Símablaðið - 01.01.1924, Qupperneq 18
14
SÍMABLAÐIÐ
ar stöðvar, og einstaka hafa fengið sér
l>au, og hefir það hepnast allvel. Ein-
slaka menn eru jafnvel sjálfir að smíða
sér tækin, eða setja saman. Því hægt er
að fá öll stykkin í þau. Erlendis, bæði
í Ameríku og Englandi, er það algengt
að menn sjálfir setji áhöldin saman, og
hafa margir meira gaman að því, þar
að auki er það töluvert ódýrara. Það
er þó ekki hægt að mæla með þessu,
nema við þá, sem hafa töluverða þekk-
ingu á tækjunum. Petta á þó sérstak-
lega við hér, þar sem fjarlægðin er svo
mikil, 1000 kilometrar og meira, en
eins og kunnugt er, þarf betri og næm-
ari læki, eftir því sem fjarlægðin vex.
Á loftskeytastöðinni hér, hefir ein
amirísk víðvarpsstöð heyrst vel. Félagið
sem á þessa stöð, er General Electric
Company, sem mörgum er kunnugt hér
á landi. Stöðin er í Schenectady, N. Y.,
og er vegalengdin hingað 2,600 enskar
mílur. Félagið segir að hún hafi heyrst
mikið lengra, en hún hafði aldrei heyrst
svo norðarlega á hnettinum fyr. Aðrar
víðvarps stöðvar frá Ameríku, hafa einn-
ig heyrst hér, en engin eins greinilega,
enda aldrei náðst í einkennisstafi þeirra,
og þar af leiðandi ekki hægt að vila
hverjar þær eru.
Félagafréttir.
Trúlofun sína hafa opinberað þau
Olga Benediktsdóttir símamær í B. og
Árni Árnason verzlunarm.
í hjónaband hafa gengið Karolina
Sveinsdóttir símamær í R. og Ásgeir
Ásgeirsson verzlunarmaður.
Ennfremur Fríða Aradóttir og Guð-
mundur Halldórsson prentari.
O. B. Arnar sagði upp starfi sínu sem
bæjarsímastjóri í Reykjavík, frá 1. maiz.
En verkfræðingur Guðm. Hlíðdal, hefir
verið skipaður símaverkfræðingur frá 1.
marz að telja. Hann hefir ennfremur á
hendi bæjarsímastjórastarfið.
Umburðarbréf.
Nr. 41, 28/12. Vegna gengisfalls ís-
lenskrar krónu, hækka frá 1. jan. n. k.
öll simskeytagjöld til útlanda.
Frá sama tíma lækka gjöld fyrir blað-
skeyti innanlands um helming, og tal-
símagjöldin breytast sumstaðar; sjá
annars hina nýju gjaldaskrá, sem send
hefir verið stöðvunum.
Nr. 42, 28/i2. Á mánaðarreikningum
næsta ár, skal á yfirlilið (eyðub). nr. 16)
efst á fjórðu siðu, skrifa tölu sendra
heillaskeyta, þar sem ákveðið er, að 25
aurar renni í byggingarsjóð landsspital-
ans af hverju útförnu heillaskeyti. Samt
sem áður teljist heillaskeytin með á
yfirlilinu í tölu sendra símskeyta, eins
og að undanförnu.
Nr. 4, V*. 1924. í gjaldskr. 1924 bls. 6
neðst, stendur: Samúðarskeyti á til þess
gerðum spjöldum, má senda til eftir-
laldra stöðva, o. s. frv. en á að vera:
má senda milli eftirtaldra slöðva. í tal-
símaskránni 1924 bls. 11 skal því, sein
þar stendur um samúðarskeyti, breylt í
samræmi við gjaldskrána.
Nr. 5, 7/i. Jafnframt því að vísa lil
umburðarbréfs um samúðarskeyti, er
hér með lagt fyrir stöðvarstjórana að
senda beint til aðalskrifstofu lanssím-
ans í Reykjavík í lok hvers ársfjórðungs,
skilagrein fyrir útförnum samúðarskeyt-
um, og tilkynningu um það sé ekkert