lögreglu-
menn kom á vettvang voru
tveir góðkunningjar lög-
reglu staðnir að verki. Ibú-
arnir höfðu vaknað við inn-
brotið og hringdu á lög-
reglu. Mennirnir höfðu þá
tekið tölvu og fleiri muni
föstum tökum. Þeir voru
handteknir og játuðu brot
sín við yfirheyrslur. Málið
telst upplýst.
„Það liggur á að nýr útvarpsstjóri komi RÚV inn á 21. öldina," segir Hafsteinn Þór Hauks
son formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.„Hann ætti að færa stofnunina afaug
lýsingamarkaði og úr samkeppnisrekstri við einkaaðila. Svo ligguráí kjölfarið að stjórn-
máiamennirnir selji stofnunina."
Eins og DV greindi frá á dögunum íhugaði Sigurður Strandeng,
íslenskur athafnamaður í Danmörku, að sækja um danskan rík-
isborgararétt til að geta keypt fasteign í Tyrklandi þar sem hann
stendur í miklum framkvæmdum. Tyrknesk yfirvöld leyfa fs-
lendingum ekki að kaupa fasteignir þar sem ísland hefur ekki
gert svokallaðan „gagnkvæmissamning" við Tyrki.
Sigurður sendi Davíð Oddssyni
utanríkisráðherra bréf f sumar varð-
andi málið en fékk ekki svör. Mál
hans komst hins vegar á skrið eftir að
DV fjallaði um málið og mætti Sig-
urður á fund í utanríkisráðuneytinu á
föstudaginn þar sem hann hitti Finn
Þór Birgisson sendiráðsritara við-
skiptaskrifstofu ráðuneytisins.
Gekk framar vonum
Sigurður sagði í samtali við DV í
gær að hann væri mjög ánægður með
fundinn. „Þetta gekk allt saman mjög
vel og framar öllum vonum. Finnur
Þór útskýrði fýrir mér reglumar á fs-
landi en þær kveða á um að allir út-
lendingar geti sótt um að kaupa fast-
eignir á íslandi en íslensk stjómvöld
hafi val um að hafna umsóknum.
Þessu vilja stjómvöld halda áfram og
ég get vel skilið þaö," sagði Sigurður.
Áhugasamir um lausn
Sigurður sagði að Finnur Þór hefði
sagt að utanríkisráðuneytið hefði í
hyggju að setja í gang viðræður við
Tyrki um mögulega lausn á þessu
máli. „Ég veit að Þorsteinn Pálsson,
sendiherra í Kaupmannahöfri, á eftir
að koma sér inn í málið en það sendi-
ráð sér um samskipti við Tyrki. Ég er
„Ég held upp á sex ára afmæli sonar míns í dag
og síðan fer ég beint í að slá umsókninni á
frest."
P9 Borgin Antalya íTyrklandi Þarna
villSigurður kaupa fasteign fyrirsig og
selja öðrum fslendingum.
mjög bjartsýnn á að þetta mál leysist
á næstu vikum."
Mikill áhugi íslendinga
Sigurður stendur í miklum
framkvæmdum í Tyrklandi þar
sem hann byggir upp sumar-
húsabyggð við borgina Antalya
á suðurströnd landsins og hann
sagðist hafa orðið var við mik-
inn áhuga meðal íslendinga.
„Ég talaði við fuUt af fólki
meðan ég dvaldi á íslandi og gat
ekki séð annað en að það hefði
mikinn áhuga á að kaupa hús í
Tyrklandi. Vonandi gengur þetta
eftir."
Danski ríkisborgararéttur-
inn settur í salt
Eins og áður sagði hafði Sigurður í
vonleysi sínu sótt um danskan rikis-
borgararétt til að geta keypt fasteign í
Tyrklandi en hann hefur ákveðið að
setja umsóknina í salt. „Ég held upp á
sex ára afmæli sonar míns í dag og
síðan fer ég beint í að slá umsókninni
á frest. Þrátt fýrir að Finnur Þór gæti
engu lofað hef ég fulla trú á að þetta
garigi."
Sigurður Strandeng
/slenski athafnamaður-
inn er bjartsýnn á að
geta keypt fasteignir /
Tyrklandi eftir fund með
utanrikisráðuneytinu.
Hvað liggur á?