Símablaðið - 01.01.1924, Side 5
SÍMABLAÐIÐ
MÁLGAGN F. I. S.
IX. árg. Reykjavík janúar—apríl 192Í. 1.—2. tbl.
Símablaöið kemur út annan hvern mánuð. — Áskriflargjald 4 kr. á Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gunnar Schram, Stýrimannastíg 8, sími Utanáskrift blaðsins: Símablaðið, Box 575, Reykjavík. ári. 474.
jll e ð þessu blaði lœt ég a/ ritstjórn
Símabtaðsins, og vil um leið þakka öll-
nm, sem á einn eða annan hátt hafa
styrkt það þau ár, sem ég hefi haft með
það að gera.
Gunnar Schram.
Loftskeytastöðvar á IslandL
Eftir landssímastj. (). Forberg.
Eitt af þeim verklegu sviðum, sem ís-
land hefir fylgst vel með á nú á seinni
árum, sé tillil tekið til allra kringum-
stæða, er þráðlaus skeytaafgreiðsla. Letta
á jafnl við um þær landstöðvar, sem
ríkið hefir látið byggja, og rekið, sem
um skipastöðvar.
Frá því fyrsta, eða fyrir 19 árum
síðan, að til tals kom, að skeytasam-
bandi yrði komið á milli íslands og
úllanda, hefir þráður og þráðlaust
kept um yfiráðin. Eins og kunnugl
er, fór þráðlaust halloka þegar fyrstu
skeytasamböndunum hér var komið á.
Það má vel vera, að hin heita barátta,
sem þá var um símamálin, og aftur
lifnaði við, þegar leggja átti kabalinn
til Vestmannaeyja, hafi átt sinn þátt í,
að þráðlaust hefur átt örðugra uppdrált-
ar, en annars hefði verið.
Á alþingi 1912 lagði stjórnin fyrir
frumvarp til laga um ritsíma og tal-
símakerfi íslands. Og í fruinvarpi þessu,
sem samþykt var óbreytt, er tekið fram
um loftskeytastöðvar, að landsstjórn-
inni sé heimilt að reisa loftskeytastöð i
Reykjavík, sem sé nægilega sterk til að
vinna við útlönd. Og ennfremur er stjórn-
inni gefin heimild til lántöku, lil að
framkvæma byggingu stöðvarinnar. -
Árið 1915 stakk landssímastjórinn
upp á því við stjórnina, að loftskeytastöð
yrði bygð nálægt Reykjavík. Og í
greinargerð fyrir því tók hann fram:
Að fyrsta skilyrðið fyrir því, að kaup-
för og fiskiskip (togarar) sem sigla hér
við land, fengju sér loftskeylastöö, væri
að ríkið léti tyrst byggja sterka slöð.
Ennfremur, að það hefði mikla þýðingu
í hagnaðarlegu tilliti, og væri til þjóð-
þrifa, að sem flest af skipunum gætu
ávalt hatt samband sín á milli og við
land.
Að það hefði sýnt sig, að ritsímasam-
bandið til útlanda hefði stundum bilað,
og þess vegna væri það nauðsyn, að
bygð yrði loftskeytastöð, svo slór, að