Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1953, Page 7

Freyr - 01.01.1953, Page 7
XLVilL ARGAMGUR NR. 1 REYKJAVIK, JANUAR 1953 Hlutverk 02 störf Um áramót er það venjan að staldra við og líta yfir farinn veg, en horfa þó einnig fram á leið, skoða hvert horfir og hvað er í framsýn. Um þessi áramót gerum vér þetta einnig. Vér horfum til baka og lítum á hvað unnizt hefir á liðna árinu, hvaða ávöxt hefir borið erfiði það og umsvif, sem vér höfum af mörkum lagt. Víst má sjá þess vott, að menn hafa að verki verið, en oss finnst þó miða hœgt og lítt eða ekki ágengt verða á sumum sviðum. Vér erum þó að nema land- ið. Hin allra síðustu ár, og þá einnig það, sem nú var að kveðja, hefir á sumum svið- um miðað miklu betur en áður. Einkum eru átökin stór og áhrifarík þar sem mikilvirk- ar vélar eru notaðar. Með aðstoð þeirra má stórvirki fremja í þeim mælí, að sá sem fyrir nokkru fór að heiman úr sveit sinni þekkir hana naumast — eða œskuheimil- ið — þó eigi hafi liðið nerna nokkur ár milli heimsókna. Þó gnœfa fjöllin eins og fyrr, áin niðar og fossinn dunar í gljúfri. Það er þó sami ramminn um tilveruna, en málverkin í rammanum eru víða allt önnur. Sums staðar er hrjóstugum íendum breytt í gózenlönd. Vér iítum í anda fram í tím- ann og sjáum marga Þórisdali eins og þá, sem hjátrúin og útilegumannasögurnar greindu frá, og þar lítum vér lagdsíða ásauði og vel hirtan málnytupening á beit. Jú, að þessu miðar þó að starfandi höndum í ís- lenzkri sveit hafi fækkað. En mannleg tilvera er ekki bara brauð- strit eitt og erfiði í sveita andlits til þess að umskapa land og gefa meiri eftirtekju. Manniegir yfirburðir eru og verða einnig einkenndir með menningarafrekum. Menningin getur birzt í ýmsum myndum, svo i sveit sem í bœ. Einn þeirra þátta, sem vottar sanna menningu sveitanna, er um-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.