Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1953, Síða 8

Freyr - 01.01.1953, Síða 8
2 FREYR hirða fólksins urn þá miðstöð andlegs lifs, sem lengsta sögu á með þjóðinni. Sú miðstöð er kirkj an.Er kirkjan rækt og hirt eins og skyldi? Prestar og og söfn- uðir geta sjálfsagt skoðað ástœðurnar hver hjá sér í því efni hvernig hið andlega líf er i hverri sókn og sveit. En sjálf bygging- in — kirkjan sem hús — er atriði út af fyr- ir sig og þarf ekki að vera að útliti né um- gengni til samrœmis við andleg störf og andlegt lif sóknarbarna. En ýmsir líta svo á að þetta fari þó oft saman. í öðru lagi má líta á umhverfi kirkjunn- ar — hvílustað feðra og mœðra, afa og amma og allra þeirra kynslóða, sem á und- an þeim hafa lifað, en nú eru til grafar gengnar. Hvernig er umhirða almennings í islenzkri sveit um þessa hinztu hvílustaði genginna kynslóða? Kirkjan þarf ekki að vera að stœrð nema við hœfi safnaðar, en hún getur verið snyrtileg og henni vel við haldið þrátt fyr- ir það. Því miður brestur nokkuð á að svo sé alls staðar. ★ En hvað um kirkjugarðana? Um þá er að segja, að eigi þeir að votta menningar- stig fólksins, þá er það ekki á marga fiska. Þetta finnur maður bezt — og kennir stund- um sársauka við samanburðinn — þegar tœkifœri gefst til þess að sjá og skoða kirkjugarða annarra þjóða. Útlendingar, sem liingað koma, stinga einatt saman nefjum, eða láta hispurslaust i Ijós van- þóknun sína á frammistöðu okkar um við- hald, hirðingu og vörzlu kirkjugarðanna. Og því miður — þetta er ekki ástœðulaust. Ungmennafélög og kvenfélög hafa gengizt fyrir ýmiskonar framtaki á sviði menning- armála um sveitir landsins, en allt of óvíða látið þetta mál til sín taka. Hér er þó veg- legt verkefni til úrlausnar. Hér er menningarmál, sem ekki þarf mikla fjármuni til að hrinda áleiðis með miklum árangri, en það þarf sameiginleg átök og það þarf skipulagt starf og nokk- urt erfiði á sig að leggja fyrir málefnið. En þetta er veglegt hlutverk og mun verða íslenzkum sveitum og sveitalífi veg- legur virðingarauki, og lyfta menningu þeirra nokkur þrep upp á við, ef til bóta er ráðið. Hafin er alda stór og þung, sem vekja skal til dáða unga og gamla, til þess að lyfta fornri frœgð Skálholtsstaðar og efla staðinn á ný. Er þetta fyrirhugað m. a. með því að endurreisa Skálholts- kirkju. Þetta er veglegt hlutverk, sem allir œttu að styðja. En það er bara einn þáttur — mjög sterkur að vísu — í þvi mikla starfi, sem framundan er um allar sveitir, þetta: Að efla kirkjur og kirkju- garða og gera þá veglegustu staðina, sem fyrirfinnast í hverri einustu sveit á íslandi. Þetta má verða og skal verða. ★ FREYR vill færa á vettvang þá ósk, að þetta hlutverk verði tekið á dagskrá um allar sveitir á hinu nýbyrjaða ári. Honum, sem málgagni sveitanna, er þetta eigi óvið- komandi og því er hér beint góðu hlutverki til allra velunnara sveitanna, til skjótrar úrlausnar. FARSÆLT NÝTT ÁR!

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.