Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2005, Qupperneq 18
78 ÞRIÐJUDAGUR 9. AGÚST2005
Sport DV
Kleberson
ánægður í
Tyrklandi
Brasilíski miðvailarieikmaður-
inn Kleberson, sem genginn er í
raðir Besiktas í Tyrklandi fyrir 2,5
milljónir punda og hefiir undirrit-
að þriggja ára samning við félagið,
er yfir sig ánægður með féiags-
skiptin. Hinn 26 ára gamli leik-
maður náði sér aldrei á strik hjá
United, þangað sem hann var
keyptur fvrir 6,5 milljónir punda á
sínum tíma. „Ég er yfir mig
ánægður með að koma til Istanbul
og spila, þvi ég hef bara heyrt góða
hluti um Tyrkland frá vini mínum
Ailton," sagði Kleberson. „Ég vildi
strax fara hingað, en það tók
nokkum tíma að sannfæra kon-
una. Nú er bara að komast í liðið
og reyna að hljóta náð fyrir augum
þjálfarans," sagði Brasilíumaður-
inn glaðbeittur við komuna til
T\Tklands.
Þjálfari
Rosenborg
gafst upp
Per Joar Hansen sagði starfi
sínu sem þjálfari norska úrvals-
deildarliðsins Rosenborg lausu
eftir að liðið tapaði á heimaveili
fyrir Lilleström 1-2 um heigina.
Joar Hansen hefur legið undir
mikilli gagnrýni allt frá því að
deildin hófst, en liðið er nu í 8.
sæti af þeim 14 liðum sem í deild-
inni eru og hefur liðið tapað þrem-
ur af síðustu ijómrn leikjum sín-
um. Þar að auki var liðið slegið út
úr bikarkeppninni af 1. deildar liði
Hönefoss.
Giggs hrósar
Davids
Ryan Giggs hjá Manchester
United er á því að Tottenham hafi
dottið í lukkupottinn þegar það
fékk til sín miðvallarleikmanninn
Edgar Davids á dögunum. í nýlegu
hefti fótboltablaðsins 4-4-2 stillti
Giggs upp draumaliði sínu úr
Meistaradeildinni í gegnum árin
og þar setti hann Edgar Davids í
liðið. „Davids er toppleikmaður
sem vlnnur mjög vel fyrir félaga
sína í liðinu og er þar að auki rosa-
legur tæklari," sagði Giggs, sem
bætti við að Ðavids væri einn erf-
iðasti andstæðingur sem hann
hefði mætt í Meistaradeildinni.
Þetta em góð meðmæli með hol-
lenska leikmanninum sem á ef-
laust eftir að láta mildð að sér
kveða á miðjunni hjá
* Totten-
.. ...^ssaí ham í /
c " vetur. /
0 /
Roman Abramovich fór í gær til Frakklands til aö freista þess að ganga frá kaup-
um á Mikael Essien, en Chelsea hefur gert margar misheppnaðar tilraunir til að
krækja í kappann í sumar.
Roman
ð sækja Essien
Roman Abramovich, hinn moldríki eigandi Chelsea, er farinn til
Frakklands til að ganga frá kaupum á Mikael Essien, landsliðs-
manni Gana. Það hefur gengið erfíðlega hjá Chelsea að tryggja
viljað láta miðjumanninum snjalla fara til Chelsea, þrátt fyrir að
mun þetta ekki ná lengra."
Aulas erfiður í viðræðum
Það hefur reynst þeim Peter
kvæmdastjóra Chel-
farið leynt með það í sumar að
ennþá vantar miðjumann { leik-
mannahópinn. Mourinho sér Essien
fyrir sér sem hinn fullkomna félaga
BIMB FG, '
IjfflffWwl aeqn tékka þe^sum^legnWielAulas
toHHHÍ ' ÞrirmiHiarðaro^sjöhundruðrni»]onir
9. AGÚST 2005
sea, og
Abramovich þrautin þyngri að
semja við forseta Lyon, en
hann er ekki á því að sleppa
Essien fyrir minna en 32 millj-
ónir punda, eða tæpa fjóra
milljarða islenskra króna.
