Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1953, Blaðsíða 13

Freyr - 01.01.1953, Blaðsíða 13
FRE YR 7 hlut á að máli, sé það glámskyggn, að eigi sjái fyrir hvað og til hvers er að vinna. Jú þeir sjá það Skagfirðingar ■— eða þeir mundu að minnsta kosti fá opin augu fyr- ir því ef þeir sæju áveitulönd annarsstað- ar, eins og þau voru og eins og þau eru nú eftir umbæturnar. Auðvitað þarf fjármagn og sjálfsagt þarf nokkuð á sig að leggja til þess að færa svona framtak áleiðis. Og það er nokkurt átak að framkvæma skipulagða ræktun á 2500 hekt- urum lands, jafnvel þó það séu áveitur, sem um er að ræða. En það eru ekki aðeins áveit- ur, heldur og landþurrkun og túnrækt, sem hér mun aö unnið um komandi ár. Sé Vallhólmurinn 2500 hektarar að stærð, þá geta í honum verið 50 jarðir, sem hver hefði 50 hektara til umráða, en það er 10 hekturum meira en býlin undir Ingólfsfjalli hafa hlotið, og miðað við að allt landið sé ræktað sem tún eða áveituland, þá eru þetta stórar jarðir. Væri þá sanngjarnt að ætlast til þess, að af þessurn 25.000 hekturum fengjust 100.000 hestburðir af heyi, eða sem því svarar af öllu fóðri, því að náttúrlega yrði nokkuð af land- inu haft til beitar, þó að ræktað væri, en það svarar til þess að Hólmurinn framfleytti 2000 kúm, eða 40 þúsund sauðkindum, og er þá miðað við að sauðféð taki hagbeit á af- réttum að sumrinu. Þessi áætlun er ekkert ósanngjörn. Ég þekki bújarðir þar sem í dag er höfð ein kýr á hverjum hektara ræktaðs lands, og er þó land þar miklu verr gert frá náttúrunnar hálfu en raun er á í Hólmi í Skagafirði. Skagfirðingar eru því vanir að hafa oln- bogarúm nokkurt og mundi fyrst í stað þykja illt ef að þar yrði „setinn Svarfaðar- dalur“, þ. e. ef þar yrði búið þröngt. Við því Hrossin i Vallhólmi reliin til af réttar voriö 1950, — Ljósm.: G. K.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.