Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1953, Síða 9

Freyr - 01.01.1953, Síða 9
Í’RÉYR 3 ózen Þurrkasumurin tvö — 1951 og 1952 — hafa Sunnlendingar sannreynt hvers virði það er að eiga góð áveitulönd. Þau hafa bjargað stórum hóp skepna yfir veturna, sem alltaf eru á milli sumra og þau hafa skapað ýmiss- um bændum möguleika til að viðhalda bú- stofni, sem annars var tvísýnt um hvernig bjargað yrði og búi við haldið. Auðvitað hefir það kostað fjármuni að efna til áveita í stórum stíl og auðvitað hafa framkvæmdirnar kostað erfiði, en launin, sem nú fást, það eru þó ávextir starfsins og fjármunanna. í árum, eins og þeim sem nefnd voru, er eftirtekja áveitulandanna sérstaklega mikils virði og það því fremur sem áveitulöndin voru óvenjulega vel sprottin eins og jafnan er í sólríkum sumr- um, því að þá hitnar vatnið af geislum sól- arinnar að vorinu, en vatnsvarinn svörður finnur eigi til blásturs eða frostnótta. Og þegar það bætist við, að í slíkum þurrka- sumrum má flekkja á víðlendum áveitu- svæðum, þá er vænlegt til eftirtekju að heyja á þessum vatnsræktuðu engjum. En það er víðar en á Suðurlandi að áveitu- lönd eru til og það er víðar en þar, sem víð- ar lendur bíða þess að verða nytjaðar eins og áveitulönd á Skeiðum og í Flóa. Þessi lönd geta borið margfalda ávöxtu miðað við það, er nú gerist. í sumum af þessum lönd- um er falið frjómagn, langt um meira en víða þar, sem verið er að rækta til túns. Um allan heim — og einnig hér á íslandi — flytja fallvötn frjóefni af fjöllum ofan, undan jöklum, úr giljadrögum og hlíðum og hólum, steinefni og jurtanæringarefni, og botnfella þetta á láglendinu. Þannig mynd- ast óshólmar (deltur) og þannig myndast dalbotnar. Svona svæði eru alþekkt fyrir frjósemi. Og svona lönd eru yfirleitt auð- veld til ræktunar. Þar sem hálfgrös vaxa eru áveitur einatt viðeigandi, en þar sem heilgrös gróa þarf jafnan að bera á — ein- att einhliða áburð, í bili að minnsta kosti. En hvorutveggja aðferðir gefa jafnan hina ágætustu raun — auðug og gjöful gróður- lönd. * * * Eg kem að vestan — af Stóra-Vatnsskarði — og ái við Arnarstapa. Hér stóð Matthias, þegar hann varð gæddur andagift þeirri, sem gaf honum efnið í hið fræga og fagra kvæði: „Skín við sólu Skagafjörður“. Víst er sýnin fögur og ekki er ofmælt það, sem í kvæðinu er tjáð. Og hér á Arnarstapa er það ætlan manna að reisa minnisvarða einu helzta skáldi íslendinga, Stepháni G. Stephánssyni, sem hér ólst upp, en fluttizt vestur um haf. Langt frá ættlandi sínu gerðist hann lýs- andi viti -— sannur sonur ættlands síns og barn þess héraðs, sem hann óx upp í -— Skagafirði. Þar vestra brann vitinn — ljóð frá tungu hans ómuðu á íslandi ekki síður en vestra. Því væri viðeigandi að hér á Arn- arstapa brynni ljósmerki til miimingar um hann, er sæist frá öllum þeim byggöum Skagafjarðar, sem annars geta séö Arnar- stapann, væri leiðarmerki vegfarendum og minnti þá á hinn andlega vita, sem skáldið var þjóð sinni og þjóöarbroti vestra. Og hérna á næstu grösum hné Hjálmar skáld frá Bólu til hinnstu hvíldar, þetta olnbogabarn síns tíma, sem líklega hefir verið gætt andagift fremur flestum þeim, sem orkt hafa ljóð á íslenzkri tungu. Afrek þau, sem hann skilaði eftirkomandi kyn- slóðum, voru felldar hendingar um athafn- ir og atburði, aldarfar og almenn viðhorf. Verk þessara manna voru andræn og vér greinum þau aðeins þegar litið er á þau blöð, sem orðavali þeirra heíir verið raðað á. Þannig geymast sjóðir þeir, er þeir söfnuðu á langri leið. En allt er þetta smíð sem til gamans og hugarhægðar verður notuð.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.