„Það er hlutverk mitt að
kaupa og selja leik-
menn. Eg hef engan
áhuga á að selja
Essien, þar sem
hann er einn af
bestu leikmönn-
um Evrópu. En ef
hann verður seld-
ur, þá verður félag-
ið sem vill fá hann í
sínar raðir að borga
háa upphæð fyrir
hann. Svo einfalt er
það. Tilboðin sem kom-
ið hafa inn á borð tU okkar
hingað til hafa ekki verið
nægUega há, en það er hugsan-
legt að Abramovich sé búinn að
ákveða að kaupa hann, hvað
sem hann kostar."
Chelsea á eftir miðju-
manni
José Mourinho hefur ekki
Makalele aftarlega á miðjunni, auk
þess sem hann getur leyst hann af ef
Makalele meiðist.
Fyrir skemmstu ákvað Makalele
að gefa kost sér í franska landsliðið á
nýjan leik og hefur Mourinho
áhyggjur af því að hann þurfi meiri
hvúd á komandi tímabili. Því telur
hann orðið alveg nauðsynlegt að fá
nýjan miðjumann í hópinn.
Tilbúinn að borga
Rússneski auðkýfingurinn Rom-
an Abramovich er sagður tilbúinn
að borga uppsett verð fyrir Essien á
þessum tímapunkti, þar sem aðeins
flórir dagar eru þangað til keppni
hefst í ensku deildarkeppninni.
Essien sjálfur hefur lýst því yfir að
hann vUji fara tU ensku meistaranna
og vonar hann að samningaviðræð-
ur milli Chelsea og Lyon gangi fljótt
fyrir sig, svo hann geti hafið undir-
búning með Chelsea.
„Þetta hefur verið algjör martröð
fyrir mig í sumar. Vonandi fer-það að
komast á hreint hvar ég verð á næsta
tímabili. Ég vU helst af öllu eyða
óvissunni um það með hvaða félagi
ég leik á næstu leiktíð sem aUra
fyrst."
magnush@dv.Í5
„Ég mun fara á fund með Abramovich til
þess að ræða kaupin. Efhann er búinn að
átta sig á því hversu mikið Lyon vill fá fyrir
Essien verður þetta ekkert mál."
Varnarmaðurinn Rio Ferdinand hefur loksins undirritað nýjan samning við Man. Utd
Rio Ferdinand samdi við Man. Utd. til ársins 2009
Manchester United keypti Rio
Ferdinand fyrir metfé frá Leeds
United árið 2002 og síðan hefur
hann verið lykUmaður í vörn liðsins.
Samningaviðræður umboðsmanns
Ferdinands og Manchester United
höfðu verið i gangi aUar götur siðan
á síðustu leiktíð og því hafði mynd-
ast nokkur spenna í herbúðum fé-
lagsins í kjölfar seinagangsins við
samningsgerðina. Stuðningsmenn
Manchester United misstu þolin-
mæðina og hafa látið óánægju sína
glögglega í ljós á æfingaleikjum
liðsins upp á síðkastið. Ástæða þess
var sú að stuðningsmönnum liðsins,
sem og Alex Ferguson knattspyrnu-
stjóra, þótti félagið eiga það inni hjá
leikmanninum að hann skrifaði
undir nýjan samning án þess að
þrátta, því honum var sýndur mikUl
stuðningur þegar hann fékk átta
mánaða keppnisbann fyrir að mæta
ekki í lyfjapróf á sínum tíma.
Vitað er að United var tilbúið að
borga hinum 26 ára gamla leik-
manni um 100.000 pund í vikulaun,
en umboðsmaður hans stóð fast á
því að fá um 20 þúsund pundum
meira á viku. LUdega hefur verið um
málamiðlun að ræða, en forráða-
menn félagsins vUja umfram aUt
ekki fara mikið upp fyrir þessa tölu í
launagreiðslum.
Nýr samningur Ferdinands nær
tU ársins 2009 og sagðist Alex Fergu-
son feginn að málið væri úr sögunni.
„Rio hefur staðið sig vel á vellinum
og þegar aUt kemur til alls er það
frammistaða leikmanna á veUinum
sem skiptir mestu máli. Ég vona að
stuðningsmenn liðsins geti nú
„Frammistaða leik-
manna skiptir mestu.
einbeitt sér að knattspyrnunni eins
og við og styðji vel við bakið á
leikmönnunum eins og
áður. Samningavið-
ræður við leikmenn
taka einfaldlega
lengri tíma í dag,"
sagði Skotinn.
baldur@dv.is
Ríkur Rio
Ferdinand hef-
urekki verið
vinsælasti leik-
maður
Manchester
United að
undanförnu.