Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1953, Qupperneq 10

Freyr - 01.01.1953, Qupperneq 10
4 FREYR Varmahlið — Húseyjarkvisl — Hólmurinn — Glóðafeykir. — Ljósm.: G. K. Þaö er fleira, sem gert hefir verið í Skaga- firði, meitlað þar og mótað, en það, er þess- ir menn hafa eftir sig látið. Eigi er rúm né tími hér til að rekja þá þáttu, heldur snúa sér að hlutverkum þeim, sem enn bíða í þessu fagra og víða héraði, sem sjá má af Arnarstapa, allt frá Tindastól, Drangey, Málmey og Almenningum í norðri, til innstu heiða hálendisins í suðri. Hérna undir faldi Glóðafeykis og annarra jöfra, sem skýla héraðinu, hafa atburðir gerzt margir og frægir, en að sjálfsögðu hylur tjaldið milli nútíðar og framtíðar margar athafnir og miklar, sem hér hljóta að gerast á komandi tímum, máske stórfeldari og þýðingarmeiri en þær, sem þegar hafa verið unnar. Hér er útsýni vítt og hér er vandalaust að sjá inn í framtíðina, jafnvel þeim, sem óskyggnir eru. Bilið milli dagsins í dag og morgundagsins er ekki breitt — aðeins ein nótt og hún björt að sumrinu og þá í raun- inni gegnsæ — en þó eru til þeir menn, sem ekki sj á einu sinni til næsta dags. Til allrar lukku eru þeir fáir — en því miður þó til. Flestir eru það vel skyggnir að þeir sjá nokkuð fram í tímann og þeir geta séð enn lengra ef þeir æfa sig í því að horfa fram. * * * Það, sem hér hefir unnið verið, er að nokkru gert af manna höndum, en flest er unnið við arinn sjálfrar náttúrunnar. Hún er mikilvirk og meitilför hennar eru varan- legri en plógför mannanna eða byggingar þeirra. Hér hefir náttúran að verki verið og svo er enn. Og hér hefir hún búið vel í haginn fyrir alla þá, sem sýna vilja framtak og athafn- ir og bæta ennþá betur. Hér eru geysileg verkefni fyrir margar framtakssamar hend- ur um næstu ár og aldir. Hér sýnist ýmsum búsæld ríkja og má það sannmæli vera. En ég segi: Þegar hér er búið að vinna miklu

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.